Netvarnir hjá NATO efldar fyrir milljarða 3. apríl 2012 06:00 Tölvuþrjótar geta beitt ýmsum aðferðum til að nálgast trúnaðarupplýsingar, allt frá myndum á Facebook-síðu til trúnaðargagna um vopnaframleiðslu. Nordicphotos/AFP Atlantshafsbandalagið ætlar að verja nærri tíu milljörðum króna í að efla netvarnir bandalagsins. Ætla að koma upp viðbragðsteymum sem aðildarríki geta kallað til sé gerð netárás. Fölsk vinabeiðni aðmíráls kom bandalaginu í bobba. Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur boðið út verkefni fyrir sem nemur 9,7 milljörðum króna til að efla netvarnir bandalagsins. Um er að ræða stærsta samning sem bandalagið hefur gert til að tryggja upplýsingaöryggi hjá bandalaginu og aðildarríkjum. Með útboðinu er ætlað að styrkja netvarnarmiðstöð NATO. Miðstöðin er þegar starfandi, en henni er ætlað að starfa á fullum afköstum fyrir lok árs, og er útboðinu ætlað að tryggja það. Miðstöðinni hefur hingað til fyrst og fremst verið ætlað að tryggja öryggi tölvukerfis bandalagsins. Fyrir árslok er ætlunin að auka áherslu á aðstoð við bandalagsríki, til dæmis með því að deila upplýsingum. Þá verða einnig sett á laggirnar sérstök viðbragðsteymi sem bandalagsríkin geta fengið aðstoð frá sé gerð alvarleg netárás. „Almenna ályktunin sem má draga af þessu er að menn eru að leggja gríðarlega áherslu á netvarnir,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Stofnunin starfrækir netöryggisteymi, svokallaðan CERT-hóp, en Hrafnkell segir hópinn leggja alla áherslu á borgaralegar netvarnir, ekki hernaðarlegar eins og NATO. Hópurinn horfi nú fyrst og fremst til samstarfs við Norðurlöndin, þó ekki sé hægt að útiloka samstarf við NATO í framtíðinni. Reglulega eru gerðar netárásir á stofnanir og fyrirtæki hvar sem er í heiminum. Yfirleitt er ekkert gefið upp um slíkar árásir, þar sem stjórnendur fyrirtækja óttast að traust á fyrirtækjunum hrynji, og hlutabréfaverðið þar með, ef upplýst er um netárásir sem fyrirtækin ná ekki að verjast. Dæmi eru um slíkar árásir á nokkur af stærstu olíu- og gasframleiðslufyrirtækjum heims nýverið. Árásirnar voru raktar til Kína. Þar sem þær áttu sér bara stað á skrifstofutíma í Peking telja sérfræðingar víst að kínversk stjórnvöld standi á bak við árásirnar. brjann@frettabladid.is Tengdar fréttir Vinabeiðni aðmíráls reyndist fölsk Yfirmenn í herafla Bandaríkjanna og Bretlands, auk háttsettra embættismanna í löndunum tveimur, féllu í gildru njósnara þegar þeir samþykktu vinabeiðni á Facebook-samskiptasíðunni sem virtist vera frá James Stavridis, bandarískum aðmírál sem starfar nú sem yfirmaður herafla NATO í Evrópu. 3. apríl 2012 07:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Atlantshafsbandalagið ætlar að verja nærri tíu milljörðum króna í að efla netvarnir bandalagsins. Ætla að koma upp viðbragðsteymum sem aðildarríki geta kallað til sé gerð netárás. Fölsk vinabeiðni aðmíráls kom bandalaginu í bobba. Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur boðið út verkefni fyrir sem nemur 9,7 milljörðum króna til að efla netvarnir bandalagsins. Um er að ræða stærsta samning sem bandalagið hefur gert til að tryggja upplýsingaöryggi hjá bandalaginu og aðildarríkjum. Með útboðinu er ætlað að styrkja netvarnarmiðstöð NATO. Miðstöðin er þegar starfandi, en henni er ætlað að starfa á fullum afköstum fyrir lok árs, og er útboðinu ætlað að tryggja það. Miðstöðinni hefur hingað til fyrst og fremst verið ætlað að tryggja öryggi tölvukerfis bandalagsins. Fyrir árslok er ætlunin að auka áherslu á aðstoð við bandalagsríki, til dæmis með því að deila upplýsingum. Þá verða einnig sett á laggirnar sérstök viðbragðsteymi sem bandalagsríkin geta fengið aðstoð frá sé gerð alvarleg netárás. „Almenna ályktunin sem má draga af þessu er að menn eru að leggja gríðarlega áherslu á netvarnir,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Stofnunin starfrækir netöryggisteymi, svokallaðan CERT-hóp, en Hrafnkell segir hópinn leggja alla áherslu á borgaralegar netvarnir, ekki hernaðarlegar eins og NATO. Hópurinn horfi nú fyrst og fremst til samstarfs við Norðurlöndin, þó ekki sé hægt að útiloka samstarf við NATO í framtíðinni. Reglulega eru gerðar netárásir á stofnanir og fyrirtæki hvar sem er í heiminum. Yfirleitt er ekkert gefið upp um slíkar árásir, þar sem stjórnendur fyrirtækja óttast að traust á fyrirtækjunum hrynji, og hlutabréfaverðið þar með, ef upplýst er um netárásir sem fyrirtækin ná ekki að verjast. Dæmi eru um slíkar árásir á nokkur af stærstu olíu- og gasframleiðslufyrirtækjum heims nýverið. Árásirnar voru raktar til Kína. Þar sem þær áttu sér bara stað á skrifstofutíma í Peking telja sérfræðingar víst að kínversk stjórnvöld standi á bak við árásirnar. brjann@frettabladid.is
Tengdar fréttir Vinabeiðni aðmíráls reyndist fölsk Yfirmenn í herafla Bandaríkjanna og Bretlands, auk háttsettra embættismanna í löndunum tveimur, féllu í gildru njósnara þegar þeir samþykktu vinabeiðni á Facebook-samskiptasíðunni sem virtist vera frá James Stavridis, bandarískum aðmírál sem starfar nú sem yfirmaður herafla NATO í Evrópu. 3. apríl 2012 07:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Vinabeiðni aðmíráls reyndist fölsk Yfirmenn í herafla Bandaríkjanna og Bretlands, auk háttsettra embættismanna í löndunum tveimur, féllu í gildru njósnara þegar þeir samþykktu vinabeiðni á Facebook-samskiptasíðunni sem virtist vera frá James Stavridis, bandarískum aðmírál sem starfar nú sem yfirmaður herafla NATO í Evrópu. 3. apríl 2012 07:00