Fleiri fréttir Hundrað eftirskjálftar við Herðubreið Hátt í hundrað eftirskjálftar hafa orðið eftir skjálftan sem varð laust fyrir klukkan eitt í gærdag, þrjá til fjóra kílómetra suðvestur af Herðubreið og mældist 3,2 stig. 15.5.2012 08:05 Hollande sver embættiseið Francois Hollande sver embættiseið sinn sem forseti Frakklands í dag. Athöfnin fer fram í Elysee höll í París en þar mun hann taka við stjórnartaumunum úr hendi Nicolas Sarkozy sem hann sigraði í kosningum á dögunum. 15.5.2012 08:03 Forseti gæti tekið völdin af ríkisstjórn „Vandi núgildandi stjórnarskrár er að í upplausnarástandi gæti forseti hreinlega tekið völdin af ríkisstjórn.“ Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í grein í nýjasta hefti Skírnis. Greinin fjallar um breytta stöðu forseta Íslands og frumvarp Stjórnlagaráðs. 15.5.2012 08:00 Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. 15.5.2012 07:30 Jón dregur framboð sitt til baka Jón Lárusson lögreglumaður á Selfossi hefur dregið framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann segir í tilkynningu að sér hafi ekki tekist að afla tilskilins fjölda meðmælenda og eigi ekki annarra kosta völ en að draga framboðið til baka. Eftir þetta standa sjö frambjóðendur eftir. 15.5.2012 07:13 Almenningur fái dorgaðstöðu Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt tillögu formannsins Hjálmars Sveinssonar um að láta kanna möguleika þess að koma fyrir dorgaðstöðu fyrir almenning í tengslum við uppsátur fyrir smábáta við Eyjarslóð. 15.5.2012 07:00 Styðja búsetu óháð formi Nýtt kerfi húsnæðisbóta verður kynnt í dag. Það kemur í stað húsaleigu- og vaxtabóta. Um samtímagreiðslur verður að ræða og verða greiðslurnar óháðar því hvort fólk leigir eða á eigið húsnæði. 15.5.2012 06:30 Tómlegt eftir fall risatrés Stóreflis birkitré rifnaði upp með rótum á lóð við Reynimel í hvassviðrinu sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið á aðfaranótt mánudags. 15.5.2012 06:00 Foreldrar komi að ráðningum Tekið verður upp samráð við foreldra þegar skólastjórar eru ráðnir, nái tillaga sjálfstæðismanna í borgarstjórn fram að ganga. Hún var lögð fram á síðasta fundi skóla- og frístundaráðs en afgreiðslu frestað. 15.5.2012 05:30 Almenn niðurfærsla forsenda stuðnings Samþykki ríkisstjórnin að fara í almennar skuldaniðurfellingar og beita sér í öðrum málum sem þingmenn Hreyfingarinnar vilja að nái fram að ganga mun þingflokkur Hreyfingarinnar verja stjórnina vantrausti. 15.5.2012 05:00 Morðinginn í Malmö neitar Réttarhöld hófust í gær yfir Peter Mangs, manninum sem er talinn hafa borið ábyrgð á fjölda skotárása í Malmö í Svíþjóð. 15.5.2012 01:00 Fangar hætta hungurverkfalli Samkomulag tókst í gær milli Ísraela og palestínskra fanga, sem hafa verið í hungurverkfalli síðan um miðjan apríl til að mótmæla aðstæðum í ísraelskum fangelsum. 15.5.2012 00:00 Bjarni Benediktsson: Undarlegt samstarf og örvæntingafullt "Já, er það ekki dálítið athyglisvert að við heyrum það frá Hreyfingunni að ríkisstjórnin njóti ekki meirihlutastuðnings á þinginu? Mér finnst það mjög athyglisvert að Jóhanna [Sigurðardóttir] og Steingrímur [J. Sigfússon] telji stöðu sína svo veika, eftir ráðherrakapalinn síðasta vetur, að þau finni sig knúin til þess að funda með Hreyfingunni til þess að verja ríkisstjórnina falli,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Reykjavík síðdegis. 