Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. september 2025 16:02 Inga Sæland svaraði fyrirspurnum Snorra Mássonar um afstöðu sína til ESB og bókunar 35. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra útskýrði breytta afstöðu sína og Flokks fólksins til bókunar 35 og umsóknaraðild Íslands að ESB í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú síðdegis. Hún segist áður hafa vaðið í villu og svima vegna málsins. Snorri Másson þingmaður Miðflokksins bar upp fyrirspurn til ráðherrans um afstöðu Flokks fólksins til ESB aðildar Íslands, hvort flokkurinn muni beita sér fyrir aðild eða gegn henni. Þá rifjaði hann upp ummæli Ingu um bókun 35 í upphafi árs 2024, þegar hún sagði í pontu Alþingis að með málinu væru stjórnvöld að leggjast kylliflöt og leyfa Brussel að valta yfir okkur. Afstaða Flokks fólksins óbreytt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eru staddar erlendis. Inga Sæland því starfandi forsætisráðherra. Snorri vék í ræðu sinni að því að Viðreisn hefði fengið Guy Verhofstadt sem sérlegan gest á landsþing sitt um helgina. Hann hefði þar sagt að íslenskir stjórnmálamenn yrðu að verja Evrópuhugsjónina í heild sinni. „Ég hef staðið í þeirri trú að hæstvirtur starfandi forsætisráðherra standi ekki að baki þessari hugsjón, ég hefði áhuga á að fá það fram frá félagsmálaráðherra hvað henni þyki um þetta, hvort hún taki fyrir það hvort þjóðaratkvæðagreiðsla verði hér 2026 og hvernig hyggst hún beita sér í málinu, gegn eða með?“ Inga svaraði því að það liggi algjörlega fyrir að Flokkur fólksins hafi aldrei verið á þeirri línu að Ísland eigi að ganga í ESB. Það yrði sett í hendurnar á þjóðinni hvort viðræður haldi áfram, eigi síðar en 2027. „Ég er alveg skýr að það skiptir öllu máli að við séum í góðu sambandi við Evrópu og okkar næstu nágranna. ESB skiptir okkur miklu máli, sérstaklega samningurinn við EES sem er hliðið okkar inná innri markaðinn og Evrópu. Það skal líka sagt að hér hefur hagvöxtur verið hvað mestur og stöðugri og meiri en í löndunum í kringum okkur og í löndum ESB þannig við eigum svo sannarlega ekkert um sárt að binda með því að vera við sjálf. Hinsvegar er spurningin um gjaldmiðilinn okkar og þá finnst mér spennandi að tjá það að við erum að skoða kosti og galla krónunnar.“ Gjörsamlega búin að skipta um skoðun Þá mætti Snorri aftur í pontu og sagði það hljóma vel að ríkisstjórnin vilji leyfa þjóðinni að eiga orðið, þó mörg önnur mál yrðu eflaust áhugaverðari og nefndi hann þar mál flóttafólks, stríðið í Úkraínu og útvarpsgjaldið. Þá rifjaði hann upp orð Ingu um bókun 35 og spurði hvort hún væri samþykk því að bókunin fari óbreytt í gegnum þingið eða hvort hún væri sama sinnis og í upphafi árs 2024. „Ég er gjörsamlega algjörlega búin að skipta um skoðun hvað varðar bókun 35 enda var ég þar í villu og svima og hafði ekki hugmynd að bæði neytendasamtök og VR væru í málaferli í rauninni gegn íslenskum bönkum sem eru í rauninni að fara eins og eldur um akur um samfélagið og alla þá sem stunda krónu,“ svaraði Inga. Hún sagði það hvergi þekkjast á byggðu bóli nema á Íslandi að hægt væri að greiða 400 þúsund krónur í húsnæðislán og þar af færu 395 þúsund í vexti. „Og nú skilst mér að það sé búið að taka til hliðar milljarða af þessum bönkum sem bíða í skelfingu og milli vonar og ótta hvernig Hæstiréttur muni dæma í þessum málum hvernig bankarnir hafa verið að fara með sína lántakendur. Ef við verðum búin að innleiða bókun 35 sem í rauninni átti allan tímann að vera en var ranglega innleidd, ef við erum búin að innleiða hana þá eru allar líkur á því að Hæstiréttur geti dæmt neytendum í vil og bankarnir veri að snara út öllum milljörðunum sínum, ef ekki þá því miður, þannig já háttvirti þingmaður ég sannarlega skipti um skoðun og kallað til allskonar sérfræðinga sem hafa fengið mig til að sjá ljósið.