Fleiri fréttir Svörtu kassarnir fundnir Björgunarlið í Indónesíu hefur fundið svörtu kassana úr rússnesku Sukhoi þotunni sem hrapaði í landinu á dögunum með þeim afleiðingum að allir um borð, fimmtíu talsins, fórust. Vélin, sem var af nýrri tegund farþegavéla sem Rússar voru að reyna að selja Indónesum, hrapaði í hlíðum eldfjalls tæpri klukkustund eftir að hafa lagt af stað í kynningarflug frá höfuðborginni Jakarta. Vonast er til að kassarnir geti varpað ljósi á hvað varð til þess að vélin hrapaði en rannsókn á kössunum ætti að taka tvær til þrjár vikur. 16.5.2012 08:08 180 kindum fargað vegna vanfóðrunar Þrír sauðfjárbændur hafa verið kærðir til lögreglu í vetur vegna brota á lögum um dýravelferð. Tvö önnur mál bíða sömu meðferðar. Farga hefur þurft sauðfé af fimm sauðfjárbúum vegna vanfóðrunar. Undirliggjandi félagslegur vandi eigendanna reynist vera ástæða vanrækslunnar í verstu málunum. 16.5.2012 08:00 Björgunarsveitir aðstoða fasta ferðamenn Björgunarsveitarmenn frá Kirkjubæjarklaustri voru kallaðir út í gærkvöldi til að aðstoða erlenda ferðamenn sem sátu fastir í bíl sínum við Lakagíga. Leiðangurinn gekk vel og sama er að segja um leiðangur björgunarsveitarmanna úr Borgarfirði, sem fóru í gærkvöldi að aðstoða erlenda ferðamenn í föstum bíl á Hraunhreppsvegi. 16.5.2012 07:19 Búist við stýrivaxtahækkun í dag Búist er við því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynni um stýrivaxtahækkun í dag. Verðbólga það sem af er ári hefur reynst meiri en spár bankans sögðu til um þrátt fyrir að bankinn hafi tvisvar hækkað vexti síðasta hálfa árið. 16.5.2012 07:00 Heimaey sigldi í höfn í Vestmannaeyjum í gær Heimaey VE 1, glæsilegt uppsjávarveiðiskip Ísfélagsins í Vestmanneyjum, kom til heimahafnar í gær. Skipið hefur verið í smíðum í fimm ár, en smíði þess tafðist vegna náttúruhamfara í smíðalandinu Síle. Fjölmenni safnaðist saman í Friðarhöfn í Eyjum til að taka á móti hinu glæsilega skipi og áhöfn þess en það var Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins, sem tók á móti landfestum þegar til hafnar var komið. 16.5.2012 05:30 Fólkið frætt í matjurtagarði Grasagarðurinn í Laugardal býður nú í maí áhugafólki um matjurtarækt að líta við og fræðast um sáningu, útplöntun og umhirðu matjurta. Þar er að mestu búið að stinga upp og jarðvegsbæta garðinn eftir því sem þörf krefur. 16.5.2012 05:00 Ríkiskaup semja um flugferðir Ríkiskaup hafa gert nýjan samning við Flugfélag Íslands um afsláttarkjör á flugsætum innanlands. Allar opinberar stofnanir munu njóta að lágmarki 20 prósenta afsláttar af fullu verði sé greitt með svokölluðu Flugkorti Flugfélags Íslands. Þær stofnanir sem ekki eru með Flugkort þurfa að sækja um slíkt. 16.5.2012 04:15 Útlendingastofnun fái fjármagn Innanríkisráðuneytið leggur til að fjárframlög til Útlendingastofnunar verði aukin svo hægt verði að flýta málsmeðferð hælisleitenda hér á landi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. 16.5.2012 04:00 Tvöfalt fleiri stunda vændi Fjöldi erlendra vændiskvenna í Kaupmannahöfn tvöfaldaðist frá 2009 til 2011. þetta er mat lögreglunnar og hjálparsamtakanna Reden International, að því er metroXpress greinir frá. Flestar konurnar eru frá Rúmeníu og Nígeríu og er talið að flestar þeirra hafi verið blekktar til vændis. 16.5.2012 04:00 Sprengdu búðir sjóræningjanna Þyrlusveitir undir merkjum Evrópusambandsins gerðu árás á bækistöðvar sjóræningja í Sómalíu í gær og eyðilögðu meðal annars birgðageymslu. 16.5.2012 03:00 Hélt strax á fund við Merkel Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að François Hollande tók við forsetaembættinu í Frakklandi hélt hann til Þýskalands á fund við Angelu Merkel kanslara. 16.5.2012 02:00 Fjórtán teknir fyrir slagsmál Fjórtán félagar í dönskum vélhjólaklíkunum voru í gær dæmdir í fangelsi fyrir hópslagsmál í Esbjerg í fyrra. Mennirnir eru annars vegar meðlimir Bandidos og stuðningshópsins Guardias Diablos og hins vegar í AK81, sem er stuðningshópur Vítisengla. Meðal hinna dæmdu er foringi Bandidos í Esbjerg og dómarnir eru frá fjórum upp í fjórtán mánuði. 