Fleiri fréttir

Von er á bótakröfum vegna strandstígs

Landeigendur á Arnarnesi krefjast bóta samþykki bæjaryfirvöld nýtt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir almenningsstígum við strandlengjuna. Í lögfræðiáliti fyrir bæinn segir að landeigendurnir hafi réttinn sín megin.

Nóg að gera hjá björgunarsveitum og lögreglu

Enn er stormur og éljagangur um suðaustanvert landið, hvasst og gengur á með éljum á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Töluvert öskufok er úr Eyjafjallajökli er sumstaðar á Suðurlandi, og moldrok ofan af hálendinu.

Flugslys í Nepal - tveir Danir um borð

Að minnsta kosti ellefu fórust í flugslysi í Nepal í nótt þegar vél með 21 mann innanborðs hlekktist á í lendingu í norðurhluta landsins. Að sögn björgunarmanna var um sjö karlmenn að ræða og fjórar konur. Sex komust hinsvegar af, þar á meðal tvö börn að því er fram kemur hjá fréttastofunni Sky.

Helmingurinn vildi sjá þyngri refsingar

Ný rannsókn leiðir í ljós afar ólík viðhorf fólks til refsinga við afbrotum, sér í lagi þegar kemur að kynferðisbrotum. Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar á 50 ára afmælisráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins sem fram fór á Hótel Selfossi í byrjun vikunnar.

Hátt í fimmtíu lík fundust á þjóðvegi

Fjörutíu og níu aflimuð og afskræmd lík fundust í plastpokum á þjóðvegi sem tengir saman borgina Monterrey og bandarísku landamærin. Þetta er enn eitt áfallið í baráttu yfirvalda gegn sífellt versnandi stríði á milli mexíkóskra eiturlyfjagengja.

Fimm manns fórust í Tbilisi

Fimm manns fórust af völdum mikilla flóða í Tbilisi, höfuðborg Georgíu í gær. Móðir með tvö ung börn, eldri kona og eldri maður fórust í Ortachala-hverfinu eftir að áin Kura flæddi yfir bakka sína. Þau festust öll inni á heimilum sínum og létust þegar híbýlin hrundu. Að sögn sjónarvotta fór vatnshæðin sums staðar yfir þrjá metra. Rafmagn fór af mörgum hverfum og bílar flutu eftir götunum. Herinn í Georgíu aðstoðaði fólk sem var í vanda statt og hjálpaði því að færa sig um set. Spáð er rigningu næstu þrjá daga í Georgíu. -fb

Alltaf náðað vegna alvarlegra veikinda

Umsóknir fanga um náðanir hafa allar verið samþykktar á grundvelli heilsufarsástæðna. Síðan 1980 hafa alls verið náðaðir 167 einstaklingar hér á landi, þar af 45 á síðustu 16 árum. Skúli Þór Gunnsteinsson, lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu, segir allar náðanir byggðar á læknisfræðilegum rökum.

Egyptar spá í forsetakjörið

Tveir forsetaframbjóðendur mættust í sjónvarpskappræðum í Egyptalandi fyrir helgina. Þetta er í fyrsta skiptið í sögunni sem Egyptar upplifa þessa tegund kosningabaráttu og þá opinskáu gagnrýni sem henni getur fylgt.

Harry Bretaprins verðlaunaður

Harry Bretaprins var verðlaunaður fyrir góðgerðastarf sitt í þágu særðra hermanna í kvöldverðarboði í Washington. Þetta var fyrsta heimsókn Harrys til bandarísku höfuðborgarinnar.

Aðstoða sjófarendur á Faxaflóa

Faxaflóahafnir sf. styrkja starfsemi Landsbjargar, Björgunarbátasjóðs Reykjavíkur og fjögurra björgunarsveita við Faxaflóa næstu fimm árin. Skrifað var undir samning þessa efnis á aðalfundi Faxaflóahafna á laugardag. Alls greiða Faxaflóahafnir út á samningstímanum tíu milljónir króna, tvær milljónir hvert ár.

Lést í hlíðum Esjunnar

Karlmaður sem var á göngu í Esjunni í dag varð bráðkvaddur uppi á fjallinu. Eins og greint var frá í fréttum í dag var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út auk sjúkraflutningamanna og björgunarsveitamanna. Þyrlan gat ekki athafnað sig vegna óveðurs. Maðurinn var því borinn niður. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á slysadeild Landspítalans var hann látinn þegar þangað var komið.

