Erlent

Danska parið lifði flugslysið af

Björgunarmenn hjálpa danska manninum, sem lifði slysið af, á sjúkrahús þar sem hann dvelur nú.
Björgunarmenn hjálpa danska manninum, sem lifði slysið af, á sjúkrahús þar sem hann dvelur nú. mynd/afp
Fimmtán fórust og sex komust lífs af úr flugslysi í norðurhluta Nepal í nótt. Danskt par er á meðal þeirra sem lifðu slysið af. Danska ríkisútvarpið hefur eftir móður dönsku konunnar að parið hafi sloppið vel úr slysinu - þau séu einungis með marbletti en engin beinbrot. Vélin var að undirbúa lendingu á Jomsom flugvellinum þegar flugvélin skall á fjallshlíð í grenndinni. Svæðið er afar vinsælt á meðal klifurgarpa og göngufólks. Yfirvöld í landinu rannsaka nú tildrög slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×