Innlent

Jón dregur framboð sitt til baka

Jón Lárusson lögreglumaður á Selfossi hefur dregið framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann segir í tilkynningu að sér hafi ekki tekist að afla tilskilins fjölda meðmælenda og eigi ekki annarra kosta völ en að draga framboðið til baka. Eftir þetta standa sjö frambjóðendur eftir.

Jón þakkar öllum þeim sem hafa stutt hann og segir að það veki hjá honum von til þess að almenningur „sé að átta sig á þeim breytingum sem þurfa að verða í samfélagi okkar."

Hann vandar fjölmiðlum hinsvegar ekki kveðjurnar og segir að síðustu vikur hafi opinberað fyrir sér að „þó við viljum meina að við séum öll jöfn, þá eru sumur jafnari en aðrir. Sú ákvörðun fjölmiðla að framboð mitt væri ekki "alvöru" og ætti því ekki erindi á borð þeirra, hefur verið mikill dragbýtur og vakning sem varð á framboði mínu eftir að fjölmiðlar neyddust til að taka tillit til þess, hefur opinberað þessa staðreynd," segir Jón og bætir við að fjölmiðlar virðist „hafa „ákveðið" hvaða einstaklingar skulu vera í boði í næstu kosningum og sumir fjölmiðlar hafa jafnvel ákveðið hvor þeirra muni bera sigur úr bítum."

Facebook síða Jóns.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×