Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Agnar Már Másson skrifar 18. september 2025 20:48 Lögreglan hefur varað við óprúttnum aðilum sem þykjast vera heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé. vísir/vilhelm Félag heyrnarlausra biðlar til fólks að taka vel á móti sölumönnum sínum sem ganga þesa dagana milli húsa til selja happdrættismiða. Lögreglan hefur varað við óprúttnum aðilum sem þykjast vera heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé í verslunarmiðstöðvum. Félagið bendir á að sölumenn sínir séu merktir merki félagsins og hafi posa meðferðis. Lögregla varaði í dag við erlendum aðilum sem væru á kreiki við verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þeir þóttust safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra, þrátt fyrir að tengjast ekki félaginu með nokkrum hætti. Samkvæmt lögreglu eru þeir sagðir „mjög ýtnir og frekir“ við að fá fólk til að millifæra peninga á sig. „Félag heyrnarlausra selur happdrætti tvisvar á ári, vor og haust og setjum við tilkynningar þess efnis á heimasíðu okkar og samfélagsmiðlum. Sölumenn eru með merki félagsins og eru með posa,“ útskýrir Heiðdís Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, í svari við fyrirspurn Vísis. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Hún segir að félaginu hafi borist nokkrar tilkynningar vegna slíkra mála síðustu vikur. Félagið einmitt í söluherferð Félag heyrnarlausra gaf enn fremur út fréttatilkynningu í framhaldi af fréttaflutningi af óprúttnu aðilunum. Þar kemur fram að Félag heyrnarlausra standi vissulega fyrir happdrættissölu þessa dagana þar sem gengið sé í hús. Þeir sölumenn séu sannarlega á vegum félagsins og óskar félagið þess að vel verði tekið á móti þeim eins og undanfarin 50 ár. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Árið 2016 var greint frá því þegar óprúttnir aðilar, sem þóttust heyrnarlausir, gengu milli fólks í verslunarmiðstöðvum og á milli húsa til að hafa af mönnum fé. Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Efnahagsbrot Reykjavík Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
Lögregla varaði í dag við erlendum aðilum sem væru á kreiki við verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þeir þóttust safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra, þrátt fyrir að tengjast ekki félaginu með nokkrum hætti. Samkvæmt lögreglu eru þeir sagðir „mjög ýtnir og frekir“ við að fá fólk til að millifæra peninga á sig. „Félag heyrnarlausra selur happdrætti tvisvar á ári, vor og haust og setjum við tilkynningar þess efnis á heimasíðu okkar og samfélagsmiðlum. Sölumenn eru með merki félagsins og eru með posa,“ útskýrir Heiðdís Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, í svari við fyrirspurn Vísis. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Hún segir að félaginu hafi borist nokkrar tilkynningar vegna slíkra mála síðustu vikur. Félagið einmitt í söluherferð Félag heyrnarlausra gaf enn fremur út fréttatilkynningu í framhaldi af fréttaflutningi af óprúttnu aðilunum. Þar kemur fram að Félag heyrnarlausra standi vissulega fyrir happdrættissölu þessa dagana þar sem gengið sé í hús. Þeir sölumenn séu sannarlega á vegum félagsins og óskar félagið þess að vel verði tekið á móti þeim eins og undanfarin 50 ár. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Árið 2016 var greint frá því þegar óprúttnir aðilar, sem þóttust heyrnarlausir, gengu milli fólks í verslunarmiðstöðvum og á milli húsa til að hafa af mönnum fé.
Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Efnahagsbrot Reykjavík Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira