Innlent

Hætta á að aukin tæknivæðing leiði til verri aðbúnaðar

Sú hætta er fyrir hendi að aukin tæknivæðing í íslenskri nautgríparækt leiði til versnandi aðbúnað mjólkurkúa. Þetta kemur fram í máli fulltrúa Bændasamtakanna.

Landssamtökum kúabænda birtu í dag frétt undir fyrirsögninni: „Íslensk kúabú bættu heimsmetið!"

Er þar átt við að mælingar sýna að hvergi í heiminum kemur nú hlutfallslega jafn mikið af mjólk frá kúabúum sem notast við svokallaða mjaltarþjóna en á Íslandi. En rúmlega fjórðungur mjólkur á landinu kemur frá slíkum búum. Þetta kemur fram í mælingum samtaka norrænna afurðastöða í mjólkuriðnaði.

Ólafur Dýrmundsson, fulltrúi Bændasamtaka Íslands í Dýraverndarráði, segir að þó sjálf notkun mjólkurþjónanna ekki slæm fyrir dýrin sé algengt að þau bú sem nota tæknina fjölgi gripum mikið og dragi þá úr útivist dýranna. Það sé slæmt.

Í reglugerð um aðbúnað nautgripa er kveðið á um að dýrunum sé tryggð átta vikna útivist hið minnsta á ári. Sumir bændur skilji greinina hins vegar þannig að dýrin þurfi ekki að fara út heldur sé nóg að opna inn í fjós eða setja dýrin í gerðin. Því vilji hann breyta orðalaginu og tala um að dýrunum sé tryggð átta vikna beit á ári.

"Nú hefur orðið sú tilhneiging sérstaklega á þeim búum þar sem notuð eru sjálfvirk mjaltartæki, þau eru oft orðin svo stór, að dýrum er haldið inni allt árið. Við höfum því lagt til í Dýraverndunarráði að í stað orðsins útivist verði notað orðið beit. Þannig kýrnar verði að fara á beit þessar átta vikur á sumri," segir Ólafur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×