14.5.2012 23:00 Konunglegar nærbuxur til sölu á eBay Silkinærbuxur sem Elísabet 2. Bretadrottning er sögð hafa átt eru nú til sölu á uppboðsvefnum eBay. 14.5.2012 22:30 Freddie Mercury rís úr gröfinni í kvöld Heilmynd Freddie Mercury mun stíga á svið ásamt fyrrverandi samstarfsmönnum sínum í hljómsveitinni Queen í dag, rúmum 20 árum eftir að söngvarinn goðumlíki lést. 14.5.2012 21:45 Tíu sótt um tíu störf sem auglýst voru á Suðurnesjum Einungis tíu hafa sótt um tíu störf sem voru auglýst á Suðurnesjum í síðustu viku. Atvinnuleysi á svæðinu er það mesta á landinu en eigandi fyrirtækisins sem auglýsti undrast áhugaleysi Suðurnesjamanna. 14.5.2012 21:15 Vildi þyngri dóm yfir dýraníðingi "Ég fagna því að það sé búið að dæma í málinu, að hann hafi fengið fangelsisdóm, þó hann sé skilorðsbundinn,“ segir Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, sem ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um nýfallin dóm yfir dýraníðingi á Þingeyri. 14.5.2012 21:00 Dorrit um keppinautana: "Gott hjá Þóra“ Það er í mörg horn að líta við upphaf kosningabaráttu. Forsetahjónin hófu sína fundarherferð um landið í Grindavík í morgun og Ólafur Ragnar spjallaði þar meðal annars við yngstu þjóðfélagsþegnana. Þannig heillaði Ólafur Ragnar háa sem lága. Hjónin komu svo við í fiskvinnslunni Stakkavík þar sem alvaran tók við. 14.5.2012 20:15 Óttast að þúsundir farfugla muni drepast í hretinu Fuglafræðingur óttast að þúsundir farfugla muni drepast í vorhretinu sem gengur nú yfir landið. Hretið er það versta á sex ár. 14.5.2012 20:00 Vill Norðlingaölduveitu í nýtingarflokk Landsvirkjun býðst til að hafa rennslisstýringu á Dynk og öðrum fossum í Efri-Þjórsá til að halda ásýnd þeirra og telur mikilvægt að Norðlingaölduveita verði tekin úr verndarflokki rammaáætlunar. 14.5.2012 17:40 Ylurinn smýgur inn í moldina Sumir leggja meiri vinnu í matjurtagarða sína en aðrir. Arnar Tómasson hárgreiðslumeistari á Salon Reykjavík er einn þeirra. Hann hefur smíðað volduga viðarkassa til að bæta ræktunarskilyrðin. 14.5.2012 22:00 Forsetinn er ekki upp á punt Andrea Jóhanna Ólafsdóttir telur ekki tímabært að spá fyrir um fylgi hennar. Hún lýsir því fyrir Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur hvernig kjósendur muni fylkjast að baki henni þegar þeir byrja að kynna sér stefnumál forsetaframbjóðenda fyrir alvöru. 14.5.2012 21:00 Lífeyrissjóðir bjóða ríkinu að kaupa kröfur og taka á sig allan kostnað Lífeyrissjóðirnir eru tilbúnir að hjálpa stjórnvöldum að finna viðeigandi lausnir á vanda skuldara með lánsveð. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Afstaða sjóðanna til afskrifta sé hins vegar óbreytt. 14.5.2012 19:45 Ástæður þess að forseti Vítisengla var rekinn úr klúbbnum Þrjár ástæður eru fyrir því að Einar "Boom‟ Marteinsson var rekinn úr Vítisenglum. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögreglan hefur tekið saman um starfsemi Vítisengla og Vísir hefur undir höndum. 14.5.2012 17:28 Palestínskir fangar binda enda hungurverkfall Rúmlega 1.600 palestínskir fangar í Ísrael hafa ákveðið að binda enda á hungurverkfall sitt eftir að samkomulag náðist við yfirvöld í Ísrael um að úrbætur verði gerðar á aðstæðum í fangelsunum. 