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Evrópusambandið Miðflokkurinn Bókun 35 Utanríkismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Snorri Másson þingmaður Miðflokksins bar upp fyrirspurn til ráðherrans um afstöðu Flokks fólksins til ESB aðildar Íslands, hvort flokkurinn muni beita sér fyrir aðild eða gegn henni. Þá rifjaði hann upp ummæli Ingu um bókun 35 í upphafi árs 2024, þegar hún sagði í pontu Alþingis að með málinu væru stjórnvöld að leggjast kylliflöt og leyfa Brussel að valta yfir okkur. Afstaða Flokks fólksins óbreytt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eru staddar erlendis. Inga Sæland því starfandi forsætisráðherra. Snorri vék í ræðu sinni að því að Viðreisn hefði fengið Guy Verhofstadt sem sérlegan gest á landsþing sitt um helgina. Hann hefði þar sagt að íslenskir stjórnmálamenn yrðu að verja Evrópuhugsjónina í heild sinni. „Ég hef staðið í þeirri trú að hæstvirtur starfandi forsætisráðherra standi ekki að baki þessari hugsjón, ég hefði áhuga á að fá það fram frá félagsmálaráðherra hvað henni þyki um þetta, hvort hún taki fyrir það hvort þjóðaratkvæðagreiðsla verði hér 2026 og hvernig hyggst hún beita sér í málinu, gegn eða með?“ Inga svaraði því að það liggi algjörlega fyrir að Flokkur fólksins hafi aldrei verið á þeirri línu að Ísland eigi að ganga í ESB. Það yrði sett í hendurnar á þjóðinni hvort viðræður haldi áfram, eigi síðar en 2027. „Ég er alveg skýr að það skiptir öllu máli að við séum í góðu sambandi við Evrópu og okkar næstu nágranna. ESB skiptir okkur miklu máli, sérstaklega samningurinn við EES sem er hliðið okkar inná innri markaðinn og Evrópu. Það skal líka sagt að hér hefur hagvöxtur verið hvað mestur og stöðugri og meiri en í löndunum í kringum okkur og í löndum ESB þannig við eigum svo sannarlega ekkert um sárt að binda með því að vera við sjálf. Hinsvegar er spurningin um gjaldmiðilinn okkar og þá finnst mér spennandi að tjá það að við erum að skoða kosti og galla krónunnar.“ Gjörsamlega búin að skipta um skoðun Þá mætti Snorri aftur í pontu og sagði það hljóma vel að ríkisstjórnin vilji leyfa þjóðinni að eiga orðið, þó mörg önnur mál yrðu eflaust áhugaverðari og nefndi hann þar mál flóttafólks, stríðið í Úkraínu og útvarpsgjaldið. Þá rifjaði hann upp orð Ingu um bókun 35 og spurði hvort hún væri samþykk því að bókunin fari óbreytt í gegnum þingið eða hvort hún væri sama sinnis og í upphafi árs 2024. „Ég er gjörsamlega algjörlega búin að skipta um skoðun hvað varðar bókun 35 enda var ég þar í villu og svima og hafði ekki hugmynd að bæði neytendasamtök og VR væru í málaferli í rauninni gegn íslenskum bönkum sem eru í rauninni að fara eins og eldur um akur um samfélagið og alla þá sem stunda krónu,“ svaraði Inga. Hún sagði það hvergi þekkjast á byggðu bóli nema á Íslandi að hægt væri að greiða 400 þúsund krónur í húsnæðislán og þar af færu 395 þúsund í vexti. „Og nú skilst mér að það sé búið að taka til hliðar milljarða af þessum bönkum sem bíða í skelfingu og milli vonar og ótta hvernig Hæstiréttur muni dæma í þessum málum hvernig bankarnir hafa verið að fara með sína lántakendur. Ef við verðum búin að innleiða bókun 35 sem í rauninni átti allan tímann að vera en var ranglega innleidd, ef við erum búin að innleiða hana þá eru allar líkur á því að Hæstiréttur geti dæmt neytendum í vil og bankarnir veri að snara út öllum milljörðunum sínum, ef ekki þá því miður, þannig já háttvirti þingmaður ég sannarlega skipti um skoðun og kallað til allskonar sérfræðinga sem hafa fengið mig til að sjá ljósið.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Evrópusambandið Miðflokkurinn Bókun 35 Utanríkismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira