Fleiri fréttir Sameinast þarf um afnámsáætlun hafta Stjórnmálaflokkarnir auk aðila vinnumarkaðarins verða að ná breiðri samstöðu um afnám gjaldeyrishafta. Eftir þessu kölluðu bæði Árni Páll Árnason og Ólöf Nordal, þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, á fundi Samtaka atvinnulífsins um afnám hafta undir yfirskriftinni Brýnasta hagsmunamál Íslendinga, á Hilton Reykjavik Nordica í gær. 17.5.2012 08:30 Mýrarnar álitlegar til að reisa vindorkuver Vinnuhópur í Borgarfirði segir þróun í verði orkugjafa og í umhverfismálum fullt tilefni til að kanna nýtingu vindorku. Þrír staðir í Borgarbyggð eru sagðir koma til greina. Landsvirkjun segir Suðurland þó álitlegast fyrir vindorkuver. 17.5.2012 08:00 Laupur stöðvar skólabjölluna Það er ekki lengur hringt inn úr frímínútum með rafknúinni bjöllu í Austurbæjarskóla. Bjallan var aftengd þegar í ljós kom laupur, sem er hreiður hrafns, nálægt henni yfir aðalinnganginum. 17.5.2012 07:00 Ísland mátti ekki verða stjórnlaust Ólafur Ragnar Grímsson taldi sér skylt að hugleiða hvernig hægt yrði að tryggja að landið yrði ekki stjórnlaust á hættutímum í kringum stjórnarslitin í janúar 2009 með því að huga að myndun utanþingsstjórnar. 17.5.2012 06:30 Enginn annar seðlabanki safnar viðlíka upplýsingum Persónuvernd segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um gjaldeyrismál ekki samrýmast sjónarmiðum um einkalífsrétt í lýðræðisríki. Óbreytt eykur frumvarpið mjög heimildir Seðlabankans til upplýsingasöfnunar. 17.5.2012 05:30 Hafnar ávirðingum ráðuneytisins alfarið Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, hafnar gagnrýni sjávarútvegsráðuneytisins á útreikninga um áhrif kvótafrumvarpa. Hann segir orð ráðuneytisins um fjárfestingar í óskyldum rekstri „bábilju“ og „orðaleppa“ með ólíkindum. 17.5.2012 05:30 Aðeins Hollendingar og Bretar styðja ESA EFTA-réttinum bárust aðeins fjórar athugasemdir frá EES-ríkjum. Bretar og Hollendingar styðja ESA, en Noregur og Liechtenstein styðja sjónarmið Íslands. Utanríkisráðherra telur málflutning Íslands hafa skilað sér til annarra EES-ríkja. 17.5.2012 05:00 Ásmundur: "Hreinlega skil ekki hvað gerðist" Ásmundur Friðriksson, sem rekinn var úr stóli bæjarstjóra í Garði í kvöld, segir að uppsögn sín hafi ekkert að gera með hótanir sem bárust Kolfinnu Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa í Garði. Kolfinna sleit meirihlutasamstarfi D-listans og gekk til liðs við N-listann um síðustu helgi. Stuttu eftir það var Kolfinnu hótað líkamsmeiðingum 16.5.2012 23:21 "Ástsjúk" stúlka lést úr berklum Réttarrannsókn í Bretlandi hefur leitt í ljós að læknar hinnar fimmtán ára gömlu Alinu Sarag töldu hana vera ástsjúka. Alina lést úr berklum og nú krefjast foreldrar hennar réttlætis. 16.5.2012 22:19 Miðar á Landsmót hestamanna rjúka út Met var slegið í forsölu vegna Landsmóts Hestamanna sem haldið verður í Reykjavík í sumar. Haraldur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir að Landsmótið sé ekki aðeins hátíð hestafólks heldur einnig mannlífsviðburður. 16.5.2012 21:45 Bæjarstjóri í Garði rekinn Ásmundur Friðriksson hefur formlega verið rekinn úr starfi bæjarstjóra í Garði. Aukafundi bæjarstjórnar er nýlokið en uppsögn bæjarstjórans var samþykkt þar. 16.5.2012 21:44 Nýdönsk fagnar 25 ára afmæli í Eldborg Hjómsveitin Nýdönsk heldur upp á 25 ára starfsafmæli sitt á þessu ári. Af því tilefni mun hljómsveitin standa fyrir afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu, 22. september, og í Hofi á Akureyri viku síðar. 16.5.2012 21:15 Tunnusláttur á Austurvelli Hópur fólks slær nú tunnur og ljósastaura fyrir utan Alþingi á Austurvelli en þau mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda vegna skuldavanda heimila í landinu. 