Berfættur prestur fór á bólakaf

Það var líf og fjör í Salalauginni í dag þar sem hópur barna var mættur ásamt foreldrum sínum til að taka þátt í sunnudagsskóla Lindakirkju. Börnin tóku vel undir þegar sungið var og busluðu á meðan þau hlýddu á boðskap prestsins sem var berfættur.

Jóhanna segir samskipti við forsetann í samræmi við hefðir

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi, í samskiptum sínum við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, í einu og öllu fylgt stjórnarskrá og mótuðum stjórnskipunarhefðum. Það sé því óhjákvæmilegt að vísa á bug öllum ásökunum um að annað hafi átt við í samskiptum ríkisstjórnarinnar eða forystumanna hennar og núverandi forseta.

Ari Trausti hefur lokið undirskriftasöfnun

Ari Trausti Guðmundsson lauk í gær undirskriftarsöfnun vegna meðmæla með framboði sínu til embættis forseta Íslands. Það var gert í ferð til Mið-Norðurlands nú um helgina. Með síðustu undirskriftanna voru þær sem fengust á stuttum en skemmtilegum fundi að kvöldi föstudagsins síðasta í Grímsey. Flogið var til eyjarinnar á lítilli og nýuppgerðri tveggja hreyfla Piper Apache-vél og skundað í félagsheimilið þar sem heitt kaffi beið á könnu og hressir Grímseyingar tóku á móti gestunum.

Varaformaður Samfylkingarinnar gagnrýnir forsetann

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Ólafs Ragnars Grímssonar á Bylgjunni í morgun á facebooksíðu sinni. Þar spyr hann hvort Ólafur telji, eftir sextán ár í embætti, að nú þurfi að standa vörð um kvótann og krónuna, hrósa Davíð Oddssyni og sparka í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Dagur spyr hvort til of mikils sé ætlast að Íslendingar geti átt eitt embætti sem sameini þjóðina. Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá á fréttavef okkar Vísi.

Veikur maður borinn niður úr Esjunni

Sjúkraflutningamenn og björgunarsveitamenn sóttu núna eftir hádegi mann á Esjuna sem veiktist skyndilega á fjallinu. Auk björgunarsveita, sjúkraflutningamanna og lögreglumanna var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún gat ekki athafnað sig vegna slæms veðurs. Ekki er hægt að upplýsa á þessari stundu um líðan mannsins.

Stormur á landinu öllu

Stormur verður á öllu landinu í dag en samkvæmt viðvörun frá Veðurstofu Íslands er búist við vindhviðum allt að 23 metrum á sekúndu með hvössum vindhviðum hlémegin fjalla, einkum suðaustan til á landinu seint í dag. Hríðaveður verður á Vestfjörðum og krapi og slydda verður í byggð norðan- og austanlands en þar mun frysta. Gera má ráð fyrir snörpum vindhviðum 30-40 m/s á sunnanverðu Snæfellsnesi, einkum í Staðarsveit, fram á kvöld og einnig á Kjalarnesi 30-35 m/s frá því um miðjan dag og fram á kvöld.

Sextán ára dópaður ökumaður stöðvaður

Ökumaður bíls var stöðvaður við Stekkjabakka við Nettó rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Ökumaðurinn, sem er aðeins 16 ára og hefur aldrei öðlast ökuréttindi, er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eftir upplýsinga og sýnatöku var ökumaður laus og tóku foreldrar hans á móti honum Farþegi í bílnum, sem var umráðamaður bifreiðarinnar, var kærð fyrir að fela próflausum akstur bílsins.

Öllu flugi til Ísafjarðar og Egilsstaða aflýst

Flugi Flugfélags Íslands á milli Egilsstaða og Reykjavíkur og á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur hefur verið aflýst vegna veðurs. Athugað verður með flug milli Ísafjarðar og Reykjavíkur klukkan sjö á morgun. Á Egilsstöðum var fimleikamót sem átti að ljúka í kvöld. Þeir sem ekki komast til síns heima fá inni í Menntaskólanum á Egilsstöðum á meðan.