16.5.2012 01:00 Brooks vísar ákærum á bug Rebekah Brooks, fyrrverandi framkvæmdastjóri vikublaðsins News of the World, hefur verið ákærð fyrir að hafa reynt að halda leyndum upplýsingum um símhleranir, sem stundaðar voru af blaðamönnum blaðsins. 16.5.2012 00:00 Kódak var með kjarnakljúf í New York Bandaríska fyrirtækið Eastman Kódak starfrækti á sínum tíma lítinn kjarnakljúf í miðri New York borg. Um 1.6 kíló af auðguðu úrani var notað til að knýja ofninn en hann er á stærð við ísskáp. 15.5.2012 23:30 Brynjar Níelsson: Heimild til þess að refsa piltunum, annað er þvæla "Ég er ósáttur við að það sé ráðist að dómnum og verjandanum og þeir séu sakaðir um að brjóta reglur, en allt saman er þetta rangt,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Brynjar Níelsson sem er jafnframt formaður Lögmannafélags Íslands, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag, en þar gagnrýndi hann umræðuna um tvo flóttamenn sem hingað komu til lands og voru dæmdir í 30 daga fangelsi fyrir skjalafals í Héraðsdómi Reykjaness. 15.5.2012 21:30 Iðnaðarráðherra óskar eftir íbúðaskiptum Hótelkostnaður Íslendinga, sem eru staddir erlendis, hækkaði snarlega eftir hrunið með tilheyrandi gengisfellingu krónunnar. Það gerði það að verkum að útsjónarsamir Íslendingar hafa stundum óskað eftir íbúðaskiptum erlendis í sumarfríinu. Fjölmargar netsíður bjóða upp á slíka kosti og hefur slíkt verið mjög vinsælt á Norðurlöndunum síðasta áratuginn. 15.5.2012 20:30 Segja enga ógn stafa af pilti sem stakk konu tólf sinnum Samkvæmt áhættumati sem barnaverndaryfirvöld gerðu fyrir lögregluna stafar konu sem stungin var tólf sinnum í lok apríl ekki lengur ógn af árásarmanninum. Móðir konunnar segir að engan hefði getað grunað að drengurinn væri árásargjarn en það hafi samt reynst raunin. 15.5.2012 20:00 Ólafur Ragnar og Þóra hnífjöfn Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir eru næstum jöfn samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR sem kannaði stuðning almennings við forsetaframbjóðendur á tímabilinu 10. til 15. maí. Þannig hefur Þóra misst töluvert forskot sem hún hafði á Ólaf Ragnar samkvæmt fyrri skoðanakönnunum, sem sýndu allt að 10 prósentu mun á milli Þóru og Ólafs Ragnars. 15.5.2012 18:09 Sætta sig ekki vð sérstaka skattlagningu til að greiða niður lánsveð Lífeyrissjóðirnir ætla ekki sætta sig við sérstaka skattlagningu til að hægt sé að greiða niður lánsveð. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að látið verði reyna á lögmæti þeirrar ákvörðunar ef til hennar kemur. 15.5.2012 18:54 Fundu amfetamín og hnífa - meðlimur Outlaws handtekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á amfetamín og hnífa við húsleit í austurborginni í dag. Hún tók einnig í sína vörslu talsvert af íblöndunarefnum og sterum. 15.5.2012 18:11 Stöðvuðu kannabisrækt í miðborginni Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Kannabisræktun var stöðvuð á tveimur stöðum í miðborginni en þar var einnig lagt hald á lítilræði af marijúana og amfetamíni. 15.5.2012 17:25 Refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi ekki lengur fjarlægur möguleiki Evrópuþingið mun í næsta mánuði fjalla um lagareglur sem heimila Evrópusambandinu að beita Ísland viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar. Talsmaður sjávarútvegsstjóra ESB segir að þótt Evrópuþingið samþykki reglurnar sé ekki sjálfgefið að þeim verði beitt. 15.5.2012 17:00 Bað barnunga systur unnustu sinnar að nota kynlífshjálpartæki Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gegn barnungri systur unnustu sinnar. 15.5.2012 16:49 Lést í hlíðum Esjunnar Maðurinn sem varð bráðkvaddur í hlíðum Esjunnar á sunnudaginn hét Kjartan Jónsson. Hann var 59 ára gamall og starfaði sem rafmagnsverkfræðingur hjá Símanum. 