16.5.2012 20:45 "Takmarkanir skapa auðlindina" Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann ræddi þar um hugtökin þjóðareign og auðlind og síbreytilegt eðli þeirra. 16.5.2012 20:13 Mismunurinn dygði fyrir Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum Landsvirkjun segir ríkisstjórnina hafa sniðgengið arðsemi og hagkvæmni við gerð rammaáætlunar. Sparnaður sem næðist með því að leyfa hagkvæmustu virkjunina dygði fyrir bæði Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum. Við sögðum í gær frá andmælum Landsvirkjunar gegn því að Norðlingaölduveita fari í verndarflokk en fyrirtækið segir í greinargerð að hagkvæmni og arðsemi séu sniðgengin við flokkun virkjunarkosta og það sé í andstöðu við markmið laganna. 16.5.2012 19:15 Snjóflóð í Glerárdal Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um snjóflóð í suðurhlóðum Kerlingar í Glerárdal fyrr í dag. Tveir vélsleðamenn lentu í flóðinu og var óljóst um afdrif þeirra. Voru þá þegar ræstar út björgunarsveitir Landsbjargar á svæðinu og undirbúningur aðgerða hafin. 16.5.2012 19:04 Rof á trúnaðarsambandi Lögmaður kvenna sem ætla í mál við Jens Kjartansson lýtalækni segir það rof á trúnaðarsambandi sínu við umbjóðendur, að henni sé gert að afhenda skattrannsóknastjóra nöfn og kennitölur kvennanna. Hún ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar. 16.5.2012 19:00 MMR: Sama niðurstaða og ef úrtakið er teygt upp í aldri "Það virðist vera þannig, og er þannig, að fólk yfir 68 ára kýs mjög líkt þeim sem yngri eru," segir Ólafur Þór Gylfason, framkvæmdastjóri MMR. Á Vísi fyrr í dag var sagt að kerfisbundin skekkja væri í nýrri forsetakönnun MMR þar sem fólk eldra en 67 ára var ekki tekið með í úrtakið. Lektor í við stjórnmálafræðideild sagði að úrtakið myndi ekki endurspegla þýðið, það er að segja alla kjósendur á Íslandi. 16.5.2012 18:36 Hæstiréttur staðfestir nauðgunardóm Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir nauðgun í september á síðasta ári. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa veist að konu á Austurvelli í Reykjavík er hún hafði þvaglát og stungið tveimur fingrum í endaþarm hennar. 16.5.2012 18:02 Skekkja í forsetakönnun - kjósendur eldri en 67 ára ekki með "Þetta er kerfisbundin skekkja, ég hefði haldið að aldursmarkið þyrfti að vera hærra," segir Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í nýlegri könnun sem MMR framkvæmdi á dögunum um fylgi við forsetaframbjóðendur var úrtakið einungis fólk á aldrinum 18 ára til 67 ára. 16.5.2012 17:04 Fingralangir nammigrísir handteknir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo nammigrísi en þeir stálu sælgæti úr verslun í miðborginni. 16.5.2012 17:00 Listaverk í snjónum á Seyðisfirði Þrátt fyrir að langt sé komið fram í maí snjóaði á Seyðisfirði í gær. Fréttastofu barst þessi skemmtilega mynd, sem sjá má hér til hliðar, sem listamaður við bryggjuna á Seyðisfirði gerði í snjónum í gær. Myndina tók Guðmundur Bjarnason. 16.5.2012 15:44 Á 60 kílómetra hraða í 30-götu Brot 89 ökumanna voru mynduð á Digranesvegi í Kópavogi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Digranesveg í austurátt, gegnt MK. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 167 ökutæki þessa akstursleið og því ók meirihluti ökumanna, eða 53%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 44 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Ellefu óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 61. 16.5.2012 15:24 Yfir 10 stiga hiti víða um land um helgina - líka rigning Það fer að hlýna svo vorið er að koma, segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Á morgun, uppstigningardag, er spáð slyddu eða snjókomu fyrir norðan en skýjað verður hér í bænum. 