Erlent

Hollande sver embættiseið

Hollande ásamt eiginkonu sinni eftir sigurinn.
Hollande ásamt eiginkonu sinni eftir sigurinn. mynd/ afp.
Francois Hollande sver embættiseið sinn sem forseti Frakklands í dag. Athöfnin fer fram í Elysee höll í París en þar mun hann taka við stjórnartaumunum úr hendi Nicolas Sarkozy sem hann sigraði í kosningum á dögunum.

Hveitibrauðsdagar Hollande verða þó stuttir því síðar í dag mun hann fljúga á fund Angelu Merkel Þýskalandskanslara til að ræða skuldavanda Evrópuríkjanna. Fundur þeirra er talinn undirstrika mikilvægi samvinnu á milli þessara tveggja stjórvelda í álfunni. Hollande hefur gagnrýnt Merkel fyrir áhersluna á niðurskurð og því verður fróðlegt að sjá hvernig samstarf þeirra muni ganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×