Erlent

"Ástsjúk" stúlka lést úr berklum

Alina Sarag
Alina Sarag
Réttarrannsókn í Bretlandi hefur leitt í ljós að læknar hinnar fimmtán ára gömlu Alinu Sarag töldu hana vera ástsjúka. Alina lést úr berklum og nú krefjast foreldrar hennar réttlætis.

Fimm læknar á jafn mörgum sjúkrahúsum meðhöndluðu Alinu eftir að veiktist á síðasta ári. Hún var ítrekað sögð vera ástsjúk — enginn virtist gera sér grein fyrir að stúlkan var berklaveik.

Foreldrar Alinu hringdu rúmlega 50 sinnum í heimilislækni dóttur sinnar á meðan veikindum hennar stóð, en fengu ávallt sömu svör. Alina lést síðan 6. janúar síðastliðinn eftir að hafa barist við sjúkdóminn í tæpa fimm mánuði.

Þó svo að berklar sé lífshættulegur sjúkdómur þá er tiltölulega auðvelt að meðhöndla hann, sé hann greindur tímanlega.

Heimilislæknir stúlkunnar, Dr. Sharad Shripadrao Pandit, sakaði foreldra Alinu um að ofdekra dóttur sína.

Faðir Alinu, Sultan Sarag, brotnaði saman þegar hann lýsti því fyrir réttinum þegar læknir spurði hvort að Alina hefði mögulega kynnst pilti á meðan þau voru í sumarfríi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×