16.5.2012 15:22 Michael Caine læstist inni í búningsherbergi í heila nótt Stórleikarinn Michael Caine lenti í því óláni á dögunum að læsast inni í búningsherbergi sínu. Caine var við tökur á kvikmynd í New Orleans í Bandaríkjunum og hafði honum verið úthlutað herbergi á hálofti gamals leikhúss sem löngu er hætt að nota. 16.5.2012 15:18 List án landamæra fékk mannréttindaverðlaunin Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, afhenti fulltrúum Listahátíðarinnar List án landamæra mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar. 16.5.2012 15:06 Líkur aukast á brotthvarfi - fréttaskýring Undanfarna daga og vikur hafa bæði evrópskir stjórnmálaleiðtogar og evrópskir bankar verið að kortlegga afleiðingar þess, að Grikkland segði skilið við evruna, og hvaða skref þyrfti að taka bæði í aðdraganda og eftirleik útgöngu Grikkja. 16.5.2012 15:00 Kosið í Grikklandi 17. júní Þingkosningar í Grikklandi verða endurteknar þann 17. júní næstkomandi. Þetta var ákveðið á neyðarfundi sem forseti landsins boðaði til í dag með leiðtorgum stjórnmálaflokka landsins. Stjórnmálaflokkar sem eru andvígir niðurskurðaráætlun Evrópusambandsins hlutu meirihluta í þingkosningunum þann 6. maí síðastliðinn en þeim hefur hins vegar ekki tekist að mynda stjórn síðan þá. Því hefur verið ákveðið að ganga aftur til kosninga um miðjan júní. 16.5.2012 14:32 Frestur til að skila athugasemdum í Icesave-málinu rann út í gær Í gær rann út frestur til að skila skriflegum athugasemdum í Icesave-málinu. Fjögur ríki skiluðu athugasemdum til EFTA-dómstólsins, en það eru Bretland, Holland, Liechtenstein og Noregur. 16.5.2012 14:13 Blátt áfram lyklakippurnar geta verið hættulegar börnum Bláu hjartalöguðu lyklakippurnar sem seldar voru í landsöfnunni Blátt áfram í byrjun mánaðarins geta verið hættulegar ungum börnum. Auðvelt er að taka kippurnar í sundur og getur það skapað hættu fyrir börn á aldrinum 0 til 3 ára þar sem hún inniheldur smáhluti svo sem lítil batterí og ljós. Þetta kemur í tilkyningu frá Blátt áfram. 16.5.2012 14:01 Segir netárásir á lítið varin fyrirtæki ógnvænlega þróun Mörg dæmi eru um netárásir á fyrirtæki á síðustu tveimur árum, árásir sem voru mögulegar vegna þess að fyrirtækin stóðu ekki nægilega vel að öryggismálum, segir Csaba Barta, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte í Þýskalandi. 16.5.2012 14:00 Handtekinn með hálft kíló af maríjúana og hálfa milljón Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann hálft kíló af marijúana við húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gær. Að sögn lögreglu var á sama stað einnig lagt halt á um 500 þúsund krónur en það er mat lögreglu að peningarnir hafi verið tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í vegna málsins sem er í rannsókn. 16.5.2012 12:43 Besta tillagan að stofnun Vigdísar verðlaunuð í dag Verðlaun verða afhent í hönnunarsamkeppni um byggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands í dag klukkan þrjú. Athöfnin verður á Háskólatorgi. Byggingin, sem verður þrjú þúsund fermetrar, mun rísa við Suðurgötu næst gömlu Loftskeytastöðinni að því er fram kemur í tilkynningu frá Háskóla Íslands. 16.5.2012 12:30 Villti ökumaðurinn var próflaus Björgunarsveitarmenn frá Kópaskeri og síðan Mývatni eyddu miklum tíma og fyrirhöfn í nótt við að leita að ramvilltum íslenskum ferðamanni, sem fannst loks í föstum bíl sínum á lokuðum hálendisvegi í morgun. Hann reyndist vera próflaus. 16.5.2012 12:15 Skylt að afhenda gögnin Lögmanni tuga kvenna sem ætla í mál við Jens Kjartansson lýtalækni, er skylt að afhenda skattrannsóknastjóra nöfn kvennanna. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá í morgun. 16.5.2012 12:15 Gras í Garðabæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Garðabæ um miðjan dag í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald nokkra tugi kannabisplantna auk lítilræðis af öðrum fíkniefnum. Ræktunin var vel falin í kjallara hússins í rými sem var sérstaklega útbúið fyrir þessa starfsemi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 16.5.2012 11:55 Kattafár í Svarfaðardal veldur lambadauða "Þetta er auðvitað gríðarlegt tjón fyrir mig sem að öllum líkindum fæst ekki bætt," segir Sigurður Bjarni Sigurðsson, bóndi á bænum Brautarhóli í Svarfaðardal. Á annað hundrað lömb hafa drepist eða fæðst andvana á bænum á síðustu mánuðum vegna einfrumungar sem borist hefur í fóður frá villiköttum sem leika lausum hala í sveitinni. Dýralæknir segir að fleiri bændur á svæðinu hafi lent í því sama. 16.5.2012 10:55 Danskur prestur neitaði að jarða lesbíu Prestur í Álaborg í Danmörku neitaði að jarða konu sem lést dögunum á þeim grundvelli að konan var samkynhneigð. 16.5.2012 09:23 14 ára með fíkniefni Lögreglan hafði afskipti af nokkrum mönnum í borginni í gær í tengslum við fíkniefnaeftirlit hennar. Lagt var hald á bæði amfetamín og marijúana en sá yngsti sem kom við sögu í þessum málum er aðeins 14 ára, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 16.5.2012 11:35 Réttað yfir Mladic Aðalmeðferð hefst í dag yfir Ratko Mladic sem stýrði herjum Serba í Bosníustríðinu á tíunda áratugi síðustu aldar. Réttarhöldin fara fram í Haag hjá alþjóðaglæpadómstólnum en Mladic er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. 16.5.2012 10:38 Reyna að mynda bráðabirgðastjórn Forseti Grikklands hefur boðað stjórnmálaleiðtoga landsins á sinn fund í dag þar sem stendur til að mynda bráðabirgðastjórn uns hægt verður að ganga til kosninga að nýju í landinu í næsta mánuði. Hvorki hefur gengið né rekið við myndun ríkisstjórnar eftir þingkosningarnar á dögunum og því þurfa Grikkir að ganga aftur að kjörborðinu. Ráðamenn í Evrópusambandinu óttast að flokkarnir sem voru andsnúnir björgunarpakka sambandsins til handa Grikkjum bæti enn meira fylgi við sig í kosningunum sem framundan eru. Það myndi væntanlega leiða til þess að Grikkir hætti í evrusamstarfinu. 16.5.2012 10:34 Situr í varðhaldi og vill milljón frá ríkinu Einar ‚Boom‘ Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi íslenskra Vítisengla, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu og krefur það um eina milljón króna í miskabætur vegna símhlerunar lögreglu árið 2009. Einar er í fimm manna hópi sem hefur verið ákærður fyrir hrottalega líkamsárás og nauðgun og hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. 16.5.2012 10:30 Eftirlýstur í tólf ár í Kosta Ríka Paul Watson, hinn umdeildi stofnandi Sea Shepherd samtakanna sem berjast gegn hvalveiðum, hefur verið handtekinn í Þýskalandi. Svo gæti farið að hann verði framseldur til Kosta Ríka en þar hefur hann verið eftirlýstur frá 2002 þegar samtökin stöðvuðu ólöglegar hákarlaveiðar. Hann gæti átt yfir höfði sér kæru fyrir morðtilraun. 16.5.2012 10:00 Engar konur á Cannes Kvikmyndahátíðin fræga í Cannes í Frakklandi hefst í dag en hátíðin í ár hefur verið gagnrýnd fyrir skort á myndum eftir konur. Opnunarmynd hátíðarinnar að þessu sinni er Monnrise Kingdom eftir bandaríska leikstjórann Wes Anderson og með stórleikarann Bill Murrey í aðalhlutverki. 16.5.2012 09:19 Kvótinn að klárast í strandveiðunum Strandveiðibátar á svæði A, eða frá Snæfellsnesi inn í Ísafjarðardjúp eru búnir með maíkvóta sinn og mega ekki róa aftur fyrr en um mánaðamótinn, þegar júníkvótinn kemur til skiptanna. 16.5.2012 09:13 Sjá næstu 50 fréttir
