Innlent

Fordæma hótanir í garð bæjarfulltrúa

mynd/svgarður.is
Bæjarfulltrúar D-listans í Garði og Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri fordæma þær árásir sem bæjarfulltrúinn Kolfinna S. Magnúsdóttir hefur mátt þola síðustu daga eftir að hún sagði skilið við meirihlutann og myndaði nýjan meirihluta með L-lista og N-lista. Í samtali við Víkurfréttir í dag segir Kolfinna að sér hafi borist stöðugar símhringingar þar sem hótað er að gengið verði í skrokk á henni. Bæjarstjórinn og bæjarfulltrúar biðja íbúa í Garði að sýna stillingu og virða skoðanir fólks. Kolfinna ætlar að leggja fram kæru hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna hótananna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×