Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Agnar Már Másson skrifar 18. september 2025 19:39 Heilsutofnunin í Hveragerði, sem Náttúrulækningafélag Íslands rekur. Vísir/Vilhelm Forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði lýsir misrétti af hálfu heilbrigðisyfirvalda þar sem heilbrigðisráðuneytirð hyggist ekki veita stofnuninni nægilegt fjármagn. Hann segir starfsfólkið stofnunarinnar orðið útkeyrt og húsnæðið er úr sér gengið. Í dag starfa um 110 starfsmenn við endurhæfingu dvalargesta á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Starfsemin hefur byggt á þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands, sem rann út 2023 en hefur níu sinnum verið framlengdur til skamms meðan viðræður hafa staðið yfir milli NLFÍ og Sjúkratrygginga um nýjan þjónustusamning. „Heilsustofnun hefur unnið samkvæmt samningi heilbrigðisráðuneytisins við Sjúkratryggingar frá 1995. Núverandi samningur var undirritaður 2019,“ útskýrir Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunarinnar, í samtali við Vísi. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Fái aðeins helming af því sem aðrir fá Síðasta apríl hafi sá áfangi náðst í viðræðum að SÍ viðurkenndu að Heilsustofnun væri vanfjármögnuð hvað varðaði framlög til rekstrar og fasteignaviðhalds. Heilsustofnunin fái aðeins fimmtíu prósent af því framlagi sem aðrir aðilar í heilbrigðisþjónustu fái fyrir að veita sambærilega þjónustu. Þannig hafi Sjúkratryggingar komist að þeirri niðurstöðu að um 230 milljónir króna þyrfti til viðbótar við núverandi fjárheimildir inn í rekstur Heilsustofnunar.“ En þegar SÍ hafi óskað eftir viðbótarfjármunum vegna þessa hafi heilbrigðisráðuneytið hafnað beiðninni. Þórir segir að fyrr í þessum mánuði hafi Sjúkratryggingar upplýst að þeir fjármunir fengjust ekki til verkefnisins. „Þetta er hreint misrétti,“ segir hann. „Við erum að keyra starfsfólkið okkar út og húsnæðið er úr sér gengið.“ Hann segir því kostnaðinn fyrir sjúklinga vera mikinn undir núverandi fyrirkomulagi. „Til viðbótar við það eru okkar sjúklingar að greiða dvalargjald upp á allt að 550 milljónir, þar af 250 milljónir — eða yfir átta þúsund krónur á dag — sem er greitt fyrir heilbrigðisþjónustuna í Hveragerði.“ En þeir vilja meina að sjúkratryggingar greiði allan meðferðarkostnaðinn. „Ég vil líka taka fram að við veitum afar góða þjónustu. Við skilum öllum upplýsingum og allar bækur okkar eru opnar,“ segir Þórir. „Þetta er bara rugl“ Árið 2022 greindi Kjarninn frá því að eftirlitsdeild SÍ hefði sett heilsuhælinu kröfur um úrbætur. Í fréttaflutningnum þá kom fram að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar og var þar sagt að kostnaðurinn ylti á sjúklinga. Þórir vill meina að fréttaflutningurinn hafi verið rangur. „Það var aldrei niðurstaða af hálfu Sjúkratrygginga. Þetta er bara rugl,“ segir Þórir, sem bendir á að þau skjöl sem fréttaflutningurinn hafi byggt á hafi verið vinnuskjöl sem ekki á endanum ekki verið gefin út. „[Skjölunum] var mótmælt og þau dregin til baka af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga,“ bætir hann við. Þórir segir þó að Heilsustofnunin muni kappkosta að veita þjónustu við sjúklinga svo hægt sé að halda áfram að þjónusta þá ríflega 1.300 manns sem heyra í þeim á hverju ári. „En þetta er að okkar viti ekki skynsamleg ráðstöfun á ríkisfé, að fara svona með.“ Hveragerði Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Í dag starfa um 110 starfsmenn við endurhæfingu dvalargesta á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Starfsemin hefur byggt á þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands, sem rann út 2023 en hefur níu sinnum verið framlengdur til skamms meðan viðræður hafa staðið yfir milli NLFÍ og Sjúkratrygginga um nýjan þjónustusamning. „Heilsustofnun hefur unnið samkvæmt samningi heilbrigðisráðuneytisins við Sjúkratryggingar frá 1995. Núverandi samningur var undirritaður 2019,“ útskýrir Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunarinnar, í samtali við Vísi. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Fái aðeins helming af því sem aðrir fá Síðasta apríl hafi sá áfangi náðst í viðræðum að SÍ viðurkenndu að Heilsustofnun væri vanfjármögnuð hvað varðaði framlög til rekstrar og fasteignaviðhalds. Heilsustofnunin fái aðeins fimmtíu prósent af því framlagi sem aðrir aðilar í heilbrigðisþjónustu fái fyrir að veita sambærilega þjónustu. Þannig hafi Sjúkratryggingar komist að þeirri niðurstöðu að um 230 milljónir króna þyrfti til viðbótar við núverandi fjárheimildir inn í rekstur Heilsustofnunar.“ En þegar SÍ hafi óskað eftir viðbótarfjármunum vegna þessa hafi heilbrigðisráðuneytið hafnað beiðninni. Þórir segir að fyrr í þessum mánuði hafi Sjúkratryggingar upplýst að þeir fjármunir fengjust ekki til verkefnisins. „Þetta er hreint misrétti,“ segir hann. „Við erum að keyra starfsfólkið okkar út og húsnæðið er úr sér gengið.“ Hann segir því kostnaðinn fyrir sjúklinga vera mikinn undir núverandi fyrirkomulagi. „Til viðbótar við það eru okkar sjúklingar að greiða dvalargjald upp á allt að 550 milljónir, þar af 250 milljónir — eða yfir átta þúsund krónur á dag — sem er greitt fyrir heilbrigðisþjónustuna í Hveragerði.“ En þeir vilja meina að sjúkratryggingar greiði allan meðferðarkostnaðinn. „Ég vil líka taka fram að við veitum afar góða þjónustu. Við skilum öllum upplýsingum og allar bækur okkar eru opnar,“ segir Þórir. „Þetta er bara rugl“ Árið 2022 greindi Kjarninn frá því að eftirlitsdeild SÍ hefði sett heilsuhælinu kröfur um úrbætur. Í fréttaflutningnum þá kom fram að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar og var þar sagt að kostnaðurinn ylti á sjúklinga. Þórir vill meina að fréttaflutningurinn hafi verið rangur. „Það var aldrei niðurstaða af hálfu Sjúkratrygginga. Þetta er bara rugl,“ segir Þórir, sem bendir á að þau skjöl sem fréttaflutningurinn hafi byggt á hafi verið vinnuskjöl sem ekki á endanum ekki verið gefin út. „[Skjölunum] var mótmælt og þau dregin til baka af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga,“ bætir hann við. Þórir segir þó að Heilsustofnunin muni kappkosta að veita þjónustu við sjúklinga svo hægt sé að halda áfram að þjónusta þá ríflega 1.300 manns sem heyra í þeim á hverju ári. „En þetta er að okkar viti ekki skynsamleg ráðstöfun á ríkisfé, að fara svona með.“
Hveragerði Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira