Innlent

Landinn hélt rólegur heim úr fríinu

Ekki er vitað um nein slys eða óhöpp þrátt fyrir mikla umferð víða um land í gær og fram á kvöld. Umferðin dreifðist óvenju vel að sögn lögreglu, því margir lögðu snemma af stað heimleiðis, og þó nokkrir voru ekki á ferðinni fyrr en eftir að umferðarþunginn er að jafnaði mestur, enda blíðviðri um allt land.

Við sérstakt umferðareftirlit Ríkislögreglustjóra á Suðurlandi í gær, mældust fjórir ökumenn á of miklum hraða, þar af þrjár konur sem allar voru mældar á 112 kílómetra hraða, en karlmaðurinn ók fimm kílómetrum hraðar.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×