Innlent

Tveir á slysadeild eftir harðan árekstur

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Tveir voru fluttir með sjúkrabílum á Slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á mótum Lyngháls og Stuðlaháls í Hálsahverfinu í Reykjavík á tíunda tímanum.

Hvorugur mun þó vera alvarlega slasaður, en slökkviliðið var kallað á vettvang til að hreinsa upp olíu og aðra vökva, sem láku úr bílflökunum. Bílarnir voru fjarlægðir með kranabílum. Loka þurfti gatnamótunun um tíma vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×