Björgunarsveitir standa í ströngu

Björgunarsveitir standa í ströngu víða á landinu vegna hvassviðris. Þetta á einkum við um Steingrímsfjarðarheiðina þar sem er snælduvitlaust veður og varla ferðafært. Björgunarsveitirnar eru með að minnsta kosti tvo eða þrjá bíla uppi á heiðinni til að hjálpa fólki og varaði björgunarsveitamaður sem Vísir talaði við, fólk við því að fara upp á heiðina.

Slökkviliðið kallað að Þjóðleikhúsinu

Slökkviliðið var kallað að Þjóðleikhúsinu snemma í morgun en ræstingarfólk fann mikla reykjalykt þar innandyra þegar það mætti til vinnu í morgun. Ekki reyndist neinn eldur hafa verið í húsinu heldur reyndist lyktin vera frá ljósköplum sem höfðu verði í notkun í gær.

Stunginn með hnífi á Laugavegi

Maður var stunginn með hnífi á Laugavegi rétt eftir klukkan sjö í gærkvöld. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar, en ekkert er vitað nánar um meiðsl hans.

Ríkisstjórnin á sjö tíma vinnufundi

Ríkisstjórnin sat á fundi í Ráðherrabústaðnum í allan dag að ræða ríkisfjármál. Samkvæmt upplýsingum Vísis var meðal annars farið yfir stöðuna vegna fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár. Fundurinn tók um sjö tíma, eftir því sem Vísir kemst næst. Ekki er algengt að ríkisstjórnin fundi svo stíft á sunnudögum.

Ólafur gagnrýnir skoðanir Þóru í utanríkismálum

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðenda sinn harðlega þegar hann ræddi komandi forsetakosningar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í morgun. Hann gagnrýndi meðal annars Þóru fyrir það að ætla að halda afstöðu sinni í Evrópusambandsmálum leyndri. Þá sagði hann að Þóra teldi að forsetinn ætti að fylgja stefnu ríkisstjórnar.

Forsetinn segir Jóhönnu vera í herferð gegn sér

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki fyrirgefið sér afstöðu sína í Icesave málinu. Forsætisráðherra og aðstoðarmaður hennar hafi verið í herferð gegn sér frá þeim tíma.

Barátta Ólafs forseta fyrir endurkjöri er hafin

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur að forsetinn eigi ekki einungis að vera veislustjóri á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnarskránni sé forsetaembættinu falið mikið vald.

Milljónir í auglýsingar um kvótakerfið

Útvegsfyrirtæki og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa undanfarið varið milljónum í auglýsingaherferð gegn breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þingmaður segir herferðina ósvífna.

Meirihlutinn í Garði fallinn

Meirihlutinn í sveitastjórninni í Garði er fallinn eftir að Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, ákvað í dag að mynda nýjan meirihluta með L lista og N lista.

Heiðmerkurvegur er munaðarlaus

Vegurinn um Heiðmörk er munaðarlaus. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélög sem eiga svæðið hafa viljað hirða um hann um langt skeið. Þeir eru nú í skelfilegu ástandi.

Ítrekar andstöðu sína við hjónaband samkynhneigðra

Mitt Romney, sem verður að öllum líkindum forsetaefni Repúblikana í næstu forsetakosningum, ítrekaði í dag andstöðu sína við hjónabönd samkynhneigðra. Einungis örfáir dagar eru síðan að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir stuðningi opinberlega við hjónabönd samkynhneigðra.

Endasprettur á álfasölunni

Álfasalan gengur mjög vel, segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ. Salan hófst á mánudag og þá var gengið í hús. Á fimmtudaginn byrjuðu sölumenn svo að fara á opinbera staði til að selja.

Geysissvæðið að drabbast

Hverasvæði Geysis er að drappast niður, segja fimm þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu. Þeir vilja að aðgengi ferðamanna að svæðinu verði bætt og göng fyrir fótgangandi gerð þar undir þjóðveginn frá bílastæðum. Þingsályktunartillaga sem Árni Johnsen, Björgvin G. Sigurðsson og fleiri hafa lagt fram verður rædd í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis á mánudaginn.

Bjarni: Landið er stjórnlaust

"Landið er stjórnlaust," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á fésbókarsíðu sinni. Þar ræðir Bjarni hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að láta fram fara þjóðaratkvæðagreiðslu í haust um tillögur stjórnlagaráðs, eins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur lagt til.

