Fleiri fréttir

Synir Bítlanna leggja drög að hljómsveit

Sonur Paul McCartney opinberaði í dag að Bítlarnir muni brátt snúa aftur. Hann hefur í hyggju að stofna hljómsveit með sonum John Lennons og George Harrison. Hann vonast til að hljómsveitin eigi eftir að höfða til nýrrar kynslóðar.

Óttast ekki komu Bauhaus

Átök eru framundan á byggingarvörumarkaði nú þegar Bauhaus hefur boðað komu sína. „Markaðurinn er of lítill nú þegar," sagði Baldur Björnsson hjá Múrbúðinni. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Unnu eitt stærsta björgunarafrek Íslandssögunnar

Fimmtán ára drengur og fjölskylda hans unnu eitt stærsta björgunarafrek Íslandssögunnar þegar breskur herflokkur lenti í hrakningum í aftakaveðri á Eskifjarðarheiði. Heimildarmynd um atvikið var frumsýnd á Eskifirði um helgina en það var dagskrárgerðarmaðurinn Þorsteinn J. sem annaðist framleiðslu hennar.

Hundurinn hafði áður drepið

Eigandi læðunnar kærði í gær eiganda hundsins Birnu til lögreglu en þessi sama tík réðist á og drap kött í Dofraborgum í Grafarvogi fyrir um árið. Það atvik var einnig kært til lögreglu en endaði með dómssátt. Í samtali við fréttastofu í dag sagði nágranni, sem varð vitni að þeirri árás, hundana hafa ógnað bæði eiganda kattarins og þeim sem komu honum til hjálpar.

Tekjuhæstu fá mest afskrifað

Sértækar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn greiðsluvanda komu helst að gagni þeim sem alls ekki voru í slíkum vanda. Þetta er mat hagfræðinga Seðlabankans. Velferðarráðherra tekur fyrir að þetta sé áfellisdómur yfir aðgerðunum.

Útlit fyrir gott ár í ferðaþjónustu

Útlit er fyrir að afar gott ár í ferðaþjónustu, og er áætlað að gjaldeyristekjur geti farið yfir 200 milljarða króna á þessu ári. Átakið Ísland allt árið hefur þegar skilað góðum árangri, segir framkvæmdastjóri Icelandair, en erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um 20 prósent það sem af er ári, miðað við árið á undan.

Eldur kom upp í Vesturbergi

Eldur kom upp í íbúðarhúsæði við Vesturberg í Reykjavík fyrir stuttu. Maður og kona voru flutt á slysadeild Landsspítala en grunur leikur á að þau hafi orðið fyrir reykeitrun.

Sérstakur saksóknari vann knattspyrnumót lögreglumanna

Lið sérstaks saksóknara bar sigur úr býtum í árlegu landsmóti lögreglumanna í knattspyrnu sem fram fór á Húsavík um helgina. Aðspurður segist Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vera stoltur af sínum mönnum.

Um 80% vilja að almenningur geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu

Áttatíuprósent þeirra sem svöruðu Netkönnun Reykjavík síðdegis hér á Vísi vilja að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einungis 20% atkvæðabærra manna vilja það ekki. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vildi að tilteknar spurningar um stjórnarskrána yrði lagðar í þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í sumar. Nú er orðið ljóst að ekkert verður úr því en Reykjavík síðdegis ákvað engu að síður að leggja spurningarnar fyrir Vísi. Alls svöruðu 1795 manns spurningunum.

Lögreglan leitar eigenda málverka

Tvö málverk eru í óskilum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eigendurnir geta vitjað þeirra hjá lögreglunni en upplýsingar eru veittar í síma 444-1000 en einnig má senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Krafist verður staðfestingar á eignarhaldi.

Fólksflutningar síst meiri nú en áður

Brottflutningur íslenskra ríkisborgara undanfarin ár er síst meiri en hann hefur verið á öðrum samdráttarskeiðum. Þetta fullyrðir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, í nýrri skýrslu um mannfjöldaþróun sem hún vann fyrir velferðarráðuneytið. Í skýrslunni er þetta skýrt með því að atvinnuleysi sé mikið alls staðar á Evrópska efnahagssvæðinu að Noregi undanskildu. Íslendingar hafi líkt og aðrar Norðurlandaþjóðir notið góðs af þeim hagfelldu aðstæðum sem ríki í Noregi og hafi sótt þangað í talsverðum mæli.

Hraunar yfir tillögu meirihlutans: 4 Smáralindir við Landspítalann?

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega nýtt deiliskipulag Landspítalans við Hringbraut sem meirihlutinn í borginni hefur lagt fram. Hann segir tillöguna mjög vonda; bílastæðamál séu mjög illa leyst og ásýndin að gamla spítalanum hverfi á bak við risabyggingar.

Segir fylkingar takast á í Hæstarétti

Hæstaréttardómarar túlkuðu skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embætti hæstaréttardómara sem atlögu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, að réttinum. Þeir töldu sér hótað af Davíð í kjölfar öryrkjadómsins svokallaða og óttuðust pólitísk afskipti.

Sólveig Lára gefur kost á sér

Sólveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti vígslubiskups á Hólum. Í tölvupósti til fjölmiðla segist hún leggja áherslu á að vinna að stefnumótun í söfnuðum stiftisins, efla samstarf og hlúa að starfsfólki kirkjunnar. Framundan sé starf við stefnumörkun biskupsembættanna og hún vilji leggja sitt af mörkum til að þau þjóni kirkjunni enn betur. Framboðsfrestur vegna vígslubiskupskjörsins rennur út 30. apríl næstkomandi.

Síbrotamaður í tveggja ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn í fangelsi fyrir innbrot og vörslur fíkniefna í sölu- og dreifingarskyni. Þá var annar mannanna sakfelldur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Með brotum sínum rauf maðurinn skilorð 22 mánaða dóms frá árinu 2008 og var dómurinn tekinn upp og manninum gerð refsing í einu lagi fyrir bæði málin. Hann var því í morgun dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði. Jafnframt var hann sviptur ökurétti í tvö ár. Hinn maðurinn, sem tók þátt í innbrotinu, var dæmdur í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Svona verður veðrið um páskana

Vænlegasta veðrið fyrir skíðaiðkun verður á Austurlandi um páskana samkvæmt veðurspá. Gert er ráð fyrir hálku á vegum næsta mánudag og því ættu ferðalangar að fara varlega í umferðinni.

Fjárfestar beri ábyrgðina

"Ég held að orðið ábyrgð sé mikilvægt og ég held að það hafi skipt máli í bankahruninu. En ég held að það sé líka mikilvægt í öllu mannlegu lífi," segir Gunnlaugur Jónsson fjárfestir. Hann hefur skrifað bók sem ber þann einfalda titil Ábyrgðarkver: Bankahrun og lærdómurinn um ábyrgð. Hann segir að ábyrgð skipti máli, bæði þegar menn hugi að sínu eigin lífi en líka þegar rætt er um opinbert kerfi og stjórnmál.

Dópaður klessti á ljósastaur og stakk af

Um klukkan hálf sjö í morgun var tilkynnt um harðan árekstur á mótum Breiðholtsbrautar og Skógarsels þar sem bifreið var ekið á umferðarljós. Ökumaðurinn var sagður hafa hlaupið af vettvangi. Í ljós kom að um var að ræða bifreið sem hafði verið stolið í gær.

Böddi er kominn heim

Hundurinn Böddi, sem gerði sig heimkominn á fréttasviði 365 í morgun, er kominn til eiganda síns á ný. Böddi leit við á fréttasviðinu eftir lítilsháttar misskilning sem varð milli hans og og eigandans snemma í morgun.

Kom blóðug á lögreglustöð eftir árás frá Facebook-vin

Erlend kona kom á lögreglustöðina við Hverfisgötu um klukkan þrjú í nótt og tilkynnti að á hana hafi verið ráðist á heimili hennar í Vesturborginni. Konan, sem var nokkuð blóðug, sagðist hafa kynnst manni á Facebook og hann komið heim til hennar. Eftir stuttar samræður hafi maðurinn ráðist á hana. Hann hafi síðan stolið farsíma hennar. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar en ekki er vitað á þessari stundu um líðan konunnar.

Mikil aukning ferðamanna í Leifsstöð

Alls fóru 33.600 erlendir ferðamenn frá landinu í nýliðnum marsmánuði eða tæplega sjö þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2011 og nemur aukningin 26,2 prósentum á milli ára. Þetta er vel yfir meðallagi en á þeim ellefu árum sem Ferðamálastofa hefur talið ferðamenn í Leifsstöð hefur aukningin að jafnaði verið tæp átta prósent. Ferðamenn í nýliðnum mars voru tæplega helmingi fleiri en í sama mánuði árið 2002.

