Innlent

MMR: Sama niðurstaða og ef úrtakið er teygt upp í aldri

Kosningar
Kosningar
„Það virðist vera þannig, og er þannig, að fólk yfir 68 ára kýs mjög líkt þeim sem yngri eru," segir Ólafur Þór Gylfason, framkvæmdastjóri MMR. Á Vísi fyrr í dag var sagt að kerfisbundin skekkja væri í nýrri forsetakönnun MMR þar sem fólk eldra en 67 ára var ekki tekið með í úrtakið.

Ólafur Þór segir að könnunin endurspegli mjög vel afstöðu kjósenda á aldrinum 18 til 67 ára.

„Það er ekkert sem bendir til þess að könnun meðal 18 til 67 ára kjósenda gefi ekki mjög góða vísbendingu um hvernig úrslit kosninga munu verða. Þetta höfum við mælt rækilega og valið að fara þessa leið þar sem hún hefur gefið alveg jafn góða vísbendingu um niðurstöður kosninga eins og ef við teygjum úrtakið upp í aldri," segir Ólafur.

Máli sínu til stuðnings bendir Ólafur á kannanir fyrir síðustu kosningar, Icesave og borgarstjórnarkosningarnar. „Þar reyndust engar kannanir jafn nálægt úrslitum kosninga en einmitt kannanir MMR." Í þeim könnunum hafi kjósendur á aldrinum 18 til 67 verið spurðir um afstöðu sína.

Ólafur bendir á að í langflestum könnunum séu sett einhver eldri mörk, það sé rannsóknaraðilans að meta hvar þau mörk eigi að vera, þannig að þau þó gefi góða vísbendingu um niðurstöður kosninga.


Tengdar fréttir

Skekkja í forsetakönnun - kjósendur eldri en 67 ára ekki með

"Þetta er kerfisbundin skekkja, ég hefði haldið að aldursmarkið þyrfti að vera hærra," segir Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í nýlegri könnun sem MMR framkvæmdi á dögunum um fylgi við forsetaframbjóðendur var úrtakið einungis fólk á aldrinum 18 ára til 67 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×