Erlent

Skýstrókar valda usla í Texas - ótrúlegar myndir

mynd/AP
Öflugir skýstrókar hafa gengið yfir í nágrenni Dallas í Texas í dag. Ekki hafa borist fregnir af manntjóni en strókarnir hafa valdið stórfelldum skemmdum á mannvirkjum.

Svo kraftmiklir eru hvirfilbylirnir að tveir flutningabílar tókust á loft í Forth Worth. Reuters fréttastofan náði myndum af atvikinu en það má sjá hér fyrir neðan.

Veðurstofa Bandaríkjanna segir að gríðarleg hætta hafi myndast þegar strókarnir gengu yfir. Öllu flugi hefur verið aflýst á svæðinu. Flugvöllurinn Dallas-Forth Worth er áttundi stærsti flugvöllur veraldar.

Fréttastofa CNN hefur birt myndir sem sýna skemmd íbúðarhúsnæði - þar á meðal hafa þök rifnað af húsum. Víða er rafmagnslaust vegna óveðursins.

Nokkrir skýstrókar nálgast nú þéttbýl svæði. Fólki hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×