15.5.2012 16:11 Vigdís tók við nýju Símaskránni Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, tók í dag við fyrsta eintakinu af nýju Símaskránni úr höndum Magnúsi Geirs Þórðarsonar, núverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins. 15.5.2012 15:43 Ayrault nýr forsætisráðherra Frakklands Francois Hollande, sem sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í dag, hefur útnefnt Jean-Marc Ayrault, borgarstjóra Nantes og þingflokksformann sósíalista, sem næsta forsætisráðherra landsins. 15.5.2012 15:23 Kjartan fer ekki í tónleikaferðalag með Sigur Rós Kjartan Sveinsson, hljómborðs- og gítarleikari Sigur Rósar, fer ekki með hljómsveitinni í tónleikaferðalag um heiminn í sumar. Hann segist þó ekki vera endanlega hættur í Sigur Rós. 15.5.2012 15:03 Grikkir endurtaka þingkosningar Forseti Grikklands, Carolos Papouliasm, hefur boðað fulltrúa stjórnmálaflokka landsins á neyðarfund á morgun til að koma á bráðabirgðastjórn þar til þingkosningar fara fram á ný. 15.5.2012 14:41 Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið í Osló Maður kveikti í sjálfum sér fyrir utan dómshúsið í Osló í morgun þar sem réttarhöldin yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik fara fram. 15.5.2012 13:06 Annþór og Börkur ákærðir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulegar líkamsárásir og ólögmæta nauðung. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Sjö sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins þegar mest lét og hefur þeim nú öllum verið sleppt. Annþór og Börkur eru grunaðir um að tengjast tveimur alvarlegum líkamsárásum sem gerðar voru fyrir nokkrum mánuðum í Hafnarfirði og Mosfellsbæ, skipulagðri glæpastarfsemi, innbrotum og þjófnaði, auk annars. Í byrjun þessa mánaðar úrskurðaðir Hæstiréttur að Annþór og Börkur skyldu afplána eftirstöðvar dóma sem þeir hlutu fyrir nokkrum árum. Annþór fyrir fíkniefnasmygl og Börkur fyrir tilraun til manndráps. 15.5.2012 12:41 Þorgerður Katrín vildi verða forstjóri Hörpu - átök í stjórninni Fjórir umsækjendur um forstjórastöðu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu komu helst til greina, eftir langt og strangt ferli. Það voru auk Halldórs Guðmundssonar, sem tilkynntur var sem forstjóri 3. maí sl., Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórólfur Árnason, verkfræðingur og Hrönn Greipsdóttir, fyrrverandi hótelstýra. 15.5.2012 12:01 Elsti jógakennari veraldar - 93 ára og með nýja mjöðm Hin 93 ára gamla Tao Porchon-Lynch lætur hvorki háan aldur né mjaðmaskiptaaðgerð aftra sér frá því að stunda jóga. Fyrir stuttu var hún skráð í heimsmetabók Guinness fyrir að vera elsti jógakennari veraldar. 15.5.2012 22:30 60 prósent þjóðarinnar notar símaskrána "Það hafa auðvitað orðið miklar tæknibreytingar á síðustu fimm árum en staðreyndin er samt sú að stór hópur notar símaskrána,“ segir Sigríður Margrét Björnsdóttir, forstjóri Já, sem fagnar útgáfu símaskrárinnar í dag. Sigríður var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún útskýrði fyrir þeim félögum að ekki aðeins lifði skráin góðu lífi, heldur notuðu fleiri bókina árið 2011 en árið 2010. 15.5.2012 21:00 Slátrarinn frá Bosníu fyrir dóm á morgun Stríðsglæpadómstóll Sameinu Þjóðanna í Haag kemur saman á morgun til að fjalla um mál Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmanns herliðs Bosníu-Serba. 15.5.2012 12:48 Fullur og fáklæddur undir stýri Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af ökumanni sem grunaður var um ölvunarakstur. Maðurinn, sem er á fertugsaldri reyndist vera mjög ölvaður og að auki harla klæðlítill undir stýri. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar var hann látinn sofa úr sér þar til tekin var af honum skýrsla. Þá kom akandi á lögreglustöð annar karlmaður, sem taldi sig eiga þangað erindi. Af honum lagði megna áfengislykt og var hann handtekinn, grunaður um ölvun við akstur. 