Innlent

Björgunarsveitir sinna útköllum vegna ófærðar

Björgunarsveitir slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út á þremur stöðum vegna ófærðar í dag.
Björgunarsveitir slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út á þremur stöðum vegna ófærðar í dag.
Björgunarsveitir slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út á þremur stöðum vegna ófærðar í dag.

Björgunarsveitin Eining á Breiðdalsvík sótti bíl sem sat fastur í Suðurdal, Björgunarsveitin Heimamenn á Reykhólum aðstoðaði tvo ökumenn sem fest höfðu bíla sína í snjó á Kletthálsi og sem stendur er Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði á Fjarðarheiði í svipuðum erindagjörðum.

Samkvæmt Ísólfsmönnum er ástandið á heiðinni slæmt en þar er hríðarbylur og skafrenningur og skyggni lítið sem ekkert. Að sögn björgunarsveitamanna hefur það borið við að aðstoða hefur þurft ökumenn á bílum sem komnir eru á sumardekk.

Slysavarnarfélagið hvetur fólk til að kanna ástand og búnað bifreiða sem og veður og færð áður en lagt er á heiðar og fjallvegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×