Innlent

Íslendingar ekki lengur í hópi hamingjusömustu þjóðanna

Íslendingar eru ekki lengur meðal hamingjusömustu þjóða heimsins að því er fram kemur í nýrri skýrslu í Bandaríkjunum um málið.

Danir eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt skýrslunni sem unnin var af þremur hagfræðingum í Bandaríkjunum. Raunar eru allar Norðurlandaþjóðirnar, fyrir utan Ísland, í topp tíu sætunum hvað hamingju varðar. Ísland er hinsvegar í 20. sæti á listanum. Á árunum fyrir hrun var Ísland hinsvegar oftast í einu af efstu sætunum á sambærilegum listum.

Hvað Norðurlandaþjóðirnar varðar eru Finnar í öðru sæti, Norðmenn í því þriðja og Svíar í sjöunda sæti á listanum. Næst á eftir Norðmönnum koma Hollendingar og Kanadamenn. Minnsta hamingjan er hinsvegar í Togo en þar á eftir koma Benin, Sierra Leone og Burundi.

Fram kemur í skýrslunni að hagvöxtur er ekki lykilþáttur þegar kemur að hamingju þjóða. Einstaklingsfrelsi og traust á stjórnvöldum eru hinsvegar ráðandi þættir í því sambandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.