14.5.2012 16:38 Egill fluttur í lífshættu á gjörgæslu Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, var fluttur í bráðri lífshættu á slysadeild Landspítalans í hádeginu á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum Vísis er hann með heilahimnubólgu og hefur verið í einangrun á gjörgæsludeild frá því hann var lagður inn. 14.5.2012 16:36 Hundaníðingur í skilorðsbundið fangelsi - má ekki eiga hund í 5 ár Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir drekkja hundi á Þingeyri í byrjun desember á síðasta ári. Málið vakti mikla athygli í fjölmiðlum en hundshræið fannst í höfninni í bænum. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa drekkt hundinum. Hann þarf að greiða 100 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og þá er hann einnig sviptur heimild til að hafa dýr í umsjá sinni í fimm ár. 14.5.2012 16:23 Björgunarsveitir sinna útköllum vegna ófærðar Björgunarsveitir slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út á þremur stöðum vegna ófærðar í dag. 14.5.2012 15:35 Grunnur skjálfti við Herðubreið Grunnur jarðskjálfti varð klukkan 12:45 í dag, rúmlega 3.5 kílómetrum VSV af Herðubreið. 14.5.2012 15:06 Bæjarfulltrúa hótað líkamsmeiðingum "Ég og einnig maðurinn minn höfum fengið símhringingar þar sem honum hefur verið sagt að árásir á mig og mína fjölskyldu séu hafnar og muni fólk ekki hætta fyrr en tekist hafi að flæma okkur í burtu," segir Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Garði, í samtali við Víkurfréttir. 14.5.2012 14:17 Þóra óskar Ólafi Ragnari til hamingju með afmælið Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi óskar Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, til hamingju með afmælið á Facebook-síðu sinni í dag. Ólafur Ragnar fagnar 69 ára afmæli sínu í dag, 14. maí. Í færslu á síðu sinni segir Þóra að þau hjónin bíði í rólegheitunum eftir nýjasta fjölskyldumeðliminum en Þóra á von á barni á næstu dögum. 14.5.2012 13:09 Smyglarar áfram í gæsluvarðhaldi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. júní að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli almannahagsmuna, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mennirnir, sem allir eru pólskir, eru grunaðir um aðild að innflutningi á umtalsverðu magni af fíkniefnum, eða 8,5 kg af amfetamíni. Mennirnir voru handteknir um miðjan apríl, sama dag og þeir höfðu komið hingað með flugi frá Póllandi. Það var fíkniefnahundurinn Nelson sem kom upp um smyglið á fíkniefnunum. Í Fréttablaðinu, stuttu eftir fundinn, kom fram að mennirnir hafi áður flutt fíkniefni til landsins. 14.5.2012 12:33 Laus eftir að hafa stungið konu tólf sinnum - móðir konunnar óttaslegin 28 ára gömul kona sem lifði af morðtilraun í Kópavogi í lok apríl furðar sig á því að árásarmaður hennar gangi laus. Hún hlaut tólf hnífstungur og óttast mjög að á hana verði ráðist aftur. Konan undrar sig á því að lögreglan krefjist ekki frekara gæsluvarðhalds yfir árásarmanninum og ætlar að flýja land. 14.5.2012 00:00 Fordæma hótanir í garð bæjarfulltrúa Bæjarfulltrúar D-listans í Garði og Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri fordæma þær árásir sem bæjarfulltrúinn Kolfinna S. Magnúsdóttir hefur mátt þola síðustu daga eftir að hún sagði skilið við meirihlutann og myndaði nýjan meirihluta með L-lista og N-lista. Í samtali við Víkurfréttir í dag segir Kolfinna að sér hafi borist stöðugar símhringingar þar sem hótað er að gengið verði í skrokk á henni. Bæjarstjórinn og bæjarfulltrúar biðja íbúa í Garði að sýna stillingu og virða skoðanir fólks. Kolfinna ætlar að leggja fram kæru hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna hótananna. 