Ekki gefa öndunum brauð í sumar

Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til þess gefa fuglum við Tjörnina ekki brauð á meðan varptíminn stendur. Sílamávurinn, sem er helsti vargfuglinn við Tjörnina, er mættur til leiks en hann sækir stíft í skyndibita í miðborginni og tínir upp andarungana þegar þeir skríða úr eggi. Hægt er að leggja öndunum lið við að koma upp ungum sínum með því að hætta að gefa fuglum við Tjörnina brauð yfir sumartímann, enda laðar slíkt mávana að, en gagnast hvorki öndum né ungum þeirra. Mikilvægast er að gefa ekki brauð í júní og júlí á meðan andarungar eru að komast á legg.

Lögreglan hafði afskipti af gæsaveislu í Sóltúni

Lögreglan var kölluð að fjölbýlishúsi í Sóltúni í bítið í morgun vegna gæsapartýs sem fór úr böndunum. Ekki var þar um að ræða gáskafullar, lífsglaðar ungmeyjar að horfa á eftir vinkonu úr hópnum í hjónaband eins og oft er þegar orðið gæsapartý ber á góma.

Umhverfis Ísland í 50 myndum

Það er fátt fegurra en íslensk náttúra á björtum vordegi. Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, fékk að upplifa það þegar hann slóst í för með Landhelgisgæslunni við hefðbundið eftirlitsflug umhverfis landið. Ferðin tók um sex tíma og var heiðskírt nánast allan tímann eins og sést á þessum frábæru myndum.

Troðfullur salur þegar GusGus hélt tónleika

Hljómsveitin GusGus hélt tónleika fyrir troðfullum sal af fólki á veitingastaðnum NASA í gærkvöld. Á meðal þeirra sem létu sjá sig voru Geir Gunnlaugsson landlæknir og Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi. GusGus hafði reyndar boðið öllum borgarfulltrúum Reykjavíkurborgar til þess að vekja athygli á málefnum NASA, en til stendur að rífa húsið.

Grunaður um líkamsárás í Hafnarfirði

Einn var handtekinn grunaður um líkamsárás við Dalshraun í Hafnarfirði á níunda tímanum í gær. Hinn handtekni var vistaður í fangageymslu lögreglu í nótt en engar fréttir hafa borist af þeim sem hann réðst á. Þetta var annars nokkuð erilsöm vakt hjá lögreglunni.

Stundarbjartsýni hafnaði í blindgötu

Möguleikar á stjórnarmyndun á Grikklandi vart í sjónmáli. Um stund virtist í gær stefna í þriggja flokka samstarf hægri manna, sósíaldemókrata og lítils vinstriflokks. Venizelos hefur frest þangað til í dag til að ljúka stjórnarmyndun.

Kynntist sjálfum mér upp á nýtt

Breytingar á högum Halldórs Friðriks Þorsteinssonar urðu til þess að hann lagði upp í sex mánaða langt ferðalag um heiminn og heimsótti sextán lönd, meðal annarra Kína, Indland, Víetnam og Nýja-Sjáland. Kjartan Guðmundsson fræddist um ferðalagið.

Fullkomið frelsi á hjólunum

Postularnir nefnast Bifhjólasamtök Suðurlands. Meðlimir þeirra hjóla saman og hafa gaman en stunda fjölbreytt góðgerðastörf í þágu samfélagsins meðfram því.

Þungra dóma krafist yfir Exeter-mönnum

Saksóknari segir forstjóra Byrs ekki hafa haft heimild til að kasta út um gluggann. Taka þurfi fast á sakborningunum í svokölluðu Exeter-máli. Verjandi forstjórans segir fráleitt að hann hafi tekið þátt í „plotti“ og blekkingarleik.

Umferðaröryggi má auka með því að fjölga merktum gangbrautum

Talsmaður Umferðarstofu segir gangbrautum sem merktar eru með hvítum röndum hafa fækkað nokkuð í Reykjavík síðustu ár. Fyrrum lögreglumaður segir slys hafa hlotist af. Borgaryfirvöld leggja áherslu á að draga úr ökuhraða með fjölgun hraðahindrana.

Sjá næstu 50 fréttir