Innlent

Ástæður þess að forseti Vítisengla var rekinn úr klúbbnum

Einar Ingi Marteinsson var forseti Vítisengla en hefur nú verið rekinn úr klúbbnum.
Einar Ingi Marteinsson var forseti Vítisengla en hefur nú verið rekinn úr klúbbnum.
Þrjár ástæður eru fyrir því að Einar „Boom‟ Marteinsson, forseti Vítisengla, var rekinn úr klúbbnum. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögreglan hefur tekið saman um starfsemi Vítisengla og Vísir hefur undir höndum.

Í skýrslunni er greint frá því að þann 22. mars 2012 lagði lögreglan hald á fundargerðarbók Hells Angels auk annarra gagna við leit í félagsheimili þeirra að Gjáhellu í Hafnarfirði. Í bréfi sem Einar Ingi skrifaði klúbbnum þann 18. mars síðastliðnum og var inni í fundargerðarbókinni kemur fram að ástæður þess að Einar Ingi var kosinn út úr klúbbnum eru eftirfarandi:

1. Ósætti við að hann hafi skráð ákveðinn mann, kallaður Ingi, í stjórn félags sem stofnað var um rekstur húðflúrunarstofu

2. Slæm blaðaumfjöllun í tengslum við líkamsárásar- og kynferðisbrotamál þar sem Einar Ingi er meðal grunaðra. Einar Ingi var handtekinn í lok síðasta árs vegna málsins ásamt fleiri aðilum og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

3. Laun vegna öryggisgæslu sem Vítisenglar hafa sinnt við geymsluskúra í Móhellu, en talið var að Einar ætti að láta launin renna til samtakanna en ekki í eigin vasa eins og hann virðist hafa gert.

Umrædd skýrsla lögreglunnar hefur verið lögð fram í sakamáli vegna líkamsárásarinnar sem minnst er á hér að ofan. Aðalmeðferð í málinu lauk í síðustu viku og er búist við því að dómur verði kveðinn upp í málinu öðru hvoru megin við næstu mánaðamót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×