14.5.2012 16:11 Svíi ákærður fyrir þrjú morð Svíinn Peter Mangs var dreginn fyrir dómstóla í Malmö í dag. Mangs, sem er fertugur, er sakaður um að hafa skotið þrjár manneskjur til bana í Malmö og reynt að bana tólf til viðbótar, nokkrir af þeim særðust alvarlega. 14.5.2012 16:03 Tilbúin að verja ríkisstjórnina falli Þingmenn Hreyfingarinnar eru tilbúnir að verja ríkisstjórnina falli takist samningar um framgang ákveðna mála sem flokkurinn telur brenna helst á þjóðinni. Þau Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir funduðu í gær með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni, formönnum ríkisstjórnarflokanna eftir að þau sendu þeim bréf um hugsanlegt samstarf. 14.5.2012 14:38 Danska parið lifði flugslysið af Fimmtán fórust og sex komust lífs af úr flugslysi í norðurhluta Nepal í nótt. Danskt par er á meðal þeirra sem lifðu slysið af. Danska ríkisútvarpið hefur eftir móður dönsku konunnar að parið hafi sloppið vel úr slysinu - þau séu einungis með marbletti en engin beinbrot. Vélin var að undirbúa lendingu á Jomsom flugvellinum þegar flugvélin skall á fjallshlíð í grenndinni. Svæðið er afar vinsælt á meðal klifurgarpa og göngufólks. Yfirvöld í landinu rannsaka nú tildrög slyssins. 14.5.2012 12:14 Fórnarlömb Breiviks lýstu hryllingnum í Útey Tilfinningaþrungin stund var í dómsal í Osló í dag þegar fórnarlömb sem særðust í árás Anders Behring Brevik í Útey lýstu því hvernig þau komust lífs af. 14.5.2012 12:04 Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki náist samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. 14.5.2012 12:00 Órói í Kötlu olli smáhlaupi í Múlakvísl Lítið Kötluhlaup varð í kringum síðustu mánaðamót og stóð í nokkra daga. Órói í eldstöðinni kom fram á jarðskjálftamæli og aukin rafleiðni mældist í Múlakvísl. 14.5.2012 12:00 Leita að hótelgesti sem stundar það að stinga af Lögreglan á Hvolsvelli tók við fjársvikakæru í vikunni en málin snýst um erlendan aðila sem bókaði sig inn á hótel í umdæminu á dögunum. Hann lét sig síðan hverfa frá ógreiddum reikningnum. Að sögn lögreglu hefur sami maður stundað þessa iðju víða um landið. Lögreglan leitar hans en hún telur sig vita um hvaða mann er að ræða. 14.5.2012 10:50 Ákvörðun um ákæru tekin á næstu vikum Ríkissaksóknari reiknar með að taka ákvörðun á næstu vikum hvort ákæra verði gefin út í máli Egils Einarssonar, betur þekktum sem Gillzenegger, og unnustu hans, en þau voru kærð fyrir nauðgun á síðasta ári. 14.5.2012 13:21 Leggja væntanlega til breytingar á veiðigjaldi Atvinnuveganefnd Alþingis stefnir að því að afgreiða kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar úr nefnd öðru hvoru megin við næstu helgi. Meirihluti nefndarinnar mun væntanlega leggja til breytingar á veiðigjaldi en önnur atriði eru einnig til skoðunar. 14.5.2012 12:01 Kartöflubændur komu í veg fyrir stórtjón Kartöflubændur á Hornafjarðarsvæðinu, sem er eitt af mestu kartöflusvæðum landsins, náðu flestir eða allir að verjast stórtjóni af óveðrinu með vökvun. 14.5.2012 11:03 Tveir á slysadeild eftir harðan árekstur Tveir voru fluttir með sjúkrabílum á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á mótum Lyngháls og Stuðlaháls í Hálsahverfinu í Reykjavík á tíunda tímanum. 14.5.2012 10:12 Sjá næstu 50 fréttir
