Innlent

Smyglarar áfram í gæsluvarðhaldi

Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. júní að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli almannahagsmuna, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Mennirnir, sem allir eru pólskir, eru grunaðir um aðild að innflutningi á umtalsverðu magni af fíkniefnum, eða 8,5 kg af amfetamíni. Mennirnir voru handteknir um miðjan apríl, sama dag og þeir höfðu komið hingað með flugi frá Póllandi.

Það var fíkniefnahundurinn Nelson sem kom upp um smyglið á fíkniefnunum.

Í Fréttablaðinu, stuttu eftir fundinn, kom fram að mennirnir hafi áður flutt fíkniefni til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×