Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. maí 2012 12:00 María Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB. María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki næst samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. Damanaki segir í viðtali við vefútgáfu breska blaðsins The Grocer, að til þessa hafi framkvæmdastjórn ESB ekki getað gripið til aðgerða gegn Íslendingum og Færeyingum þar sem skort hafi lagaheimildir til þess. Ríkin hafa nú í nokkur ár átt í viðræðum við Evrópusambandið og Noreg vegna makrílveiðanna, eða síðan stofninn fór að leita norður á bóginn í stórum stíl.Hafa leikið einleik og engan samstarfsvilja sýnt Damanaki segir við The Grocer að Ísland og Færeyjar hafi leikið einleik og ákveðið einhliða kvóta fyrir makrílinn og engan samstarfsvilja sýnt. Ákvarðanir ríkjanna um veiðar byggist ekki á vísindalegum grunni. Hún segir að ef ekki náist samkomulag fljótlega við ríkin um lausn á makríldeilunni hafi framkvæmdastjórn ESB engan annan kost en að bregðast við. Sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins hefur haft reglugerð um viðskiptabann til umfjöllunar, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Reglugerðin veitir Evrópusambandinu heimildir til að grípa til aðgerða gagnvart ríkjum sem ekki hafa sýnt vilja til samstarfs við innleiðingu á samþykktum um hlutdeild í stofnum. Reglugerðin mun ekki aðeins heimila löndunarbann á íslensk og færeysk skip heldur einnig takmarka innflutning á sjávarafurðum frá þessum ríkjum til ríkja Evrópusambandsins.Myndi brjóta gegn fjórfrelsinu Fyrirhuguð reglugerð hefur legið undir gagnrýni þegar þar sem hún brjóti gegn einni af fjórum grunnstoðum EES-samningsins, reglunni um frjálsan vöruflutning. Mikill þrýstingur hefur verið á íslenska ríkinu vegna málsins en á fimm árum, frá 2006 til 2011, hafa veiðar Íslendinga á makríl farið úr núll tonnum í 156 þúsund tonn. Veiðar Færeyinga hafa verið svipaðar, um 150 þúsund tonn í fyrra. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Sjá meira
María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki næst samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. Damanaki segir í viðtali við vefútgáfu breska blaðsins The Grocer, að til þessa hafi framkvæmdastjórn ESB ekki getað gripið til aðgerða gegn Íslendingum og Færeyingum þar sem skort hafi lagaheimildir til þess. Ríkin hafa nú í nokkur ár átt í viðræðum við Evrópusambandið og Noreg vegna makrílveiðanna, eða síðan stofninn fór að leita norður á bóginn í stórum stíl.Hafa leikið einleik og engan samstarfsvilja sýnt Damanaki segir við The Grocer að Ísland og Færeyjar hafi leikið einleik og ákveðið einhliða kvóta fyrir makrílinn og engan samstarfsvilja sýnt. Ákvarðanir ríkjanna um veiðar byggist ekki á vísindalegum grunni. Hún segir að ef ekki náist samkomulag fljótlega við ríkin um lausn á makríldeilunni hafi framkvæmdastjórn ESB engan annan kost en að bregðast við. Sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins hefur haft reglugerð um viðskiptabann til umfjöllunar, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Reglugerðin veitir Evrópusambandinu heimildir til að grípa til aðgerða gagnvart ríkjum sem ekki hafa sýnt vilja til samstarfs við innleiðingu á samþykktum um hlutdeild í stofnum. Reglugerðin mun ekki aðeins heimila löndunarbann á íslensk og færeysk skip heldur einnig takmarka innflutning á sjávarafurðum frá þessum ríkjum til ríkja Evrópusambandsins.Myndi brjóta gegn fjórfrelsinu Fyrirhuguð reglugerð hefur legið undir gagnrýni þegar þar sem hún brjóti gegn einni af fjórum grunnstoðum EES-samningsins, reglunni um frjálsan vöruflutning. Mikill þrýstingur hefur verið á íslenska ríkinu vegna málsins en á fimm árum, frá 2006 til 2011, hafa veiðar Íslendinga á makríl farið úr núll tonnum í 156 þúsund tonn. Veiðar Færeyinga hafa verið svipaðar, um 150 þúsund tonn í fyrra.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Sjá meira