Innlent

Óttast ekki komu Bauhaus

Átök eru framundan á byggingarvörumarkaði nú þegar Bauhaus hefur boðað komu sína. „Markaðurinn er of lítill nú þegar," sagði Baldur Björnsson hjá Múrbúðinni. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Baldur segir Bauhaus sé afar stór fyrirtæki sem eigi eftir að hafa töluverð áhrif á byrginagvörumarkaðinn. „Ef markaðurinn tekur við sér og stækkar - þá er sjálfsagt nægilegt pláss fyrir alla."

Hann segir að þjóðerni eiganda Bauhaus skipti engu máli og segir að viðhorf fyrirtækisins og rekstrargrundvöllur þess sé það sem skipti höfuð máli.

„Ég hef ekkert nema góða hluti að segja um Bauhaus," sagði Baldur. „Við höfum gert verðkannanir í Þýskalandi og Danmörku og við komum vel út í því. Um 80% af okkar vörum eru á sambærilegu eða lægra verði en hjá Bauhaus. Ef þeir ætla að vera ódýrari en við þá þurfa þeir sjálfsagt að fá þýska og danska neytendur til að greiða það niður."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×