Hafnar ávirðingum ráðuneytisins alfarið 17. maí 2012 05:30 Deilur ráðuneytisins og Deloitte eru til marks um það að ekkert þokast í átt að sátt eða niðurstöðu er varðar stjórn fiskveiða til framtíðar. fréttablaðið/óskar Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, hafnar gagnrýni sjávarútvegsráðuneytisins á útreikninga um áhrif kvótafrumvarpa. Hann segir orð ráðuneytisins um fjárfestingar í óskyldum rekstri „bábilju“ og „orðaleppa“ með ólíkindum. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafnar öllum ávirðingum sem fram koma í greinargerð sjávarútvegsráðuneytisins um útreikninga fyrirtækisins á áhrifum frumvarpa um stjórn fiskveiða. Fyrirtækið ítrekar þá skoðun sína að frumvörpin um stjórn fiskveiða sem nú liggja fyrir Alþingi séu illa undirbúin og stórgölluð. Sjávarútvegsráðuneytið sendi atvinnumálanefnd Alþingis greinargerð í gær. Þar er sett fram hörð gagnrýni þar sem meðal annars kemur fram að ekki sé á útreikningum Deloitte byggjandi við lagagerðina. „Orðalepparnir í þessari greinargerð eru þannig að það vekur furðu að þetta komi frá ráðuneytinu,“ segir Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, sem segir plaggið „kostulega lesningu“ sem sé morandi af stafsetningarvillum sem sé til marks um gæði vinnunnar. Þorvarður tekur dæmi af þeirri fullyrðingu ráðuneytisins að umsagnir um frumvörpin byggi á greinargerð þeirra sem send var inn til nefndarinnar 23. apríl. Alls bárust 78 umsagnir en aðeins 19 þeirra bárust eftir að umsögn Deloitte var birt. „Af þeim 19 voru átta frá ráðuneytum og undirstofnunum þeirra sem ég geri ekki ráð fyrir að hafi tekið mikið tillit til okkar útreikninga,“ segir Þorvarður. „Það er því fráleitt að segja að margar umsagnir til nefndarinnar hafi byggt á okkar niðurstöðum.“ Fernt nefnir Þorvarður helst sem Fréttablaðið fjallaði um í gær og vill skýra nánar. Ráðuneytið segir Deloitte ofmeta fjárfestingarþörf um sjö milljarða króna með því að segja hana 30 prósent af EBITDA. „Þessi forsenda er fráleit og leiðir til villandi niðurstöðu,“ segir í greinargerðinni. Til að mynda sé fjárfestingarþörf árins 2010 áætluð þrátt fyrir að hún liggi þegar fyrir sem raunstærð. Þorvarður segir að ráðuneytið gefi sér að afskriftir, eins og þær eru núna í bókum fyrirtækjanna, endurspegli fjárfestingarþörf greinarinnar. Árið 2010 hafi afskriftir verið tólf milljarðar en fyrirtækið telji hana vera 19 milljarða. „Við horfum til þess að verðlag hefur hækkað. Það er því fráleitt að segja að hægt sé að nota tölur um verðlag frá því fyrir hrun og segja að hægt sé að fjárfesta fyrir sömu krónutölu. Taktu bara Toyota Corolla sem dæmi. Hann kostaði 1,7 árið 2006 en 3,6 í dag. Þetta er 112% hækkun og það er ekkert öðruvísi með fjárfestingar í atvinnurekstri,“ segir Þorvarður sem bendir jafnframt á að fjárfestingar séu í sögulegu samhengi 30% af EBITDA, en hafa verið um 7% undanfarin ár vegna óvissu í greininni að sögn Þorvarðar. „Það er því glórulaust að vera að benda á fjárfestinguna 2009 og 2010 sem eðlilega.“ Þorvarður nefnir nýtt skip Ísfélagsins í Eyjum sem dæmi, Heimaey VE 1, sem átti að kosta 1,8 milljarða þegar skipið var pantað en kostar 3,5 milljarða við komuna heim. Ráðuneytið gagnrýnir að Deloitte ofreikni vaxtagjöld útgerðarinnar og reiknar með 6% vöxtum. Þorvarður segir að vaxtaálag bankanna hafi hækkað ár frá ári og í útreikningum Deloitte sé horft til framtíðar. „Fiskveiðistjórnunarkerfið á að gilda í áratugi og því gengur ekki að miða við stöðu vaxta á þeim tíma í fortíðinni þegar vextir og vaxtaálag voru í sögulegu lágmarki“, segir Þorvarður. Ráðuneytið segir að ekki sé hægt að horfa til heildarskulda greinarinnar vegna þess að skuldir séu að hluta til komnar vegna óskyldrar starfsemi. „Þetta er klassísk bábilja sem hefur dunið á okkur um langan tíma. Þetta á ekki við nein rök að styðjast og við höfum sýnt fram á það, aftur og aftur. Svo höfum við bent á það að ekkert tillit er tekið til skulda vegna kaupa á aflaheimildum. Það þýðir ekki að berja höfðinu svona við steininn. Menn hafa keypt heimildir í samræmi við lög og reglur. Bókfærðar aflaheimildir eru yfir 200 milljarðar og það að taka ekki tillit til skulda vegna þessa er algjörlega fráleitt og þýðir að geta félaganna til að borga veiðigjald er stórlega ofmetin.