Hundrað eftirskjálftar við Herðubreið Hátt í hundrað eftirskjálftar hafa orðið eftir skjálftan sem varð laust fyrir klukkan eitt í gærdag, þrjá til fjóra kílómetra suðvestur af Herðubreið og mældist 3,2 stig. 15.5.2012 08:05
Hollande sver embættiseið Francois Hollande sver embættiseið sinn sem forseti Frakklands í dag. Athöfnin fer fram í Elysee höll í París en þar mun hann taka við stjórnartaumunum úr hendi Nicolas Sarkozy sem hann sigraði í kosningum á dögunum. 15.5.2012 08:03
Forseti gæti tekið völdin af ríkisstjórn „Vandi núgildandi stjórnarskrár er að í upplausnarástandi gæti forseti hreinlega tekið völdin af ríkisstjórn.“ Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í grein í nýjasta hefti Skírnis. Greinin fjallar um breytta stöðu forseta Íslands og frumvarp Stjórnlagaráðs. 15.5.2012 08:00
Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. 15.5.2012 07:30
Jón dregur framboð sitt til baka Jón Lárusson lögreglumaður á Selfossi hefur dregið framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann segir í tilkynningu að sér hafi ekki tekist að afla tilskilins fjölda meðmælenda og eigi ekki annarra kosta völ en að draga framboðið til baka. Eftir þetta standa sjö frambjóðendur eftir. 15.5.2012 07:13
Almenningur fái dorgaðstöðu Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt tillögu formannsins Hjálmars Sveinssonar um að láta kanna möguleika þess að koma fyrir dorgaðstöðu fyrir almenning í tengslum við uppsátur fyrir smábáta við Eyjarslóð. 15.5.2012 07:00
Styðja búsetu óháð formi Nýtt kerfi húsnæðisbóta verður kynnt í dag. Það kemur í stað húsaleigu- og vaxtabóta. Um samtímagreiðslur verður að ræða og verða greiðslurnar óháðar því hvort fólk leigir eða á eigið húsnæði. 15.5.2012 06:30
Tómlegt eftir fall risatrés Stóreflis birkitré rifnaði upp með rótum á lóð við Reynimel í hvassviðrinu sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið á aðfaranótt mánudags. 15.5.2012 06:00
Foreldrar komi að ráðningum Tekið verður upp samráð við foreldra þegar skólastjórar eru ráðnir, nái tillaga sjálfstæðismanna í borgarstjórn fram að ganga. Hún var lögð fram á síðasta fundi skóla- og frístundaráðs en afgreiðslu frestað. 15.5.2012 05:30
Almenn niðurfærsla forsenda stuðnings Samþykki ríkisstjórnin að fara í almennar skuldaniðurfellingar og beita sér í öðrum málum sem þingmenn Hreyfingarinnar vilja að nái fram að ganga mun þingflokkur Hreyfingarinnar verja stjórnina vantrausti. 15.5.2012 05:00
Morðinginn í Malmö neitar Réttarhöld hófust í gær yfir Peter Mangs, manninum sem er talinn hafa borið ábyrgð á fjölda skotárása í Malmö í Svíþjóð. 15.5.2012 01:00
Fangar hætta hungurverkfalli Samkomulag tókst í gær milli Ísraela og palestínskra fanga, sem hafa verið í hungurverkfalli síðan um miðjan apríl til að mótmæla aðstæðum í ísraelskum fangelsum. 15.5.2012 00:00
Bjarni Benediktsson: Undarlegt samstarf og örvæntingafullt "Já, er það ekki dálítið athyglisvert að við heyrum það frá Hreyfingunni að ríkisstjórnin njóti ekki meirihlutastuðnings á þinginu? Mér finnst það mjög athyglisvert að Jóhanna [Sigurðardóttir] og Steingrímur [J. Sigfússon] telji stöðu sína svo veika, eftir ráðherrakapalinn síðasta vetur, að þau finni sig knúin til þess að funda með Hreyfingunni til þess að verja ríkisstjórnina falli,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Reykjavík síðdegis. 14.5.2012 23:00