Sameinast þarf um afnámsáætlun hafta Stjórnmálaflokkarnir auk aðila vinnumarkaðarins verða að ná breiðri samstöðu um afnám gjaldeyrishafta. Eftir þessu kölluðu bæði Árni Páll Árnason og Ólöf Nordal, þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, á fundi Samtaka atvinnulífsins um afnám hafta undir yfirskriftinni Brýnasta hagsmunamál Íslendinga, á Hilton Reykjavik Nordica í gær. 17.5.2012 08:30
Mýrarnar álitlegar til að reisa vindorkuver Vinnuhópur í Borgarfirði segir þróun í verði orkugjafa og í umhverfismálum fullt tilefni til að kanna nýtingu vindorku. Þrír staðir í Borgarbyggð eru sagðir koma til greina. Landsvirkjun segir Suðurland þó álitlegast fyrir vindorkuver. 17.5.2012 08:00
Laupur stöðvar skólabjölluna Það er ekki lengur hringt inn úr frímínútum með rafknúinni bjöllu í Austurbæjarskóla. Bjallan var aftengd þegar í ljós kom laupur, sem er hreiður hrafns, nálægt henni yfir aðalinnganginum. 17.5.2012 07:00
Ísland mátti ekki verða stjórnlaust Ólafur Ragnar Grímsson taldi sér skylt að hugleiða hvernig hægt yrði að tryggja að landið yrði ekki stjórnlaust á hættutímum í kringum stjórnarslitin í janúar 2009 með því að huga að myndun utanþingsstjórnar. 17.5.2012 06:30
Enginn annar seðlabanki safnar viðlíka upplýsingum Persónuvernd segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um gjaldeyrismál ekki samrýmast sjónarmiðum um einkalífsrétt í lýðræðisríki. Óbreytt eykur frumvarpið mjög heimildir Seðlabankans til upplýsingasöfnunar. 17.5.2012 05:30
Hafnar ávirðingum ráðuneytisins alfarið Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, hafnar gagnrýni sjávarútvegsráðuneytisins á útreikninga um áhrif kvótafrumvarpa. Hann segir orð ráðuneytisins um fjárfestingar í óskyldum rekstri „bábilju“ og „orðaleppa“ með ólíkindum. 17.5.2012 05:30
Aðeins Hollendingar og Bretar styðja ESA EFTA-réttinum bárust aðeins fjórar athugasemdir frá EES-ríkjum. Bretar og Hollendingar styðja ESA, en Noregur og Liechtenstein styðja sjónarmið Íslands. Utanríkisráðherra telur málflutning Íslands hafa skilað sér til annarra EES-ríkja. 17.5.2012 05:00
Ásmundur: "Hreinlega skil ekki hvað gerðist" Ásmundur Friðriksson, sem rekinn var úr stóli bæjarstjóra í Garði í kvöld, segir að uppsögn sín hafi ekkert að gera með hótanir sem bárust Kolfinnu Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa í Garði. Kolfinna sleit meirihlutasamstarfi D-listans og gekk til liðs við N-listann um síðustu helgi. Stuttu eftir það var Kolfinnu hótað líkamsmeiðingum 16.5.2012 23:21
"Ástsjúk" stúlka lést úr berklum Réttarrannsókn í Bretlandi hefur leitt í ljós að læknar hinnar fimmtán ára gömlu Alinu Sarag töldu hana vera ástsjúka. Alina lést úr berklum og nú krefjast foreldrar hennar réttlætis. 16.5.2012 22:19
Miðar á Landsmót hestamanna rjúka út Met var slegið í forsölu vegna Landsmóts Hestamanna sem haldið verður í Reykjavík í sumar. Haraldur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir að Landsmótið sé ekki aðeins hátíð hestafólks heldur einnig mannlífsviðburður. 16.5.2012 21:45
Bæjarstjóri í Garði rekinn Ásmundur Friðriksson hefur formlega verið rekinn úr starfi bæjarstjóra í Garði. Aukafundi bæjarstjórnar er nýlokið en uppsögn bæjarstjórans var samþykkt þar. 16.5.2012 21:44
Nýdönsk fagnar 25 ára afmæli í Eldborg Hjómsveitin Nýdönsk heldur upp á 25 ára starfsafmæli sitt á þessu ári. Af því tilefni mun hljómsveitin standa fyrir afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu, 22. september, og í Hofi á Akureyri viku síðar. 16.5.2012 21:15
Tunnusláttur á Austurvelli Hópur fólks slær nú tunnur og ljósastaura fyrir utan Alþingi á Austurvelli en þau mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda vegna skuldavanda heimila í landinu. 16.5.2012 20:45
"Takmarkanir skapa auðlindina" Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann ræddi þar um hugtökin þjóðareign og auðlind og síbreytilegt eðli þeirra. 16.5.2012 20:13
Mismunurinn dygði fyrir Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum Landsvirkjun segir ríkisstjórnina hafa sniðgengið arðsemi og hagkvæmni við gerð rammaáætlunar. Sparnaður sem næðist með því að leyfa hagkvæmustu virkjunina dygði fyrir bæði Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum. Við sögðum í gær frá andmælum Landsvirkjunar gegn því að Norðlingaölduveita fari í verndarflokk en fyrirtækið segir í greinargerð að hagkvæmni og arðsemi séu sniðgengin við flokkun virkjunarkosta og það sé í andstöðu við markmið laganna. 16.5.2012 19:15
Snjóflóð í Glerárdal Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um snjóflóð í suðurhlóðum Kerlingar í Glerárdal fyrr í dag. Tveir vélsleðamenn lentu í flóðinu og var óljóst um afdrif þeirra. Voru þá þegar ræstar út björgunarsveitir Landsbjargar á svæðinu og undirbúningur aðgerða hafin. 16.5.2012 19:04
Rof á trúnaðarsambandi Lögmaður kvenna sem ætla í mál við Jens Kjartansson lýtalækni segir það rof á trúnaðarsambandi sínu við umbjóðendur, að henni sé gert að afhenda skattrannsóknastjóra nöfn og kennitölur kvennanna. Hún ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar. 16.5.2012 19:00
MMR: Sama niðurstaða og ef úrtakið er teygt upp í aldri "Það virðist vera þannig, og er þannig, að fólk yfir 68 ára kýs mjög líkt þeim sem yngri eru," segir Ólafur Þór Gylfason, framkvæmdastjóri MMR. Á Vísi fyrr í dag var sagt að kerfisbundin skekkja væri í nýrri forsetakönnun MMR þar sem fólk eldra en 67 ára var ekki tekið með í úrtakið. Lektor í við stjórnmálafræðideild sagði að úrtakið myndi ekki endurspegla þýðið, það er að segja alla kjósendur á Íslandi. 16.5.2012 18:36
Hæstiréttur staðfestir nauðgunardóm Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir nauðgun í september á síðasta ári. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa veist að konu á Austurvelli í Reykjavík er hún hafði þvaglát og stungið tveimur fingrum í endaþarm hennar. 16.5.2012 18:02
Skekkja í forsetakönnun - kjósendur eldri en 67 ára ekki með "Þetta er kerfisbundin skekkja, ég hefði haldið að aldursmarkið þyrfti að vera hærra," segir Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í nýlegri könnun sem MMR framkvæmdi á dögunum um fylgi við forsetaframbjóðendur var úrtakið einungis fólk á aldrinum 18 ára til 67 ára. 16.5.2012 17:04
Fingralangir nammigrísir handteknir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo nammigrísi en þeir stálu sælgæti úr verslun í miðborginni. 16.5.2012 17:00
Listaverk í snjónum á Seyðisfirði Þrátt fyrir að langt sé komið fram í maí snjóaði á Seyðisfirði í gær. Fréttastofu barst þessi skemmtilega mynd, sem sjá má hér til hliðar, sem listamaður við bryggjuna á Seyðisfirði gerði í snjónum í gær. Myndina tók Guðmundur Bjarnason. 16.5.2012 15:44
Á 60 kílómetra hraða í 30-götu Brot 89 ökumanna voru mynduð á Digranesvegi í Kópavogi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Digranesveg í austurátt, gegnt MK. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 167 ökutæki þessa akstursleið og því ók meirihluti ökumanna, eða 53%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 44 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Ellefu óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 61. 16.5.2012 15:24
Yfir 10 stiga hiti víða um land um helgina - líka rigning Það fer að hlýna svo vorið er að koma, segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Á morgun, uppstigningardag, er spáð slyddu eða snjókomu fyrir norðan en skýjað verður hér í bænum. 16.5.2012 15:22
