Innlent

Útlit fyrir gott ár í ferðaþjónustu

Útlit er fyrir að afar gott ár í ferðaþjónustu, og er áætlað að gjaldeyristekjur geti farið yfir 200 milljarða króna á þessu ári. Átakið Ísland allt árið hefur þegar skilað góðum árangri, segir framkvæmdastjóri Icelandair, en erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um 20 prósent það sem af er ári, miðað við árið á undan.

Gjaldeyristekjur vegna ferðaþjónustu hafa vaxið jafnt og þétt, með uppgangi ferðaþjónustunnar á undanförnum árum.

Áætlað er að gjaldeyristekjur vegna komu erlendra ferðamanna hingað til lands hafi numið um 180 milljörðum króna í fyrra. Aukning um tólf prósent á þessu ári myndi þýða það, að gjaldeyristekjurnar færu upp fyrir 200 milljarða króna.

Átakið Ísland allt árið, sem miðar að því að fjölga ferðamönnum utan háannatíma, hefur þegar skilað nokkrum árangri, en ferðamönnum hefur fjölgað um tuttugu prósent á fyrstu þremur mánuðum þessa árs miðað við árið á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×