Erlent

Michael Caine læstist inni í búningsherbergi í heila nótt

Caine mátti dúsa í niðamyrkri heila nótt í New Orleans á dögunum.
Caine mátti dúsa í niðamyrkri heila nótt í New Orleans á dögunum.
Stórleikarinn Michael Caine lenti í því óláni á dögunum að læsast inni í búningsherbergi sínu. Caine var við tökur á kvikmynd í New Orleans í Bandaríkjunum og hafði honum verið úthlutað herbergi á hálofti gamals leikhúss sem löngu er hætt að nota.

Leikarinn dottaði í herberginu eftir tökur og þegar hann rumskaði komst hann að því að starfsfólk myndarinnar hafði læst húsinu og tekið rafmagnið af en talið var að hann væri farinn af tökustað. Caine var ekki með síma á sér og gat því ekki með nokkru móti náð sambandi við umheiminn.

Hann losnaði ekki úr prísund sinni fyrr en daginn eftir þegar smiður mætti til vinnu sinnar. Leikarinn var víst ekki í besta skapinu en þó þakklátur smiðnum fyrir að hleypa sér út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×