Vilja að sinfónían og óperan greiði tvöfalt hærri húsaleigu 7. ágúst 2012 06:00 mynd/ valli Stjórnendur Hörpu vilja að greiðslur frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperunni vegna nýtingar þeirra á aðstöðu í húsinu verði hækkaðar úr 170 milljónum króna á ári í 341 milljón króna. Með því á að bæta rekstur hússins. Stjórnendur sinfóníuhljómsveitarinnar segja hins vegar að hljómsveitin geti ekki skuldbundið sig til greiðslu hærra gjalds nema með því að framlög til rekstraraðila hennar verði hækkuð. Þeir aðilar sem greiða kostnað við hljómsveitina eru ríkissjóður (82 prósent) og Reykjavíkurborg (18 prósent). Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt KPMG á rekstri og skipulagi Hörpu sem unnin var fyrir eigendur hússins, ríkissjóð og Reykjavíkurborg. Fréttablaðið hefur hana undir höndum. Rekstraráætlun Hörpu gerir ráð fyrir að rekstrartap hennar verði 407 milljónir króna á þessu ári. Það er til viðbótar við þann tæpa milljarð króna sem ríki og borg leggja húsinu til vegna greiðslu á lánum. Í úttektinni kemur fram að stjórnendur Hörpu hafi fyrst og fremst horft til lækkunar fasteignagjalda og hækkunar á leigu Sinfóníuhljómsveitarinnar og Íslensku óperunnar til að draga úr fjárþörf sinni. Nú sé hins vegar ljóst að fasteignagjöld lækka ekki. Auk þess segir í úttektinni að hækkun leigu muni hjálpa "en ekki koma í veg fyrir viðvarandi fjárþörf". Þjónustu- og leigusamningur gerir ráð fyrir því að Íslenska óperan greiði 48 milljónir króna á ári. Sá samningur var gerður í september 2010. Stjórnendur Hörpu vilja að sú upphæð hækki í 82 milljónir króna. Sinfóníuhljómsveit Íslands greiðir 122 milljónir króna til Hörpu vegna leigu og þjónustu. Samningurinn var gerður árið 2007. Stjórnendur Hörpu telja hækkun á hluta kostnaðar til hljómsveitarinnar ?eitt af lykilatriðunum sem stjórnendur Hörpu hafa lagt áherslu á til að draga úr hallarekstri?. Í fráviksáætlun þeirra er gert ráð fyrir ríflega tvöföldun leigu- og þjónustusamningsins úr 122 milljónum króna á ári í 259 milljónir króna. Sú upphæð þarf að koma frá rekstraraðilum hljómsveitarinnar, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg. Þeir eru sömu aðilar og eiga húsið. - Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Stjórnendur Hörpu vilja að greiðslur frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperunni vegna nýtingar þeirra á aðstöðu í húsinu verði hækkaðar úr 170 milljónum króna á ári í 341 milljón króna. Með því á að bæta rekstur hússins. Stjórnendur sinfóníuhljómsveitarinnar segja hins vegar að hljómsveitin geti ekki skuldbundið sig til greiðslu hærra gjalds nema með því að framlög til rekstraraðila hennar verði hækkuð. Þeir aðilar sem greiða kostnað við hljómsveitina eru ríkissjóður (82 prósent) og Reykjavíkurborg (18 prósent). Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt KPMG á rekstri og skipulagi Hörpu sem unnin var fyrir eigendur hússins, ríkissjóð og Reykjavíkurborg. Fréttablaðið hefur hana undir höndum. Rekstraráætlun Hörpu gerir ráð fyrir að rekstrartap hennar verði 407 milljónir króna á þessu ári. Það er til viðbótar við þann tæpa milljarð króna sem ríki og borg leggja húsinu til vegna greiðslu á lánum. Í úttektinni kemur fram að stjórnendur Hörpu hafi fyrst og fremst horft til lækkunar fasteignagjalda og hækkunar á leigu Sinfóníuhljómsveitarinnar og Íslensku óperunnar til að draga úr fjárþörf sinni. Nú sé hins vegar ljóst að fasteignagjöld lækka ekki. Auk þess segir í úttektinni að hækkun leigu muni hjálpa "en ekki koma í veg fyrir viðvarandi fjárþörf". Þjónustu- og leigusamningur gerir ráð fyrir því að Íslenska óperan greiði 48 milljónir króna á ári. Sá samningur var gerður í september 2010. Stjórnendur Hörpu vilja að sú upphæð hækki í 82 milljónir króna. Sinfóníuhljómsveit Íslands greiðir 122 milljónir króna til Hörpu vegna leigu og þjónustu. Samningurinn var gerður árið 2007. Stjórnendur Hörpu telja hækkun á hluta kostnaðar til hljómsveitarinnar ?eitt af lykilatriðunum sem stjórnendur Hörpu hafa lagt áherslu á til að draga úr hallarekstri?. Í fráviksáætlun þeirra er gert ráð fyrir ríflega tvöföldun leigu- og þjónustusamningsins úr 122 milljónum króna á ári í 259 milljónir króna. Sú upphæð þarf að koma frá rekstraraðilum hljómsveitarinnar, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg. Þeir eru sömu aðilar og eiga húsið. -
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira