Innlent

Starfsfólkið fær líka spítalamat

Eldhús Landspítalans tekur í næsta mánuði við rekstri matsala starfsfólks spítalans.
Eldhús Landspítalans tekur í næsta mánuði við rekstri matsala starfsfólks spítalans. Fréttablaðið/Vilhelm
Framkvæmdastjórn Landspítala hefur ákveðið að eldhús spítalans taki við rekstri matsala fyrir starfsfólk þann 1. maí 2012. Frá þessu er greint á vef Landspítalans, lsh.is.

„ISS sagði upp samningi sínum frá og með 30. apríl og var því farið í annað útboð,“ segir í umfjöllun Landspítalans.

„Niðurstaða þess var sú að eldhús Landspítala gæti sinnt þessu verkefni á hagstæðastan hátt.“ - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×