Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Agnar Már Másson skrifar 18. september 2025 20:48 Lögreglan hefur varað við óprúttnum aðilum sem þykjast vera heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé. vísir/vilhelm Félag heyrnarlausra biðlar til fólks að taka vel á móti sölumönnum sínum sem ganga þesa dagana milli húsa til selja happdrættismiða. Lögreglan hefur varað við óprúttnum aðilum sem þykjast vera heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé í verslunarmiðstöðvum. Félagið bendir á að sölumenn sínir séu merktir merki félagsins og hafi posa meðferðis. Lögregla varaði í dag við erlendum aðilum sem væru á kreiki við verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þeir þóttust safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra, þrátt fyrir að tengjast ekki félaginu með nokkrum hætti. Samkvæmt lögreglu eru þeir sagðir „mjög ýtnir og frekir“ við að fá fólk til að millifæra peninga á sig. „Félag heyrnarlausra selur happdrætti tvisvar á ári, vor og haust og setjum við tilkynningar þess efnis á heimasíðu okkar og samfélagsmiðlum. Sölumenn eru með merki félagsins og eru með posa,“ útskýrir Heiðdís Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, í svari við fyrirspurn Vísis. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Hún segir að félaginu hafi borist nokkrar tilkynningar vegna slíkra mála síðustu vikur. Félagið einmitt í söluherferð Félag heyrnarlausra gaf enn fremur út fréttatilkynningu í framhaldi af fréttaflutningi af óprúttnu aðilunum. Þar kemur fram að Félag heyrnarlausra standi vissulega fyrir happdrættissölu þessa dagana þar sem gengið sé í hús. Þeir sölumenn séu sannarlega á vegum félagsins og óskar félagið þess að vel verði tekið á móti þeim eins og undanfarin 50 ár. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Árið 2016 var greint frá því þegar óprúttnir aðilar, sem þóttust heyrnarlausir, gengu milli fólks í verslunarmiðstöðvum og á milli húsa til að hafa af mönnum fé. Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Efnahagsbrot Reykjavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Sjá meira
Lögregla varaði í dag við erlendum aðilum sem væru á kreiki við verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þeir þóttust safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra, þrátt fyrir að tengjast ekki félaginu með nokkrum hætti. Samkvæmt lögreglu eru þeir sagðir „mjög ýtnir og frekir“ við að fá fólk til að millifæra peninga á sig. „Félag heyrnarlausra selur happdrætti tvisvar á ári, vor og haust og setjum við tilkynningar þess efnis á heimasíðu okkar og samfélagsmiðlum. Sölumenn eru með merki félagsins og eru með posa,“ útskýrir Heiðdís Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, í svari við fyrirspurn Vísis. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Hún segir að félaginu hafi borist nokkrar tilkynningar vegna slíkra mála síðustu vikur. Félagið einmitt í söluherferð Félag heyrnarlausra gaf enn fremur út fréttatilkynningu í framhaldi af fréttaflutningi af óprúttnu aðilunum. Þar kemur fram að Félag heyrnarlausra standi vissulega fyrir happdrættissölu þessa dagana þar sem gengið sé í hús. Þeir sölumenn séu sannarlega á vegum félagsins og óskar félagið þess að vel verði tekið á móti þeim eins og undanfarin 50 ár. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Árið 2016 var greint frá því þegar óprúttnir aðilar, sem þóttust heyrnarlausir, gengu milli fólks í verslunarmiðstöðvum og á milli húsa til að hafa af mönnum fé.
Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Efnahagsbrot Reykjavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Sjá meira