Innlent

Kvótinn að klárast í strandveiðunum

Strandveiðibátar á svæði A, eða frá Snæfellsnesi inn í Ísafjarðardjúp eru búnir með maíkvóta sinn og mega ekki róa aftur fyrr en um mánaðamótinn, þegar júníkvótinn kemur til skiptanna.

Langflestir bátar stunda veiðar á því svæði, eða hátt í helmingur. Bátar á D svæðinu, eða frá Hornafirði að Snæfellsnesi, eru líka langt komnir með kvóta sinn, en á svæðunum fyrir Norður- og Austurlandi duga kvótarnir líklega út mánuðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×