Erlent

Palestínskir fangar binda enda hungurverkfall

Alls eru um 4.500 Palestínumenn vistaðir í fangelsum Ísraels.
Alls eru um 4.500 Palestínumenn vistaðir í fangelsum Ísraels. mynd/AP
Rúmlega 1.600 palestínskir fangar í Ísrael hafa ákveðið að binda enda á hungurverkfall sitt eftir að samkomulag náðist við yfirvöld í Ísrael um að úrbætur verði gerðar á aðstæðum í fangelsunum.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði fangelsismálaráðherra Palestínu milligöngu um samninginn.

Fangarnir hafa verið í mótmælasvelti síðan í apríl, nokkrir af þeim eru sagðir vera þungt haldnir.

Alls eru um 4.500 Palestínumenn vistaðir í fangelsum Ísraels, margir hverjir eru grunaðir um að vera tengdir hryðjuverkasamtökum eða vígasveitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×