Fórnarlömb Breiviks lýstu hryllingnum í Útey Jóhanna Margrét Gísladóttir. skrifar 14. maí 2012 12:04 Anders Behring Breivik mynd/AFP Tilfinningaþrungin stund var í dómsal í Osló í dag þegar fórnarlömb sem særðust í árás Anders Behring Brevik í Útey lýstu því hvernig þau komust lífs af. Réttarhöldin yfir Breivik hafa staðið yfir í tæpan mánuð. Í dag báru eftirlifandi fórnarlömb voðaverkanna vitni og lýstu því hvernig þeim tókst, mörgum á undraverðan hátt, að komast í burtu frá fjöldamorðingjanum. Ein rúmlega tvítug stúlka átti erfitt með að halda aftur tárunum þegar hún lýst því hvernig hún flúði í gegnum tjaldbúðir ungmennanna, stökk í vatnið og synti eins hratt og hún gat. Hún segist hafa séð Breivik á ströndinni og hugsað með sér að hún vildi frekar drukkna í vatninu en að vera skotin af honum. Henni tókst að synda sex hundruð metra í ísköldu vatninu yfir á meginlandið en það var þá sem hún áttaði sig á því að hún hafði verið skotin í handlegginn. Önnur stúlka óskaði eftir því að Breivík væri fjarlægður úr réttarsalnum á meðan hún bæri vitni, hún gæti ekki horfst í augu við manninn sem reyndi að drepa hana. Hún lýsti því hvernig henni tókst að fjarlægja byssukúlu úr skotsári á læri sínu og lagðist síðan til sunds til að komast í burtu en fékk astmakast og var nær drukknuð í vatninu. Hún sagði fyrir réttinum í dag að þau sem voru á eyjunni hafi sigrað og Breivik tapað þar sem norsk ungmenni kunni að synda. Þriðja vitnið var drengur sem varð fyrir skoti í öxlina sem gerði gat á lunga hans, hann faldi sig undir trjám og þakti með mold til að reyna að fela sig, þar hafi hann beðið þar til lögreglan kom til hjálpar. Búist er við að réttarhöldin yfir Breivik geti staðið í tíu vikur. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Tilfinningaþrungin stund var í dómsal í Osló í dag þegar fórnarlömb sem særðust í árás Anders Behring Brevik í Útey lýstu því hvernig þau komust lífs af. Réttarhöldin yfir Breivik hafa staðið yfir í tæpan mánuð. Í dag báru eftirlifandi fórnarlömb voðaverkanna vitni og lýstu því hvernig þeim tókst, mörgum á undraverðan hátt, að komast í burtu frá fjöldamorðingjanum. Ein rúmlega tvítug stúlka átti erfitt með að halda aftur tárunum þegar hún lýst því hvernig hún flúði í gegnum tjaldbúðir ungmennanna, stökk í vatnið og synti eins hratt og hún gat. Hún segist hafa séð Breivik á ströndinni og hugsað með sér að hún vildi frekar drukkna í vatninu en að vera skotin af honum. Henni tókst að synda sex hundruð metra í ísköldu vatninu yfir á meginlandið en það var þá sem hún áttaði sig á því að hún hafði verið skotin í handlegginn. Önnur stúlka óskaði eftir því að Breivík væri fjarlægður úr réttarsalnum á meðan hún bæri vitni, hún gæti ekki horfst í augu við manninn sem reyndi að drepa hana. Hún lýsti því hvernig henni tókst að fjarlægja byssukúlu úr skotsári á læri sínu og lagðist síðan til sunds til að komast í burtu en fékk astmakast og var nær drukknuð í vatninu. Hún sagði fyrir réttinum í dag að þau sem voru á eyjunni hafi sigrað og Breivik tapað þar sem norsk ungmenni kunni að synda. Þriðja vitnið var drengur sem varð fyrir skoti í öxlina sem gerði gat á lunga hans, hann faldi sig undir trjám og þakti með mold til að reyna að fela sig, þar hafi hann beðið þar til lögreglan kom til hjálpar. Búist er við að réttarhöldin yfir Breivik geti staðið í tíu vikur.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira