Innlent

Besta tillagan að stofnun Vigdísar verðlaunuð í dag

Verðlaun verða afhent í hönnunarsamkeppni um byggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands í dag klukkan þrjú. Athöfnin verður á Háskólatorgi. Byggingin, sem verður þrjú þúsund fermetrar, mun rísa við Suðurgötu næst gömlu Loftskeytastöðinni að því er fram kemur í tilkynningu frá Háskóla Íslands.

„Alls bárust 43 tillögur í samkeppnina og verður sýning á þeim öllum opnuð á Háskólatorgi við sama tilefni," segir ennfremur. „Markmiðið með byggingunni er tvíþætt: annars vegar að skapa aðstöðu fyrir starfsemi alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar sem mun starfa undir formekjum UNESCO og hins vegar að skapa fullkomna aðstöðu til kennslu, rannsókna og miðlunar þekkingar um tungumál og menningu til almennings og vísindasamfélagsins."

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og helsti hvatamaður þess að komið verði á fót alþjóðlegri tungumálamiðstöð hér á landi, verður viðstödd verðlaunaafhendinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×