Erlent

Reyna að mynda bráðabirgðastjórn

Almenningur í Grikklandi refsaði ráðandi öflum í kosningunum á dögunum.
Almenningur í Grikklandi refsaði ráðandi öflum í kosningunum á dögunum. Mynd/AP
Forseti Grikklands hefur boðað stjórnmálaleiðtoga landsins á sinn fund í dag þar sem stendur til að mynda bráðabirgðastjórn uns hægt verður að ganga til kosninga að nýju í landinu í næsta mánuði. Hvorki hefur gengið né rekið við myndun ríkisstjórnar eftir þingkosningarnar á dögunum og því þurfa Grikkir að ganga aftur að kjörborðinu. Ráðamenn í Evrópusambandinu óttast að flokkarnir sem voru andsnúnir björgunarpakka sambandsins til handa Grikkjum bæti enn meira fylgi við sig í kosningunum sem framundan eru. Það myndi væntanlega leiða til þess að Grikkir hætti í evrusamstarfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×