Erlent

Alþjóðleg leit að norskri stúlku

Í gærkvöldi bárust lögreglunni nýjar upplýsingar og fundust nærbuxur, veski og sólgleraugu í kjölfarið. Óvíst er þó hvort þessir hlutir tengist hvarfi stúlkunnar. nordicphotos/afp
Í gærkvöldi bárust lögreglunni nýjar upplýsingar og fundust nærbuxur, veski og sólgleraugu í kjölfarið. Óvíst er þó hvort þessir hlutir tengist hvarfi stúlkunnar. nordicphotos/afp
Ítarleg leit var gerð að 16 ára stúlku í Ósló um helgina. Stúlkan hefur enn ekki fundist og er hennar nú einnig leitað á alþjóðlegum vettvangi. Um 500 sjálfboðaliðar leituðu á landi í gær, ásamt lögregluliði og leitarhundum. Kafarar hafa leitað í vatni í nágrenninu og þyrlur leitað stúlkunnar úr lofti. Þetta kemur fram á vef norska ríkisútvarpsins.

Stúlkan, sem ber nafnið Sigrid Giskegjerde, hafði verið í heimsókn hjá vinkonu sinni á laugardagskvöldið en skilaði sér ekki heim og gerðu foreldrar stúlkunnar lögreglu viðvart í kjölfarið.

Eigur stúlkunnar, farsími, sokkar og skór fundust síðar á víð og dreif við leikskóla nokkur hundruð metrum frá heimili hennar.

Leitarhundar hafa nú rakið slóð stúlkunnar að leikskólanum, en þar endar slóðin. Flest þykir benda til þess að stúlkan hafi verið numin á brott í bifreið þaðan, gegn vilja sínum. Íbúar í grennd leikskólans segjast hafa heyrt öskur um það leyti sem stúlkan hvarf og þykir það renna stoðum undir þessa kenningu.- ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×