Konunglegar nærbuxur til sölu á eBay Silkinærbuxur sem Elísabet 2. Bretadrottning er sögð hafa átt eru nú til sölu á uppboðsvefnum eBay. 14.5.2012 22:30
Freddie Mercury rís úr gröfinni í kvöld Heilmynd Freddie Mercury mun stíga á svið ásamt fyrrverandi samstarfsmönnum sínum í hljómsveitinni Queen í dag, rúmum 20 árum eftir að söngvarinn goðumlíki lést. 14.5.2012 21:45
Tíu sótt um tíu störf sem auglýst voru á Suðurnesjum Einungis tíu hafa sótt um tíu störf sem voru auglýst á Suðurnesjum í síðustu viku. Atvinnuleysi á svæðinu er það mesta á landinu en eigandi fyrirtækisins sem auglýsti undrast áhugaleysi Suðurnesjamanna. 14.5.2012 21:15
Vildi þyngri dóm yfir dýraníðingi "Ég fagna því að það sé búið að dæma í málinu, að hann hafi fengið fangelsisdóm, þó hann sé skilorðsbundinn,“ segir Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, sem ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um nýfallin dóm yfir dýraníðingi á Þingeyri. 14.5.2012 21:00
Dorrit um keppinautana: "Gott hjá Þóra“ Það er í mörg horn að líta við upphaf kosningabaráttu. Forsetahjónin hófu sína fundarherferð um landið í Grindavík í morgun og Ólafur Ragnar spjallaði þar meðal annars við yngstu þjóðfélagsþegnana. Þannig heillaði Ólafur Ragnar háa sem lága. Hjónin komu svo við í fiskvinnslunni Stakkavík þar sem alvaran tók við. 14.5.2012 20:15
Óttast að þúsundir farfugla muni drepast í hretinu Fuglafræðingur óttast að þúsundir farfugla muni drepast í vorhretinu sem gengur nú yfir landið. Hretið er það versta á sex ár. 14.5.2012 20:00
Vill Norðlingaölduveitu í nýtingarflokk Landsvirkjun býðst til að hafa rennslisstýringu á Dynk og öðrum fossum í Efri-Þjórsá til að halda ásýnd þeirra og telur mikilvægt að Norðlingaölduveita verði tekin úr verndarflokki rammaáætlunar. 14.5.2012 17:40
Ylurinn smýgur inn í moldina Sumir leggja meiri vinnu í matjurtagarða sína en aðrir. Arnar Tómasson hárgreiðslumeistari á Salon Reykjavík er einn þeirra. Hann hefur smíðað volduga viðarkassa til að bæta ræktunarskilyrðin. 14.5.2012 22:00
Forsetinn er ekki upp á punt Andrea Jóhanna Ólafsdóttir telur ekki tímabært að spá fyrir um fylgi hennar. Hún lýsir því fyrir Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur hvernig kjósendur muni fylkjast að baki henni þegar þeir byrja að kynna sér stefnumál forsetaframbjóðenda fyrir alvöru. 14.5.2012 21:00
Lífeyrissjóðir bjóða ríkinu að kaupa kröfur og taka á sig allan kostnað Lífeyrissjóðirnir eru tilbúnir að hjálpa stjórnvöldum að finna viðeigandi lausnir á vanda skuldara með lánsveð. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Afstaða sjóðanna til afskrifta sé hins vegar óbreytt. 14.5.2012 19:45
Ástæður þess að forseti Vítisengla var rekinn úr klúbbnum Þrjár ástæður eru fyrir því að Einar "Boom‟ Marteinsson var rekinn úr Vítisenglum. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögreglan hefur tekið saman um starfsemi Vítisengla og Vísir hefur undir höndum. 14.5.2012 17:28
Palestínskir fangar binda enda hungurverkfall Rúmlega 1.600 palestínskir fangar í Ísrael hafa ákveðið að binda enda á hungurverkfall sitt eftir að samkomulag náðist við yfirvöld í Ísrael um að úrbætur verði gerðar á aðstæðum í fangelsunum. 14.5.2012 16:38
