Innlent

Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB.

„Ég gagnrýndi ályktun sjávarútvegsnefndar Evrópuþingsins og þau drög sem af hálfu þess liggja fyrir um mögulegar aðgerðir sem kann að verða gripið til gegn Íslandi og Færeyjum," sagði Össur. Hann sagðist þó hafa tekið skýrt fram að vilji Íslendinga væri að ná niðurstöðu um málið til að koma í veg fyrir ofveiði úr stofninum.

Össur segist hafa sagt sumar þær aðgerðir sem lagðar eru til ganga gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, innri markaðarins, sem Íslendingar eru aðilar að, og sérstaklega bókun níu í EES-samningnum.

„Ég sagði það lítinn álitsauka fyrir EES á 20 ára afmælisári samningsins, ef ESB ætlaði að beita ólögmætum aðgerðum í deilunni um makrílveiðar. Ég sagðist ekki trúa að svo yrði fyrr en höndin væri lögð í sárið."

Össur sagði að honum hafi skilist af ræðu Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, á fundinum að Støre teldi að aðgerðir yrðu að vera í samræmi við EES samninginn og það væri ánægjuefni. - þjAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.