Innlent

Dorrit um keppinautana: "Gott hjá Þóra“

Það er í mörg horn að líta við upphaf kosningabaráttu. Forsetahjónin hófu sína fundarherferð um landið í Grindavík í morgun og Ólafur Ragnar spjallaði þar meðal annars við yngstu þjóðfélagsþegnana. Þannig heillaði Ólafur Ragnar háa sem lága. Hjónin komu svo við í fiskvinnslunni Stakkavík þar sem alvaran tók við.

Ólafur gekk skrefinu lengra en hann gerði í yfirlýsingum sínum í gær um það hvort kvótamálið umdeilda ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og spurði sjómenn hvað þeir vildu. Sjómenn voru á báðum áttum, þeir óttuðust að almenningur væri tilbúinn að til þess að „kjósa þessa vitleysu," yfir okkur eins og einn orðaði það.

Forsetinn áréttaði svo að forsetakjör væri ekki samkvæmisleikur né fjölmiðlaleikur.

Með honum var eiginkona hans, Dorrit, sem heilllaði viðmælendur sína upp úr skónum. Þegar fréttamaður ræddi við hana og spurði hvað henni fyndist um keppniauta Ólafs svaraði því að hún hefði ekki ákveðið það ennþá. Þegar hún var spurð hvað henni fyndist um harða samkeppni sem Þóra Arnórsdóttir veitti eiginmanni hennar, í það minnsta hvað varðar skoðanakannanir, svaraði Dorrit: „Gott hjá Þóra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×