Innlent

Ákvörðun um ákæru tekin á næstu vikum

Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger.
Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger.
Ríkissaksóknari reiknar með að taka ákvörðun á næstu vikum hvort ákæra verði gefin út í máli Egils Einarssonar, betur þekktum sem Gillzenegger, og unnustu hans, en þau voru kærð fyrir nauðgun á síðasta ári.

Átján ára stúlka kærði Egil og unnustu hans fyrir nauðgun í lok nóvember á síðasta ári en atvikið á að hafa átt sér stað á heimili Egils eftir samkvæmi í miðborginni. Eftir rannsókn lögreglu var málið sent Ríkissaksóknara um miðjan janúar sem sendi það svo aftur til lögreglu til frekari rannsóknar.

Málið var svo sent embætti Ríkissaksóknara aftur í byrjun febrúar eftir frekari rannsókn.

Egill neitaði sök í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×