Innlent

Sérstakur saksóknari vann knattspyrnumót lögreglumanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurliðið með bikar að lokinni keppni.
Sigurliðið með bikar að lokinni keppni. mynd/Facebook/Icelandicimages
Lið sérstaks saksóknara bar sigur úr býtum í árlegu landsmóti lögreglumanna í knattspyrnu sem fram fór á Húsavík um helgina. Aðspurður segist Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vera stoltur af sínum mönnum.

„Það var mót á Húsavík og þeir komu með bikarinn heim að sjálfsögðu," segir Ólafur Þór. „Við leggjum kapp á alla hluti og það er ágætt að þeim hafi orðið þetta vel ágengt á þessu móti," segir Ólafur Þór.

Þetta er í þriðja sinn sem sérstakur saksóknari keppir á þessu móti, en þeir hafa einu sinni áður komið heim með silfrið. „Menn reyna að halda sér í formi hérna," segir Ólafur Þór. Hann tók sjálfur ekki þátt í mótinu því hann var í bænum að vinna.

Samkvæmt upplýsingum Vísis tóku tíu lið þátt í keppninni. Þar af voru tvö kvennalið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×