Egill fluttur í lífshættu á gjörgæslu Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, var fluttur í bráðri lífshættu á slysadeild Landspítalans í hádeginu á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum Vísis er hann með heilahimnubólgu og hefur verið í einangrun á gjörgæsludeild frá því hann var lagður inn. 14.5.2012 16:36
Hundaníðingur í skilorðsbundið fangelsi - má ekki eiga hund í 5 ár Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir drekkja hundi á Þingeyri í byrjun desember á síðasta ári. Málið vakti mikla athygli í fjölmiðlum en hundshræið fannst í höfninni í bænum. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa drekkt hundinum. Hann þarf að greiða 100 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og þá er hann einnig sviptur heimild til að hafa dýr í umsjá sinni í fimm ár. 14.5.2012 16:23
Björgunarsveitir sinna útköllum vegna ófærðar Björgunarsveitir slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út á þremur stöðum vegna ófærðar í dag. 14.5.2012 15:35
Grunnur skjálfti við Herðubreið Grunnur jarðskjálfti varð klukkan 12:45 í dag, rúmlega 3.5 kílómetrum VSV af Herðubreið. 14.5.2012 15:06
Bæjarfulltrúa hótað líkamsmeiðingum "Ég og einnig maðurinn minn höfum fengið símhringingar þar sem honum hefur verið sagt að árásir á mig og mína fjölskyldu séu hafnar og muni fólk ekki hætta fyrr en tekist hafi að flæma okkur í burtu," segir Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Garði, í samtali við Víkurfréttir. 14.5.2012 14:17
Þóra óskar Ólafi Ragnari til hamingju með afmælið Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi óskar Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, til hamingju með afmælið á Facebook-síðu sinni í dag. Ólafur Ragnar fagnar 69 ára afmæli sínu í dag, 14. maí. Í færslu á síðu sinni segir Þóra að þau hjónin bíði í rólegheitunum eftir nýjasta fjölskyldumeðliminum en Þóra á von á barni á næstu dögum. 14.5.2012 13:09
Smyglarar áfram í gæsluvarðhaldi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. júní að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli almannahagsmuna, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mennirnir, sem allir eru pólskir, eru grunaðir um aðild að innflutningi á umtalsverðu magni af fíkniefnum, eða 8,5 kg af amfetamíni. Mennirnir voru handteknir um miðjan apríl, sama dag og þeir höfðu komið hingað með flugi frá Póllandi. Það var fíkniefnahundurinn Nelson sem kom upp um smyglið á fíkniefnunum. Í Fréttablaðinu, stuttu eftir fundinn, kom fram að mennirnir hafi áður flutt fíkniefni til landsins. 14.5.2012 12:33
Laus eftir að hafa stungið konu tólf sinnum - móðir konunnar óttaslegin 28 ára gömul kona sem lifði af morðtilraun í Kópavogi í lok apríl furðar sig á því að árásarmaður hennar gangi laus. Hún hlaut tólf hnífstungur og óttast mjög að á hana verði ráðist aftur. Konan undrar sig á því að lögreglan krefjist ekki frekara gæsluvarðhalds yfir árásarmanninum og ætlar að flýja land. 14.5.2012 00:00
Fordæma hótanir í garð bæjarfulltrúa Bæjarfulltrúar D-listans í Garði og Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri fordæma þær árásir sem bæjarfulltrúinn Kolfinna S. Magnúsdóttir hefur mátt þola síðustu daga eftir að hún sagði skilið við meirihlutann og myndaði nýjan meirihluta með L-lista og N-lista. Í samtali við Víkurfréttir í dag segir Kolfinna að sér hafi borist stöðugar símhringingar þar sem hótað er að gengið verði í skrokk á henni. Bæjarstjórinn og bæjarfulltrúar biðja íbúa í Garði að sýna stillingu og virða skoðanir fólks. Kolfinna ætlar að leggja fram kæru hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna hótananna. 14.5.2012 16:11
Svíi ákærður fyrir þrjú morð Svíinn Peter Mangs var dreginn fyrir dómstóla í Malmö í dag. Mangs, sem er fertugur, er sakaður um að hafa skotið þrjár manneskjur til bana í Malmö og reynt að bana tólf til viðbótar, nokkrir af þeim særðust alvarlega. 14.5.2012 16:03
Tilbúin að verja ríkisstjórnina falli Þingmenn Hreyfingarinnar eru tilbúnir að verja ríkisstjórnina falli takist samningar um framgang ákveðna mála sem flokkurinn telur brenna helst á þjóðinni. Þau Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir funduðu í gær með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni, formönnum ríkisstjórnarflokanna eftir að þau sendu þeim bréf um hugsanlegt samstarf. 14.5.2012 14:38
Danska parið lifði flugslysið af Fimmtán fórust og sex komust lífs af úr flugslysi í norðurhluta Nepal í nótt. Danskt par er á meðal þeirra sem lifðu slysið af. Danska ríkisútvarpið hefur eftir móður dönsku konunnar að parið hafi sloppið vel úr slysinu - þau séu einungis með marbletti en engin beinbrot. Vélin var að undirbúa lendingu á Jomsom flugvellinum þegar flugvélin skall á fjallshlíð í grenndinni. Svæðið er afar vinsælt á meðal klifurgarpa og göngufólks. Yfirvöld í landinu rannsaka nú tildrög slyssins. 14.5.2012 12:14
Fórnarlömb Breiviks lýstu hryllingnum í Útey Tilfinningaþrungin stund var í dómsal í Osló í dag þegar fórnarlömb sem særðust í árás Anders Behring Brevik í Útey lýstu því hvernig þau komust lífs af. 14.5.2012 12:04
Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki náist samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. 14.5.2012 12:00
Órói í Kötlu olli smáhlaupi í Múlakvísl Lítið Kötluhlaup varð í kringum síðustu mánaðamót og stóð í nokkra daga. Órói í eldstöðinni kom fram á jarðskjálftamæli og aukin rafleiðni mældist í Múlakvísl. 14.5.2012 12:00
Leita að hótelgesti sem stundar það að stinga af Lögreglan á Hvolsvelli tók við fjársvikakæru í vikunni en málin snýst um erlendan aðila sem bókaði sig inn á hótel í umdæminu á dögunum. Hann lét sig síðan hverfa frá ógreiddum reikningnum. Að sögn lögreglu hefur sami maður stundað þessa iðju víða um landið. Lögreglan leitar hans en hún telur sig vita um hvaða mann er að ræða. 14.5.2012 10:50
Ákvörðun um ákæru tekin á næstu vikum Ríkissaksóknari reiknar með að taka ákvörðun á næstu vikum hvort ákæra verði gefin út í máli Egils Einarssonar, betur þekktum sem Gillzenegger, og unnustu hans, en þau voru kærð fyrir nauðgun á síðasta ári. 14.5.2012 13:21
Leggja væntanlega til breytingar á veiðigjaldi Atvinnuveganefnd Alþingis stefnir að því að afgreiða kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar úr nefnd öðru hvoru megin við næstu helgi. Meirihluti nefndarinnar mun væntanlega leggja til breytingar á veiðigjaldi en önnur atriði eru einnig til skoðunar. 14.5.2012 12:01
Kartöflubændur komu í veg fyrir stórtjón Kartöflubændur á Hornafjarðarsvæðinu, sem er eitt af mestu kartöflusvæðum landsins, náðu flestir eða allir að verjast stórtjóni af óveðrinu með vökvun. 14.5.2012 11:03
Tveir á slysadeild eftir harðan árekstur Tveir voru fluttir með sjúkrabílum á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á mótum Lyngháls og Stuðlaháls í Hálsahverfinu í Reykjavík á tíunda tímanum. 14.5.2012 10:12