Innlent

Leggja til að Alþingi þrýsti á bresk stjórnvöld vegna Sellafield

Kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield.
Kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield. mynd/AFP
Verði þingsályktunartillaga sem nú liggur fyrir á Alþingi samþykkt mun ríkisstjórnin þrýsta á bresk stjórnvöld og stjórnendur kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield að minnka umfang hágeislavirks vökva sem geymdur er í stöðinni.

Flutningsmenn tillögunar eru þau Álfheiður Ingadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Margrét Tryggvadóttir.

Álfheiður segir að það sé í raun tvennt sem liggi til grundvallar ályktuninni. „Annars vegar hefur Geislavarnastofnun Noregs komist að þeirri niðurstöðu að ef eins 1% af þessum hágeislavirka vökva sem geymdur er í Sellafield sleppur út í andrúmsloftið gæti það leitt til sjö sinnum meira geislavirks úrfellis í Noregi en Tsjernóbyl-slysið olli," segir Álfheiður.

„Hins vegar lofuðu stjórnendur í Sellafield og bresk stjórnvöld árið 2009 að fara að tappa niður það magn hágeislavirks úrgangs sem geymdur er í stöðinni," segir Álfheiður. „Þetta eru núna um 1.000 tonn af úrgangi sem geymd eru í Sellafield. Áætlað var að 200 tonn af úrgangi yrði í stöðinni árið 2016 - það er þó ekkert sem bendir til þess að þeir ætli að standa við það loforð."

Álfheiður segir að lítil umræða hafi verið hér á landi um geislavirkan úrgang. Þá er þingsályktunartillagan liður í því að vekja athygli á þessum málum.

Hægt er að nálgast ályktunina hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×