Innlent

Fingralangir nammigrísir handteknir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo nammigrísi en þeir stálu sælgæti úr verslun í miðborginni.

Eftir að þjófarnir höfðu stungið sælgæti inn á sig mættu þeir óeinkennisklæddum lögreglumönnum við inngang verslunarinnar.

Lögreglumennirnir könnuðust við annan mannanna vegna fyrri afskipta. Þeir sáu jafnframt að viðkomandi var með eitthvað innan klæða — sá hinn sami á það til að vera ansi fingralangur samkvæmt lögreglunni.

Sælgætinu var skilað óskemmdu til kaupmannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×