Innlent

Kom blóðug á lögreglustöð eftir árás frá Facebook-vin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Erlend kona kom á lögreglustöðina við Hverfisgötu um klukkan þrjú í nótt og tilkynnti að á hana hafi verið ráðist á heimili hennar í Vesturborginni. Konan, sem var nokkuð blóðug, sagðist hafa kynnst manni á Facebook og hann komið heim til hennar. Eftir stuttar samræður hafi maðurinn ráðist á hana. Hann hafi síðan stolið farsíma hennar. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar en ekki er vitað á þessari stundu um líðan konunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×