Stundvísin stórbatnar í Keflavík

Stundvísi íslenskra félaga á Keflavíkurflugvelli hefur stórbatnað að því er fram kemur í tölum á vefsíðunni Túristi.is. Þar segir að síðasta sumar hafi Keflavíkurflugvöllur ekki staðist samanburð við stærstu flugvelli Norðurlanda þegar kemur að stundvísi en þá fóru um 90 allra véla í höfuðborgum hinna Norðurlandanna í loftið á réttum tíma á meðan hlutfallið í Keflavík fór niður í 45 prósent á tímabili.

Fáir skemmtistaðir með kranabjór frá fleiri en einum söluaðila

Tvö örbrugghús hafa sakað Vífilfell og Ölgerðina um að einoka markaðinn fyrir kranabjór og leitaði einn til Samkeppniseftirlitsins síðastliðinn föstudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði bjórframleiðandi sem nú hefur lagt upp laupana slíkt hið sama fyrir nokkru en sá segist hafa reynt að koma bjórtegund sinni á dælu í um ár án árangurs þrátt fyrir góða sölu á bjórnum í vínbúðum.

Hundur í óskilum hjá 365

Þessi vinalegi voffi hefur gert sig heimankominn á skrifstofum 365 en þangað kom hann óboðinn og eigandalaus. Hann er ómerktur en þeir sem kannast við hvutta geta haft samband í síma 899 9747.

Þörungar geta leyst af innflutt eldsneyti

Lífeldsneyti má framleiða úr þörungum í slíku magni að komi í staðinn fyrir innflutt eldsneyti. Orkusparandi ljósdíóðutækni og aðgangur að jarðhita gera aðstæður hér til framleiðslunnar einstakar. Hægt væri að flytja út lífeldsneyti.

Argentínumenn ítreka tilkall til Falklandseyja

Þess var minnst bæði í Argentínu og á Bretlandi í gær að þrjátíu ár eru liðin frá því Falklandseyjastríðið hófst. Stríðsátökin stóðu í 74 daga og kostuðu 907 manns lífið. Vaxandi spenna er á milli ríkjanna vegna olíuleitar fimm breskra fyrirtækja við Falklandseyjar.

Forskot Romneys nú orðið nánast öruggt

Forkosningar Repúblikanaflokksins í Wisconsin þykja líklegar til að staðfesta nánast óyfirstíganlegt forskot Mitt Romneys á mótframbjóðendur hans. Santorum talinn kominn á lokasprettinum. Ron Paul heldur þó ótrauður áfram.

Starfsfólkið fær líka spítalamat

Framkvæmdastjórn Landspítala hefur ákveðið að eldhús spítalans taki við rekstri matsala fyrir starfsfólk þann 1. maí 2012. Frá þessu er greint á vef Landspítalans, lsh.is.

Vinabeiðni aðmíráls reyndist fölsk

Yfirmenn í herafla Bandaríkjanna og Bretlands, auk háttsettra embættismanna í löndunum tveimur, féllu í gildru njósnara þegar þeir samþykktu vinabeiðni á Facebook-samskiptasíðunni sem virtist vera frá James Stavridis, bandarískum aðmírál sem starfar nú sem yfirmaður herafla NATO í Evrópu.

Lofa að draga herinn til baka

Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi, tilkynnti öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær að Sýrlandsstjórn hafi fallist á að draga herlið sitt frá íbúðahverfum fyrir 10. apríl.

Síðustu gíslar Farc leystir úr haldi

Farc skæruliðasamtökin í Kólombíu hafa leyst síðustu 10 gíslana sína úr haldi en allir þeirra höfðu verið gíslar Farc í meir en áratug.

Dópaður á krossara - fær tíu kærur á sig

Lögreglan á Selfossi veitti manni í bænum eftirför í gær eftir að hann hafði ekki sinnt fyrirmælum um að stöðva farartæki sitt. Maðurinn var á númerslausu torfæru hjóli og endaði eftirförin á skógræktarsvæðinu í Hellismýri, fyrir utan bæinn. Þar hafði hann fest hjólið í drullu utanvegar og gat sig hvergi hrært.

Netvarnir hjá NATO efldar fyrir milljarða

Atlantshafsbandalagið ætlar að verja nærri tíu milljörðum króna í að efla netvarnir bandalagsins. Ætla að koma upp viðbragðsteymum sem aðildarríki geta kallað til sé gerð netárás. Fölsk vinabeiðni aðmíráls kom bandalaginu í bobba.

Heimaljósastúdíó fyrir fyrsta sætið

Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins lýkur á hádegi í dag en þemað er „Páskastemning“. Besta myndin mun prýða forsíðu Fréttablaðsins á laugardaginn kemur.

Sjá næstu 50 fréttir