Michael Caine læstist inni í búningsherbergi í heila nótt Stórleikarinn Michael Caine lenti í því óláni á dögunum að læsast inni í búningsherbergi sínu. Caine var við tökur á kvikmynd í New Orleans í Bandaríkjunum og hafði honum verið úthlutað herbergi á hálofti gamals leikhúss sem löngu er hætt að nota. 16.5.2012 15:18
List án landamæra fékk mannréttindaverðlaunin Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, afhenti fulltrúum Listahátíðarinnar List án landamæra mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar. 16.5.2012 15:06
Líkur aukast á brotthvarfi - fréttaskýring Undanfarna daga og vikur hafa bæði evrópskir stjórnmálaleiðtogar og evrópskir bankar verið að kortlegga afleiðingar þess, að Grikkland segði skilið við evruna, og hvaða skref þyrfti að taka bæði í aðdraganda og eftirleik útgöngu Grikkja. 16.5.2012 15:00
Kosið í Grikklandi 17. júní Þingkosningar í Grikklandi verða endurteknar þann 17. júní næstkomandi. Þetta var ákveðið á neyðarfundi sem forseti landsins boðaði til í dag með leiðtorgum stjórnmálaflokka landsins. Stjórnmálaflokkar sem eru andvígir niðurskurðaráætlun Evrópusambandsins hlutu meirihluta í þingkosningunum þann 6. maí síðastliðinn en þeim hefur hins vegar ekki tekist að mynda stjórn síðan þá. Því hefur verið ákveðið að ganga aftur til kosninga um miðjan júní. 16.5.2012 14:32
Frestur til að skila athugasemdum í Icesave-málinu rann út í gær Í gær rann út frestur til að skila skriflegum athugasemdum í Icesave-málinu. Fjögur ríki skiluðu athugasemdum til EFTA-dómstólsins, en það eru Bretland, Holland, Liechtenstein og Noregur. 16.5.2012 14:13
Blátt áfram lyklakippurnar geta verið hættulegar börnum Bláu hjartalöguðu lyklakippurnar sem seldar voru í landsöfnunni Blátt áfram í byrjun mánaðarins geta verið hættulegar ungum börnum. Auðvelt er að taka kippurnar í sundur og getur það skapað hættu fyrir börn á aldrinum 0 til 3 ára þar sem hún inniheldur smáhluti svo sem lítil batterí og ljós. Þetta kemur í tilkyningu frá Blátt áfram. 16.5.2012 14:01
Segir netárásir á lítið varin fyrirtæki ógnvænlega þróun Mörg dæmi eru um netárásir á fyrirtæki á síðustu tveimur árum, árásir sem voru mögulegar vegna þess að fyrirtækin stóðu ekki nægilega vel að öryggismálum, segir Csaba Barta, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte í Þýskalandi. 16.5.2012 14:00
Handtekinn með hálft kíló af maríjúana og hálfa milljón Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann hálft kíló af marijúana við húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gær. Að sögn lögreglu var á sama stað einnig lagt halt á um 500 þúsund krónur en það er mat lögreglu að peningarnir hafi verið tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í vegna málsins sem er í rannsókn. 16.5.2012 12:43
Besta tillagan að stofnun Vigdísar verðlaunuð í dag Verðlaun verða afhent í hönnunarsamkeppni um byggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands í dag klukkan þrjú. Athöfnin verður á Háskólatorgi. Byggingin, sem verður þrjú þúsund fermetrar, mun rísa við Suðurgötu næst gömlu Loftskeytastöðinni að því er fram kemur í tilkynningu frá Háskóla Íslands. 16.5.2012 12:30
Villti ökumaðurinn var próflaus Björgunarsveitarmenn frá Kópaskeri og síðan Mývatni eyddu miklum tíma og fyrirhöfn í nótt við að leita að ramvilltum íslenskum ferðamanni, sem fannst loks í föstum bíl sínum á lokuðum hálendisvegi í morgun. Hann reyndist vera próflaus. 16.5.2012 12:15
Skylt að afhenda gögnin Lögmanni tuga kvenna sem ætla í mál við Jens Kjartansson lýtalækni, er skylt að afhenda skattrannsóknastjóra nöfn kvennanna. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá í morgun. 16.5.2012 12:15
