Erlent

Freddie Mercury rís úr gröfinni í kvöld

Freddie Mercury á tónleikum Queen í París árið 1984.
Freddie Mercury á tónleikum Queen í París árið 1984. mynd/AFP
Heilmynd Freddie Mercury mun stíga á svið ásamt fyrrverandi samstarfsmönnum sínum í hljómsveitinni Queen í dag, rúmum 20 árum eftir að söngvarinn goðumlíki lést.

Það var gítarleikari Queen, Brian May, sem opinberaði þetta í viðtali við breska ríkisútvarpið í síðustu viku. Tilefnið er 10 ára afmæli We Will Rock You söngleiksins.

May sagði að brellan væri í raun ekki heilmynd heldur flókin sjónhverfing en svipaðri tækni var beitt fyrir nokkrum vikum þegar rapparinn Tupac Shakur kom fram á Coachella tónlistarhátíðinni.

Gjörningurinn mun fara fram í Dominion leikhúsinu í Lundúnum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×