Erlent

Réttað yfir Mladic

Mynd/AFP
Aðalmeðferð hefst í dag yfir Ratko Mladic sem stýrði herjum Serba í Bosníustríðinu á tíunda áratugi síðustu aldar. Réttarhöldin fara fram í Haag hjá alþjóðaglæpadómstólnum en Mladic er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu.

Ákæran er í ellefu liðum en hershöfðinginn, sem nálgast nú sjötugt, er sagður hafa skipulagt fjöldamorð á rúmlega sjö þúsund múslimskum mönnum og drengjum í borginni Srebrenica árið 1995. Mladic, sem fór huldu höfði í fimmtán ár áður en hann náðist, hafnar ákærunum og lýsir yfir sakleysi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×