Innlent

Nýdönsk fagnar 25 ára afmæli í Eldborg

Hjómsveitin Nýdönsk heldur upp á 25 ára starfsafmæli sitt á þessu ári. Af því tilefni mun hljómsveitin standa fyrir afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu, 22. september, og í Hofi á Akureyri viku síðar.

Fram að tónleikum ætla valinkunnir tónlistarmenn að hljóðrita eigin útgáfur af uppáhaldslagi sínu með hljómsveitinni.

Meðal þeirra eru KK, Mugison, Retro Stefson og Hjaltalín.

Ísland í dag hitti meðlimi hljómsveitarinnar úti á sjó fyrir stuttu, í blíðskaparveðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×