15.5.2012 12:24 Helmingur þeirra sem létust 17 ára og yngri Helmingur þeirra sem létu lífið í umferðinni á síðasta ári voru 17 ára og yngri, fjórir sautján ára ökumenn og tvær fótgangandi stúlkur. Þetta kemur fram í nýrri nýrri slysaskýrslu Umferðarstofu. 15.5.2012 12:22 Hells Angels stofnuðu góðgerðarsamtök til að halda utan um "varnarsjóð“ Hells Angels á Íslandi hafa um nokkurt skeið stefnt að því að opna húðflúrstofu á undir merkjum House of Pain en það er alþjóðleg keðja á vegum Hells Angels. Í skýrslu starfshóps lögreglunnar um starfsemi Hells Angels hér á landi segir að þar hafi líka staðið til að selja ýmsan varning og fatnað til stuðnings samtökunum en lögregla telur að sala slíks varnings sé hugsuð til að byggja upp svokallaðan "varnarsjóð“. 15.5.2012 11:41 Herdís búin að safna undirskriftum "Þetta gekk bara fljúgandi vel,“ segir Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi, sem hefur nú lokið að safna meðmælendum fyrir forsetakosningarnar 30. júní næstkomandi. Söfnunin um allt land gekk mjög vel að sögn Herdísar. Á vefsíðu sinni þakkar hún þeim sem stóðu að söfnuninni sem og þeim sem tilbúnir voru að mæla með framboðinu. 15.5.2012 10:59 Braut gegn 4 ára systurdóttur sinni - situr þrjá mánuði í fangelsi Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðbundna, fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára systurdóttur sinni. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa í tölvu sinni tæplega þrjú þúsund myndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. 15.5.2012 10:12 Vítisenglar safna upplýsingum um lögreglumenn Lögregluyfirvöld, bæði hér á Íslandi og erlendis, hafa orðið þess áskynja að meðlimir vélhjólasamtakanna Vítisengla safni upplýsingum um lögreglu og starfsmenn hennar. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögreglan vann um starfsemi Vítisengla og Vísir hefur undir höndum. 15.5.2012 08:00 Björn Ingi verður aftur ritstjóri Pressunnar Steingrímur Sævarr Ólafsson hefur sagt upp störfum sem ritstjóri Pressunnar. Við starfinu tekur Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður og útgefandi Vefpressunnar, og jafnframt aðaleigandi fyrirtækisins ásamt Arnari Ægissyni, framkvæmdastjóra. "Þetta leggst bara vel í mig, ég þekki íslenskan fjölmiðlaheim mjög vel og hlakka til að spreyta mig aftur á ritstjórahlutverkinu,“ segir Björn Ingi í frétt á Pressunni. 15.5.2012 11:27 Verkamannaflokkurinn með metfylgi Verkamannaflokkurinn er með fjórtán prósenta forskot á Íhaldsflokkinn í Bretlandi ef marka má nýja könnun The Sun. Könnunin var framkvæmd af YouGov, fyrirtæki sem er virt á þessu sviði en Verkamannaflokkurinn hefur ekki mælst svona vel í heilan áratug. 15.5.2012 11:03 Réðust á bækistöðvar sjóræningja Herskip frá ríkjum Evrópubandalagsins gerðu í nótt árásir á bækistöðvar sjóræningja í Sómalíu. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðist er á sjóræningjana á landi. Í árásunum var bátum ræningjanna, sem bundnir voru við bryggjur, sökkt en bækistöðvarnar eru nálægt hafnarborginni Haradheere. 15.5.2012 11:00 Tóku meintan leigumorðingja af lífi Írönsk yfirvöld tóku af lífi í morgun mann sem dæmdur var fyrir morð á írönskum kjarnorkufræðingi fyrir tveimur árum síðan. Maðurinn, hinn 24 ára Majid Fashi var einnig sakaður um að vera útsendari ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad en hann var sagður hafa fengið 120 þúsund dollara fyrir að fremja morðið. 15.5.2012 10:57 Þrír geimfarar á leið í geimstöðina Rússnesk Soyuz geimflaug hóf sig til lofts í morgun en leið hennar liggur að alþjóðlegu geimstöðunni sem er á braut um jörðu. Þrír geimfarar eru um borð, einn Bandaríkjamaður og tveir Rússar. Þeir munu hitta fyrir í geimstöðinni þrjá kollega sína, Bandaríkjamann, Rússa og Hollending. 15.5.2012 10:45 Sjá næstu 50 fréttir
Svörtu kassarnir fundnir Björgunarlið í Indónesíu hefur fundið svörtu kassana úr rússnesku Sukhoi þotunni sem hrapaði í landinu á dögunum með þeim afleiðingum að allir um borð, fimmtíu talsins, fórust. Vélin, sem var af nýrri tegund farþegavéla sem Rússar voru að reyna að selja Indónesum, hrapaði í hlíðum eldfjalls tæpri klukkustund eftir að hafa lagt af stað í kynningarflug frá höfuðborginni Jakarta. Vonast er til að kassarnir geti varpað ljósi á hvað varð til þess að vélin hrapaði en rannsókn á kössunum ætti að taka tvær til þrjár vikur. 16.5.2012 08:08
180 kindum fargað vegna vanfóðrunar Þrír sauðfjárbændur hafa verið kærðir til lögreglu í vetur vegna brota á lögum um dýravelferð. Tvö önnur mál bíða sömu meðferðar. Farga hefur þurft sauðfé af fimm sauðfjárbúum vegna vanfóðrunar. Undirliggjandi félagslegur vandi eigendanna reynist vera ástæða vanrækslunnar í verstu málunum. 16.5.2012 08:00
Björgunarsveitir aðstoða fasta ferðamenn Björgunarsveitarmenn frá Kirkjubæjarklaustri voru kallaðir út í gærkvöldi til að aðstoða erlenda ferðamenn sem sátu fastir í bíl sínum við Lakagíga. Leiðangurinn gekk vel og sama er að segja um leiðangur björgunarsveitarmanna úr Borgarfirði, sem fóru í gærkvöldi að aðstoða erlenda ferðamenn í föstum bíl á Hraunhreppsvegi. 16.5.2012 07:19
Búist við stýrivaxtahækkun í dag Búist er við því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynni um stýrivaxtahækkun í dag. Verðbólga það sem af er ári hefur reynst meiri en spár bankans sögðu til um þrátt fyrir að bankinn hafi tvisvar hækkað vexti síðasta hálfa árið. 16.5.2012 07:00
Heimaey sigldi í höfn í Vestmannaeyjum í gær Heimaey VE 1, glæsilegt uppsjávarveiðiskip Ísfélagsins í Vestmanneyjum, kom til heimahafnar í gær. Skipið hefur verið í smíðum í fimm ár, en smíði þess tafðist vegna náttúruhamfara í smíðalandinu Síle. Fjölmenni safnaðist saman í Friðarhöfn í Eyjum til að taka á móti hinu glæsilega skipi og áhöfn þess en það var Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins, sem tók á móti landfestum þegar til hafnar var komið. 16.5.2012 05:30
Fólkið frætt í matjurtagarði Grasagarðurinn í Laugardal býður nú í maí áhugafólki um matjurtarækt að líta við og fræðast um sáningu, útplöntun og umhirðu matjurta. Þar er að mestu búið að stinga upp og jarðvegsbæta garðinn eftir því sem þörf krefur. 16.5.2012 05:00
Ríkiskaup semja um flugferðir Ríkiskaup hafa gert nýjan samning við Flugfélag Íslands um afsláttarkjör á flugsætum innanlands. Allar opinberar stofnanir munu njóta að lágmarki 20 prósenta afsláttar af fullu verði sé greitt með svokölluðu Flugkorti Flugfélags Íslands. Þær stofnanir sem ekki eru með Flugkort þurfa að sækja um slíkt. 16.5.2012 04:15
Útlendingastofnun fái fjármagn Innanríkisráðuneytið leggur til að fjárframlög til Útlendingastofnunar verði aukin svo hægt verði að flýta málsmeðferð hælisleitenda hér á landi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. 16.5.2012 04:00
Tvöfalt fleiri stunda vændi Fjöldi erlendra vændiskvenna í Kaupmannahöfn tvöfaldaðist frá 2009 til 2011. þetta er mat lögreglunnar og hjálparsamtakanna Reden International, að því er metroXpress greinir frá. Flestar konurnar eru frá Rúmeníu og Nígeríu og er talið að flestar þeirra hafi verið blekktar til vændis. 16.5.2012 04:00
Sprengdu búðir sjóræningjanna Þyrlusveitir undir merkjum Evrópusambandsins gerðu árás á bækistöðvar sjóræningja í Sómalíu í gær og eyðilögðu meðal annars birgðageymslu. 16.5.2012 03:00
Hélt strax á fund við Merkel Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að François Hollande tók við forsetaembættinu í Frakklandi hélt hann til Þýskalands á fund við Angelu Merkel kanslara. 16.5.2012 02:00
