Innlent

Síbrotamaður í tveggja ára fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn í fangelsi fyrir innbrot og vörslur fíkniefna í sölu- og dreifingarskyni. Þá var annar mannanna sakfelldur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Með brotum sínum rauf maðurinn skilorð 22 mánaða dóms frá árinu 2008 og var dómurinn tekinn upp og manninum gerð refsing í einu lagi fyrir bæði málin. Hann var því í morgun dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði. Jafnframt var hann sviptur ökurétti í tvö ár. Hinn maðurinn, sem tók þátt í innbrotinu, var dæmdur í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×