Erlent

Svíi ákærður fyrir þrjú morð

Peter Mangs.
Peter Mangs. mynd/AFP
Svíinn Peter Mangs var dreginn fyrir dómstóla í Malmö í dag. Mangs, sem er fertugur, er sakaður um að hafa skotið þrjár manneskjur til bana í Malmö og reynt að bana tólf til viðbótar, nokkrir af þeim særðust alvarlega.

Hann neitaði sök í 19 af 20 ákæruliðum í dag. Fórnarlömbin voru nær öll af erlendu bergi brotin.

Mangs þvertekur fyrir að vera kynþáttahatari og segist ekkert hafa átt sökótt við fólkið sem var myrt.

Hann var handtekinn árið 2010 en lögreglan í Svíþjóð hafði leitað hans í nokkra mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×