Fjórtán teknir fyrir slagsmál Fjórtán félagar í dönskum vélhjólaklíkunum voru í gær dæmdir í fangelsi fyrir hópslagsmál í Esbjerg í fyrra. Mennirnir eru annars vegar meðlimir Bandidos og stuðningshópsins Guardias Diablos og hins vegar í AK81, sem er stuðningshópur Vítisengla. Meðal hinna dæmdu er foringi Bandidos í Esbjerg og dómarnir eru frá fjórum upp í fjórtán mánuði. 16.5.2012 01:00
Brooks vísar ákærum á bug Rebekah Brooks, fyrrverandi framkvæmdastjóri vikublaðsins News of the World, hefur verið ákærð fyrir að hafa reynt að halda leyndum upplýsingum um símhleranir, sem stundaðar voru af blaðamönnum blaðsins. 16.5.2012 00:00
Kódak var með kjarnakljúf í New York Bandaríska fyrirtækið Eastman Kódak starfrækti á sínum tíma lítinn kjarnakljúf í miðri New York borg. Um 1.6 kíló af auðguðu úrani var notað til að knýja ofninn en hann er á stærð við ísskáp. 15.5.2012 23:30
Brynjar Níelsson: Heimild til þess að refsa piltunum, annað er þvæla "Ég er ósáttur við að það sé ráðist að dómnum og verjandanum og þeir séu sakaðir um að brjóta reglur, en allt saman er þetta rangt,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Brynjar Níelsson sem er jafnframt formaður Lögmannafélags Íslands, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag, en þar gagnrýndi hann umræðuna um tvo flóttamenn sem hingað komu til lands og voru dæmdir í 30 daga fangelsi fyrir skjalafals í Héraðsdómi Reykjaness. 15.5.2012 21:30
Iðnaðarráðherra óskar eftir íbúðaskiptum Hótelkostnaður Íslendinga, sem eru staddir erlendis, hækkaði snarlega eftir hrunið með tilheyrandi gengisfellingu krónunnar. Það gerði það að verkum að útsjónarsamir Íslendingar hafa stundum óskað eftir íbúðaskiptum erlendis í sumarfríinu. Fjölmargar netsíður bjóða upp á slíka kosti og hefur slíkt verið mjög vinsælt á Norðurlöndunum síðasta áratuginn. 15.5.2012 20:30
Segja enga ógn stafa af pilti sem stakk konu tólf sinnum Samkvæmt áhættumati sem barnaverndaryfirvöld gerðu fyrir lögregluna stafar konu sem stungin var tólf sinnum í lok apríl ekki lengur ógn af árásarmanninum. Móðir konunnar segir að engan hefði getað grunað að drengurinn væri árásargjarn en það hafi samt reynst raunin. 15.5.2012 20:00
Ólafur Ragnar og Þóra hnífjöfn Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir eru næstum jöfn samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR sem kannaði stuðning almennings við forsetaframbjóðendur á tímabilinu 10. til 15. maí. Þannig hefur Þóra misst töluvert forskot sem hún hafði á Ólaf Ragnar samkvæmt fyrri skoðanakönnunum, sem sýndu allt að 10 prósentu mun á milli Þóru og Ólafs Ragnars. 15.5.2012 18:09
Sætta sig ekki vð sérstaka skattlagningu til að greiða niður lánsveð Lífeyrissjóðirnir ætla ekki sætta sig við sérstaka skattlagningu til að hægt sé að greiða niður lánsveð. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að látið verði reyna á lögmæti þeirrar ákvörðunar ef til hennar kemur. 15.5.2012 18:54
Fundu amfetamín og hnífa - meðlimur Outlaws handtekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á amfetamín og hnífa við húsleit í austurborginni í dag. Hún tók einnig í sína vörslu talsvert af íblöndunarefnum og sterum. 15.5.2012 18:11
Stöðvuðu kannabisrækt í miðborginni Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Kannabisræktun var stöðvuð á tveimur stöðum í miðborginni en þar var einnig lagt hald á lítilræði af marijúana og amfetamíni. 15.5.2012 17:25
Refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi ekki lengur fjarlægur möguleiki Evrópuþingið mun í næsta mánuði fjalla um lagareglur sem heimila Evrópusambandinu að beita Ísland viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar. Talsmaður sjávarútvegsstjóra ESB segir að þótt Evrópuþingið samþykki reglurnar sé ekki sjálfgefið að þeim verði beitt. 15.5.2012 17:00
Bað barnunga systur unnustu sinnar að nota kynlífshjálpartæki Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gegn barnungri systur unnustu sinnar. 15.5.2012 16:49