Gras í Garðabæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Garðabæ um miðjan dag í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald nokkra tugi kannabisplantna auk lítilræðis af öðrum fíkniefnum. Ræktunin var vel falin í kjallara hússins í rými sem var sérstaklega útbúið fyrir þessa starfsemi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 16.5.2012 11:55
Kattafár í Svarfaðardal veldur lambadauða "Þetta er auðvitað gríðarlegt tjón fyrir mig sem að öllum líkindum fæst ekki bætt," segir Sigurður Bjarni Sigurðsson, bóndi á bænum Brautarhóli í Svarfaðardal. Á annað hundrað lömb hafa drepist eða fæðst andvana á bænum á síðustu mánuðum vegna einfrumungar sem borist hefur í fóður frá villiköttum sem leika lausum hala í sveitinni. Dýralæknir segir að fleiri bændur á svæðinu hafi lent í því sama. 16.5.2012 10:55
Danskur prestur neitaði að jarða lesbíu Prestur í Álaborg í Danmörku neitaði að jarða konu sem lést dögunum á þeim grundvelli að konan var samkynhneigð. 16.5.2012 09:23
14 ára með fíkniefni Lögreglan hafði afskipti af nokkrum mönnum í borginni í gær í tengslum við fíkniefnaeftirlit hennar. Lagt var hald á bæði amfetamín og marijúana en sá yngsti sem kom við sögu í þessum málum er aðeins 14 ára, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 16.5.2012 11:35
Réttað yfir Mladic Aðalmeðferð hefst í dag yfir Ratko Mladic sem stýrði herjum Serba í Bosníustríðinu á tíunda áratugi síðustu aldar. Réttarhöldin fara fram í Haag hjá alþjóðaglæpadómstólnum en Mladic er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. 16.5.2012 10:38
Reyna að mynda bráðabirgðastjórn Forseti Grikklands hefur boðað stjórnmálaleiðtoga landsins á sinn fund í dag þar sem stendur til að mynda bráðabirgðastjórn uns hægt verður að ganga til kosninga að nýju í landinu í næsta mánuði. Hvorki hefur gengið né rekið við myndun ríkisstjórnar eftir þingkosningarnar á dögunum og því þurfa Grikkir að ganga aftur að kjörborðinu. Ráðamenn í Evrópusambandinu óttast að flokkarnir sem voru andsnúnir björgunarpakka sambandsins til handa Grikkjum bæti enn meira fylgi við sig í kosningunum sem framundan eru. Það myndi væntanlega leiða til þess að Grikkir hætti í evrusamstarfinu. 16.5.2012 10:34
Situr í varðhaldi og vill milljón frá ríkinu Einar ‚Boom‘ Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi íslenskra Vítisengla, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu og krefur það um eina milljón króna í miskabætur vegna símhlerunar lögreglu árið 2009. Einar er í fimm manna hópi sem hefur verið ákærður fyrir hrottalega líkamsárás og nauðgun og hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. 16.5.2012 10:30
Eftirlýstur í tólf ár í Kosta Ríka Paul Watson, hinn umdeildi stofnandi Sea Shepherd samtakanna sem berjast gegn hvalveiðum, hefur verið handtekinn í Þýskalandi. Svo gæti farið að hann verði framseldur til Kosta Ríka en þar hefur hann verið eftirlýstur frá 2002 þegar samtökin stöðvuðu ólöglegar hákarlaveiðar. Hann gæti átt yfir höfði sér kæru fyrir morðtilraun. 16.5.2012 10:00
Engar konur á Cannes Kvikmyndahátíðin fræga í Cannes í Frakklandi hefst í dag en hátíðin í ár hefur verið gagnrýnd fyrir skort á myndum eftir konur. Opnunarmynd hátíðarinnar að þessu sinni er Monnrise Kingdom eftir bandaríska leikstjórann Wes Anderson og með stórleikarann Bill Murrey í aðalhlutverki. 16.5.2012 09:19
Kvótinn að klárast í strandveiðunum Strandveiðibátar á svæði A, eða frá Snæfellsnesi inn í Ísafjarðardjúp eru búnir með maíkvóta sinn og mega ekki róa aftur fyrr en um mánaðamótinn, þegar júníkvótinn kemur til skiptanna. 16.5.2012 09:13