Innlent

Yfir 10 stiga hiti víða um land um helgina - líka rigning

Það fer að hlýna svo vorið er að koma, segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Á morgun, uppstigningardag, er spáð slyddu eða snjókomu fyrir norðan en skýjað verður hér í bænum.

Strax á föstudag fer að hlýna um allt land og um helgina er spáð 12 stiga hita á norðanverðu landinu.

Á höfuðborgarsvæðinu er búist við að hitinn verði í kringum 10 stig en þó mun rigna á höfuðborgarbúa meira og minna alla helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×