Lést í hlíðum Esjunnar Maðurinn sem varð bráðkvaddur í hlíðum Esjunnar á sunnudaginn hét Kjartan Jónsson. Hann var 59 ára gamall og starfaði sem rafmagnsverkfræðingur hjá Símanum. 15.5.2012 16:11
Vigdís tók við nýju Símaskránni Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, tók í dag við fyrsta eintakinu af nýju Símaskránni úr höndum Magnúsi Geirs Þórðarsonar, núverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins. 15.5.2012 15:43
Ayrault nýr forsætisráðherra Frakklands Francois Hollande, sem sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í dag, hefur útnefnt Jean-Marc Ayrault, borgarstjóra Nantes og þingflokksformann sósíalista, sem næsta forsætisráðherra landsins. 15.5.2012 15:23
Kjartan fer ekki í tónleikaferðalag með Sigur Rós Kjartan Sveinsson, hljómborðs- og gítarleikari Sigur Rósar, fer ekki með hljómsveitinni í tónleikaferðalag um heiminn í sumar. Hann segist þó ekki vera endanlega hættur í Sigur Rós. 15.5.2012 15:03
Grikkir endurtaka þingkosningar Forseti Grikklands, Carolos Papouliasm, hefur boðað fulltrúa stjórnmálaflokka landsins á neyðarfund á morgun til að koma á bráðabirgðastjórn þar til þingkosningar fara fram á ný. 15.5.2012 14:41
Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið í Osló Maður kveikti í sjálfum sér fyrir utan dómshúsið í Osló í morgun þar sem réttarhöldin yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik fara fram. 15.5.2012 13:06
Annþór og Börkur ákærðir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulegar líkamsárásir og ólögmæta nauðung. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Sjö sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins þegar mest lét og hefur þeim nú öllum verið sleppt. Annþór og Börkur eru grunaðir um að tengjast tveimur alvarlegum líkamsárásum sem gerðar voru fyrir nokkrum mánuðum í Hafnarfirði og Mosfellsbæ, skipulagðri glæpastarfsemi, innbrotum og þjófnaði, auk annars. Í byrjun þessa mánaðar úrskurðaðir Hæstiréttur að Annþór og Börkur skyldu afplána eftirstöðvar dóma sem þeir hlutu fyrir nokkrum árum. Annþór fyrir fíkniefnasmygl og Börkur fyrir tilraun til manndráps. 15.5.2012 12:41
Þorgerður Katrín vildi verða forstjóri Hörpu - átök í stjórninni Fjórir umsækjendur um forstjórastöðu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu komu helst til greina, eftir langt og strangt ferli. Það voru auk Halldórs Guðmundssonar, sem tilkynntur var sem forstjóri 3. maí sl., Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórólfur Árnason, verkfræðingur og Hrönn Greipsdóttir, fyrrverandi hótelstýra. 15.5.2012 12:01
Elsti jógakennari veraldar - 93 ára og með nýja mjöðm Hin 93 ára gamla Tao Porchon-Lynch lætur hvorki háan aldur né mjaðmaskiptaaðgerð aftra sér frá því að stunda jóga. Fyrir stuttu var hún skráð í heimsmetabók Guinness fyrir að vera elsti jógakennari veraldar. 15.5.2012 22:30
60 prósent þjóðarinnar notar símaskrána "Það hafa auðvitað orðið miklar tæknibreytingar á síðustu fimm árum en staðreyndin er samt sú að stór hópur notar símaskrána,“ segir Sigríður Margrét Björnsdóttir, forstjóri Já, sem fagnar útgáfu símaskrárinnar í dag. Sigríður var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún útskýrði fyrir þeim félögum að ekki aðeins lifði skráin góðu lífi, heldur notuðu fleiri bókina árið 2011 en árið 2010. 15.5.2012 21:00
Slátrarinn frá Bosníu fyrir dóm á morgun Stríðsglæpadómstóll Sameinu Þjóðanna í Haag kemur saman á morgun til að fjalla um mál Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmanns herliðs Bosníu-Serba. 15.5.2012 12:48
Fullur og fáklæddur undir stýri Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af ökumanni sem grunaður var um ölvunarakstur. Maðurinn, sem er á fertugsaldri reyndist vera mjög ölvaður og að auki harla klæðlítill undir stýri. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar var hann látinn sofa úr sér þar til tekin var af honum skýrsla. Þá kom akandi á lögreglustöð annar karlmaður, sem taldi sig eiga þangað erindi. Af honum lagði megna áfengislykt og var hann handtekinn, grunaður um ölvun við akstur. 15.5.2012 12:24
Helmingur þeirra sem létust 17 ára og yngri Helmingur þeirra sem létu lífið í umferðinni á síðasta ári voru 17 ára og yngri, fjórir sautján ára ökumenn og tvær fótgangandi stúlkur. Þetta kemur fram í nýrri nýrri slysaskýrslu Umferðarstofu. 15.5.2012 12:22
Hells Angels stofnuðu góðgerðarsamtök til að halda utan um "varnarsjóð“ Hells Angels á Íslandi hafa um nokkurt skeið stefnt að því að opna húðflúrstofu á undir merkjum House of Pain en það er alþjóðleg keðja á vegum Hells Angels. Í skýrslu starfshóps lögreglunnar um starfsemi Hells Angels hér á landi segir að þar hafi líka staðið til að selja ýmsan varning og fatnað til stuðnings samtökunum en lögregla telur að sala slíks varnings sé hugsuð til að byggja upp svokallaðan "varnarsjóð“. 15.5.2012 11:41
Herdís búin að safna undirskriftum "Þetta gekk bara fljúgandi vel,“ segir Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi, sem hefur nú lokið að safna meðmælendum fyrir forsetakosningarnar 30. júní næstkomandi. Söfnunin um allt land gekk mjög vel að sögn Herdísar. Á vefsíðu sinni þakkar hún þeim sem stóðu að söfnuninni sem og þeim sem tilbúnir voru að mæla með framboðinu. 15.5.2012 10:59
Braut gegn 4 ára systurdóttur sinni - situr þrjá mánuði í fangelsi Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðbundna, fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára systurdóttur sinni. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa í tölvu sinni tæplega þrjú þúsund myndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. 15.5.2012 10:12
Vítisenglar safna upplýsingum um lögreglumenn Lögregluyfirvöld, bæði hér á Íslandi og erlendis, hafa orðið þess áskynja að meðlimir vélhjólasamtakanna Vítisengla safni upplýsingum um lögreglu og starfsmenn hennar. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögreglan vann um starfsemi Vítisengla og Vísir hefur undir höndum. 15.5.2012 08:00
Björn Ingi verður aftur ritstjóri Pressunnar Steingrímur Sævarr Ólafsson hefur sagt upp störfum sem ritstjóri Pressunnar. Við starfinu tekur Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður og útgefandi Vefpressunnar, og jafnframt aðaleigandi fyrirtækisins ásamt Arnari Ægissyni, framkvæmdastjóra. "Þetta leggst bara vel í mig, ég þekki íslenskan fjölmiðlaheim mjög vel og hlakka til að spreyta mig aftur á ritstjórahlutverkinu,“ segir Björn Ingi í frétt á Pressunni. 15.5.2012 11:27
Verkamannaflokkurinn með metfylgi Verkamannaflokkurinn er með fjórtán prósenta forskot á Íhaldsflokkinn í Bretlandi ef marka má nýja könnun The Sun. Könnunin var framkvæmd af YouGov, fyrirtæki sem er virt á þessu sviði en Verkamannaflokkurinn hefur ekki mælst svona vel í heilan áratug. 15.5.2012 11:03
Réðust á bækistöðvar sjóræningja Herskip frá ríkjum Evrópubandalagsins gerðu í nótt árásir á bækistöðvar sjóræningja í Sómalíu. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðist er á sjóræningjana á landi. Í árásunum var bátum ræningjanna, sem bundnir voru við bryggjur, sökkt en bækistöðvarnar eru nálægt hafnarborginni Haradheere. 15.5.2012 11:00
Tóku meintan leigumorðingja af lífi Írönsk yfirvöld tóku af lífi í morgun mann sem dæmdur var fyrir morð á írönskum kjarnorkufræðingi fyrir tveimur árum síðan. Maðurinn, hinn 24 ára Majid Fashi var einnig sakaður um að vera útsendari ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad en hann var sagður hafa fengið 120 þúsund dollara fyrir að fremja morðið. 15.5.2012 10:57
Þrír geimfarar á leið í geimstöðina Rússnesk Soyuz geimflaug hóf sig til lofts í morgun en leið hennar liggur að alþjóðlegu geimstöðunni sem er á braut um jörðu. Þrír geimfarar eru um borð, einn Bandaríkjamaður og tveir Rússar. Þeir munu hitta fyrir í geimstöðinni þrjá kollega sína, Bandaríkjamann, Rússa og Hollending. 15.5.2012 10:45