“svavar@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, hafnar gagnrýni sjávarútvegsráðuneytisins á útreikninga um áhrif kvótafrumvarpa. Hann segir orð ráðuneytisins um fjárfestingar í óskyldum rekstri „bábilju“ og „orðaleppa“ með ólíkindum. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafnar öllum ávirðingum sem fram koma í greinargerð sjávarútvegsráðuneytisins um útreikninga fyrirtækisins á áhrifum frumvarpa um stjórn fiskveiða. Fyrirtækið ítrekar þá skoðun sína að frumvörpin um stjórn fiskveiða sem nú liggja fyrir Alþingi séu illa undirbúin og stórgölluð. Sjávarútvegsráðuneytið sendi atvinnumálanefnd Alþingis greinargerð í gær. Þar er sett fram hörð gagnrýni þar sem meðal annars kemur fram að ekki sé á útreikningum Deloitte byggjandi við lagagerðina. „Orðalepparnir í þessari greinargerð eru þannig að það vekur furðu að þetta komi frá ráðuneytinu,“ segir Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, sem segir plaggið „kostulega lesningu“ sem sé morandi af stafsetningarvillum sem sé til marks um gæði vinnunnar. Þorvarður tekur dæmi af þeirri fullyrðingu ráðuneytisins að umsagnir um frumvörpin byggi á greinargerð þeirra sem send var inn til nefndarinnar 23. apríl. Alls bárust 78 umsagnir en aðeins 19 þeirra bárust eftir að umsögn Deloitte var birt. „Af þeim 19 voru átta frá ráðuneytum og undirstofnunum þeirra sem ég geri ekki ráð fyrir að hafi tekið mikið tillit til okkar útreikninga,“ segir Þorvarður. „Það er því fráleitt að segja að margar umsagnir til nefndarinnar hafi byggt á okkar niðurstöðum.“ Fernt nefnir Þorvarður helst sem Fréttablaðið fjallaði um í gær og vill skýra nánar. Ráðuneytið segir Deloitte ofmeta fjárfestingarþörf um sjö milljarða króna með því að segja hana 30 prósent af EBITDA. „Þessi forsenda er fráleit og leiðir til villandi niðurstöðu,“ segir í greinargerðinni. Til að mynda sé fjárfestingarþörf árins 2010 áætluð þrátt fyrir að hún liggi þegar fyrir sem raunstærð. Þorvarður segir að ráðuneytið gefi sér að afskriftir, eins og þær eru núna í bókum fyrirtækjanna, endurspegli fjárfestingarþörf greinarinnar. Árið 2010 hafi afskriftir verið tólf milljarðar en fyrirtækið telji hana vera 19 milljarða. „Við horfum til þess að verðlag hefur hækkað. Það er því fráleitt að segja að hægt sé að nota tölur um verðlag frá því fyrir hrun og segja að hægt sé að fjárfesta fyrir sömu krónutölu. Taktu bara Toyota Corolla sem dæmi. Hann kostaði 1,7 árið 2006 en 3,6 í dag. Þetta er 112% hækkun og það er ekkert öðruvísi með fjárfestingar í atvinnurekstri,“ segir Þorvarður sem bendir jafnframt á að fjárfestingar séu í sögulegu samhengi 30% af EBITDA, en hafa verið um 7% undanfarin ár vegna óvissu í greininni að sögn Þorvarðar. „Það er því glórulaust að vera að benda á fjárfestinguna 2009 og 2010 sem eðlilega.“ Þorvarður nefnir nýtt skip Ísfélagsins í Eyjum sem dæmi, Heimaey VE 1, sem átti að kosta 1,8 milljarða þegar skipið var pantað en kostar 3,5 milljarða við komuna heim. Ráðuneytið gagnrýnir að Deloitte ofreikni vaxtagjöld útgerðarinnar og reiknar með 6% vöxtum. Þorvarður segir að vaxtaálag bankanna hafi hækkað ár frá ári og í útreikningum Deloitte sé horft til framtíðar. „Fiskveiðistjórnunarkerfið á að gilda í áratugi og því gengur ekki að miða við stöðu vaxta á þeim tíma í fortíðinni þegar vextir og vaxtaálag voru í sögulegu lágmarki“, segir Þorvarður. Ráðuneytið segir að ekki sé hægt að horfa til heildarskulda greinarinnar vegna þess að skuldir séu að hluta til komnar vegna óskyldrar starfsemi. „Þetta er klassísk bábilja sem hefur dunið á okkur um langan tíma. Þetta á ekki við nein rök að styðjast og við höfum sýnt fram á það, aftur og aftur. Svo höfum við bent á það að ekkert tillit er tekið til skulda vegna kaupa á aflaheimildum. Það þýðir ekki að berja höfðinu svona við steininn. Menn hafa keypt heimildir í samræmi við lög og reglur. Bókfærðar aflaheimildir eru yfir 200 milljarðar og það að taka ekki tillit til skulda vegna þessa er algjörlega fráleitt og þýðir að geta félaganna til að borga veiðigjald er stórlega ofmetin.“svavar@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira