Erlent

Engar konur á Cannes

Mynd/AP
Kvikmyndahátíðin fræga í Cannes í Frakklandi hefst í dag en hátíðin í ár hefur verið gagnrýnd fyrir skort á myndum eftir konur. Opnunarmynd hátíðarinnar að þessu sinni er Monnrise Kingdom eftir bandaríska leikstjórann Wes Anderson og með stórleikarann Bill Murrey í aðalhlutverki.

Myndin er ein af tuttugu og tveimur verkum sem keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, hinn eftirsótta Gullpálma. Skipuleggjendur Cannes í ár liggja hinsvegar undir hörðu ámæli vegna þess að leikstjórar myndanna sem til álita í aðalkeppninni eru allir karlmenn.

Þetta er reyndar ekki fyrsta sinn sem hátíðin er gagnrýnd fyrir að hunsa konur en á þeim áratugum sem hún hefur verið haldin hefur aðeins ein kona sigrað aðalkeppnina, það var árið 1993 þegar myndin Piano varð fyrir valinu en henni var leikstýrt af Jane Campion.

Forstjóri hátíðarinnar hefur varið ákvörðun dómaranna sem velja myndir í aðalkeppnina og segir hann að þeir myndu aldrei velja mynd sem ætti það ekki skilið, á þeirri forsendu að henni væri leikstýrt af konu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×